Er með tvo af eigendum liðsins í leikmannahópnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2022 07:01 Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Eignarhaldið þar er ekki eins og hjá flestum öðrum fótboltafélögum. Lars Ronbog/Getty Images Freyr Alexandersson, þjálfari danska fótboltafélagsins Lyngby, var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark á dögunum. Fór Freyr yfir víðan völl, og nefndi meðal annars þá staðreynd að þegar hann stýrði Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð voru tveir af eigendum liðsins í leikmannahópi félagsins. Eru þeir þar enn þó annar sé meiddur sem stendur. Freyr stýrði Lyngby upp í úrvalsdeildina í fyrstu tilraun en það virðist ekki eiga mikla möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Eftir 13 umferðir er liðið með aðeins fimm stig og á enn eftir að vinna leik. Í gærkvöld, föstudag, tapaði Lyngby 0-2 á heimavelli gegn Álaborg. Það kemur ef til vill ekki á óvart að Lyngby sitji á botninum þar sem liðið er langt á eftir öðrum liðum deildarinnar þegar kemur að fjármagni. Raunar er það þannig að nokkur lið í B-deildinni eru með meira á milli handanna en Freyr og félagar. Ástæðan er sú að fyrir fjórum árum þá fór Lyngby á hausinn. Til að bjarga félaginu þá keyptu fjársterkir aðilar það og settu allskyns fjárhagsreglur svo sagan gæti ekki endurtekið sig. Þar af voru tveir menn sem voru enn að spila fótbolta. Í hlaðvarpinu fer Freyr yfir sitt fyrsta tímabil með félagið þar sem fram kemur að hann hafi eytt litlu sem engu i leikmenn og þá staðreynd að tveir af leikmönnum liðsins hafi verið í leikmannahópi þess. Breiðhyltingarnir í liði Lyngby.Lyngby „Við kaupum Sævar Atla [Magnússon] á mjög sanngjarnt verð fyrir klúbbinn. Leiknir Reykjavík fékk ekki háa fjárhæð fyrir hann en vonandi eitthvað ef við seljum hann lengra. Annars kaupi ég ekkert í byrjun en leigi svo Andreas Bjelland frá FC Kaupmannahöfn, hann var kominn í kælinn þar. Er uppalinn í Lyngby, 33 ára og geggjaður leikmaður.“ „Það var himnasending fyrir mig, að fá hann. Hann er einn af eigendum klúbbsins, þannig ég er með einn af eigendunum í leikmannahópnum. Svo var ég með annan, Brian Hämäläinen, sem er búinn að vera á bekknum síðustu fimm leiki. Hann er líka í eignarhaldinu, 33 ára gamall. Það er ekkert vesen, hann er svo flottur. Hann sættir sig við hlutverk og gerir það upp á tíu.“ „Það er ýmislegt svona, ég er bara þjálfari liðsins og geri það sem er best fyrir liðið,“ sagði Freyr að endingu um þessa skemmtilegu staðreynd. Hlaðvarpið í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Freyr stýrði Lyngby upp í úrvalsdeildina í fyrstu tilraun en það virðist ekki eiga mikla möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Eftir 13 umferðir er liðið með aðeins fimm stig og á enn eftir að vinna leik. Í gærkvöld, föstudag, tapaði Lyngby 0-2 á heimavelli gegn Álaborg. Það kemur ef til vill ekki á óvart að Lyngby sitji á botninum þar sem liðið er langt á eftir öðrum liðum deildarinnar þegar kemur að fjármagni. Raunar er það þannig að nokkur lið í B-deildinni eru með meira á milli handanna en Freyr og félagar. Ástæðan er sú að fyrir fjórum árum þá fór Lyngby á hausinn. Til að bjarga félaginu þá keyptu fjársterkir aðilar það og settu allskyns fjárhagsreglur svo sagan gæti ekki endurtekið sig. Þar af voru tveir menn sem voru enn að spila fótbolta. Í hlaðvarpinu fer Freyr yfir sitt fyrsta tímabil með félagið þar sem fram kemur að hann hafi eytt litlu sem engu i leikmenn og þá staðreynd að tveir af leikmönnum liðsins hafi verið í leikmannahópi þess. Breiðhyltingarnir í liði Lyngby.Lyngby „Við kaupum Sævar Atla [Magnússon] á mjög sanngjarnt verð fyrir klúbbinn. Leiknir Reykjavík fékk ekki háa fjárhæð fyrir hann en vonandi eitthvað ef við seljum hann lengra. Annars kaupi ég ekkert í byrjun en leigi svo Andreas Bjelland frá FC Kaupmannahöfn, hann var kominn í kælinn þar. Er uppalinn í Lyngby, 33 ára og geggjaður leikmaður.“ „Það var himnasending fyrir mig, að fá hann. Hann er einn af eigendum klúbbsins, þannig ég er með einn af eigendunum í leikmannahópnum. Svo var ég með annan, Brian Hämäläinen, sem er búinn að vera á bekknum síðustu fimm leiki. Hann er líka í eignarhaldinu, 33 ára gamall. Það er ekkert vesen, hann er svo flottur. Hann sættir sig við hlutverk og gerir það upp á tíu.“ „Það er ýmislegt svona, ég er bara þjálfari liðsins og geri það sem er best fyrir liðið,“ sagði Freyr að endingu um þessa skemmtilegu staðreynd. Hlaðvarpið í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira