Frávísunar krafist vegna dýrkeyptra mistaka í málum útrásarvíkinga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. október 2022 21:39 Allar líkur eru á að mál Karls Wernerssonar muni fara sömu leið og Styrmis Þórs Bragasonar í kjölfar fordæmisgefandi dóms Hæstaréttar sem vísaði máli þess síðarnefda frá dómi í síðustu viku. vísir/vilhelm Ríkissaksóknari hefur farið fram á frávísun í máli Milestone gegn Karli Wernerssyni í kjölfar frávísunar Hæstaréttar á sambærilegu máli Styrmis Þórs Bragasonar vegna mistaka endurupptökudóms. Nokkrum svipuðum hrunmálum var ranglega vísað til Hæstaréttar á síðasta ári. Fari hrunmál Karls og fleiri sömu leið og Styrmis standa áratugsgamlir sýknudómar óhaggaðir og ríkið dæmt til að greiða tugi milljóna í málsvarnarlaun. Mannréttindadómstóll Evrópu hafði dæmt ríkið brotlegt gagnvart Styrmi Þór og í kjölfarið gerði ríkið sátt við aðra í sömu stöðu, þar á meðal Karl Wernersson. Íslenska ríkið var af Mannréttindadómstóli ekki talið hafa veitt mönnunum réttláta málsmeðferð, þegar skýrslutökur fóru aðeins fram fyrir héraðsdómi en ekki við sakfellingu fyrir Hæstarétti. Á þeim grundvelli tók endurupptökudómur málið fyrir á síðasta ári en vísaði málunum í framhaldinu ranglega til endurupptöku fyrir Hæstarétti, sem ekki hefur heimild til að taka skýrslur á mönnunum. Réttilega hefði átt að vísa málunum til Landsréttar samkvæmt breytingarlögum um endurupptökudóm, sem tók við af endurupptökunefnd árið 2020. Eins og áður segir hefur ríkissaksóknari krafist frávísunar á máli Karls fyrir Hæstarétti en svokallað Ímon-mál Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans er einnig sambærilegt þar sem Hæstiréttur hafði snúið við sýknudómum þeirra án þess að hlýða á vitnisbuði. Í samtali við fréttastofu staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, þessa afstöðu embættisins en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Sérstakur endir á tuttugu ára gömlum málum „Það háttar eins til í Milestone máli Karls og í því sem féll um daginn, þar sem málið var endurupptekið á grundvelli brots á reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu. Það felur í sér að það þarf að endurtaka skýrslur en það er ekki hægt fyrir Hæstarétti frekar en hinu, samkvæmt þessum dómi,“ segir Helgi Magnús sem hefur verið viðriðinn mörg hver markaðsmisnotkunarmálin frá húsleitum árið 2002. Málin hafa því snúist í kerfinu í rúm tuttugu ár og virðast munu enda með þessum hætti vegna mistaka endurupptökudóms. „Það er svolítið sérstakt að vera búinn að vinna í sama málinu í tuttugu ár,“ segir Helgi Magnús og telur upp þau mál sem hafa fengið endurupptöku hjá dómstólnum. Mannréttindadómstóllinn hefur gert ríkar kröfur til milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir áfrýjunardómstólum. „Þeir eru farnir að ganga ansi langt í því,“ segir Helgi Magnús. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari.vísir/vilhelm Misjafnt er hvaða kröfur ákæruvaldið muni gera í hverju máli fyrir sig en þegar brotin varðar milliliðalausa málsmeðferð er óhjákvæmilegt að gera kröfu um frávísun að sögn Helga. „Þetta eru svona þrjár útgáfur af „málsmeðferðarfeilum“ fyrir Hæstarétti í þessum hrunmálum frá 2012-2016. Ég á eftir að krefjast frávísunar að hluta í Baugsmálinu sem verður flutt í næstu viku. Svo er eitt mál í viðbót þar sem ég mun líklegast krefjast frávísunar vegna sjónarmiða um að ekki megi refsa tvisvar fyrir sama brot. Þetta eru samtals um tíu mál sem hafa verið endurupptekin.“ Sjá einnig: Bjarni fagnar langþráðri hreinni sakaskrá Dómstólakerfið tali illa saman Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands segir Hæstarétt líta svo á að mistök hafi verið gerð með vísun málanna til réttarins. „En endurupptökudómur virðist vera annarrar skoðunar,“ segir Kristín og rifjar upp dóma Hæstaréttar í málum Sigurjóns Árnasonar og Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur þar sem munnlegur málflutningur fór fram án heimildar vegna tilkomu Landsréttar. Mögulegt sé að endurupptökudómur hafi litið til þeirra mála við úrlausn umræddra úrskurða og talið réttast að vísa málunum til Hæstaréttar. Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands.visir „Endurupptökudómur virðist hafa gengið út frá því að Hæstiréttur myndi heimila skýrslutökur við endurupptöku en rétturinn segist ekki hafa heimild til þess með vísan til 232. greinar sakamálalaga. Þannig verða mistökin,“ segir Kristín. Hún telur því ljóst að dómstólakerfið tali ekki nógu vel saman að þessu leyti. „Endurupptökudómur virðist túlka þessa heimild á annan hátt en Hæstiréttur sem leggur áherslu á að hann hafi ekki heimild til að leiðrétta dóminn með skýrslutökum. Menn þurftu að taka skýrslu af ákærða í þessu máli,“ segir Kristín að lokum. Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Milestone-málið Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hafði dæmt ríkið brotlegt gagnvart Styrmi Þór og í kjölfarið gerði ríkið sátt við aðra í sömu stöðu, þar á meðal Karl Wernersson. Íslenska ríkið var af Mannréttindadómstóli ekki talið hafa veitt mönnunum réttláta málsmeðferð, þegar skýrslutökur fóru aðeins fram fyrir héraðsdómi en ekki við sakfellingu fyrir Hæstarétti. Á þeim grundvelli tók endurupptökudómur málið fyrir á síðasta ári en vísaði málunum í framhaldinu ranglega til endurupptöku fyrir Hæstarétti, sem ekki hefur heimild til að taka skýrslur á mönnunum. Réttilega hefði átt að vísa málunum til Landsréttar samkvæmt breytingarlögum um endurupptökudóm, sem tók við af endurupptökunefnd árið 2020. Eins og áður segir hefur ríkissaksóknari krafist frávísunar á máli Karls fyrir Hæstarétti en svokallað Ímon-mál Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans er einnig sambærilegt þar sem Hæstiréttur hafði snúið við sýknudómum þeirra án þess að hlýða á vitnisbuði. Í samtali við fréttastofu staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, þessa afstöðu embættisins en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Sérstakur endir á tuttugu ára gömlum málum „Það háttar eins til í Milestone máli Karls og í því sem féll um daginn, þar sem málið var endurupptekið á grundvelli brots á reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu. Það felur í sér að það þarf að endurtaka skýrslur en það er ekki hægt fyrir Hæstarétti frekar en hinu, samkvæmt þessum dómi,“ segir Helgi Magnús sem hefur verið viðriðinn mörg hver markaðsmisnotkunarmálin frá húsleitum árið 2002. Málin hafa því snúist í kerfinu í rúm tuttugu ár og virðast munu enda með þessum hætti vegna mistaka endurupptökudóms. „Það er svolítið sérstakt að vera búinn að vinna í sama málinu í tuttugu ár,“ segir Helgi Magnús og telur upp þau mál sem hafa fengið endurupptöku hjá dómstólnum. Mannréttindadómstóllinn hefur gert ríkar kröfur til milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir áfrýjunardómstólum. „Þeir eru farnir að ganga ansi langt í því,“ segir Helgi Magnús. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari.vísir/vilhelm Misjafnt er hvaða kröfur ákæruvaldið muni gera í hverju máli fyrir sig en þegar brotin varðar milliliðalausa málsmeðferð er óhjákvæmilegt að gera kröfu um frávísun að sögn Helga. „Þetta eru svona þrjár útgáfur af „málsmeðferðarfeilum“ fyrir Hæstarétti í þessum hrunmálum frá 2012-2016. Ég á eftir að krefjast frávísunar að hluta í Baugsmálinu sem verður flutt í næstu viku. Svo er eitt mál í viðbót þar sem ég mun líklegast krefjast frávísunar vegna sjónarmiða um að ekki megi refsa tvisvar fyrir sama brot. Þetta eru samtals um tíu mál sem hafa verið endurupptekin.“ Sjá einnig: Bjarni fagnar langþráðri hreinni sakaskrá Dómstólakerfið tali illa saman Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands segir Hæstarétt líta svo á að mistök hafi verið gerð með vísun málanna til réttarins. „En endurupptökudómur virðist vera annarrar skoðunar,“ segir Kristín og rifjar upp dóma Hæstaréttar í málum Sigurjóns Árnasonar og Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur þar sem munnlegur málflutningur fór fram án heimildar vegna tilkomu Landsréttar. Mögulegt sé að endurupptökudómur hafi litið til þeirra mála við úrlausn umræddra úrskurða og talið réttast að vísa málunum til Hæstaréttar. Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands.visir „Endurupptökudómur virðist hafa gengið út frá því að Hæstiréttur myndi heimila skýrslutökur við endurupptöku en rétturinn segist ekki hafa heimild til þess með vísan til 232. greinar sakamálalaga. Þannig verða mistökin,“ segir Kristín. Hún telur því ljóst að dómstólakerfið tali ekki nógu vel saman að þessu leyti. „Endurupptökudómur virðist túlka þessa heimild á annan hátt en Hæstiréttur sem leggur áherslu á að hann hafi ekki heimild til að leiðrétta dóminn með skýrslutökum. Menn þurftu að taka skýrslu af ákærða í þessu máli,“ segir Kristín að lokum.
Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Milestone-málið Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira