250 manna flugslysaæfing á Akureyri Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. október 2022 10:24 Bílar stóðu í ljósum logum. Isavia Fjölmargir tóku þátt í flugslysaæfingu Almannavarna og Isavia á Akureyrarflugvelli í gær. Líkt var eftir því að farþegaflugvél hafi bilað og rekist á aðra vél á flugbrautinni. 250 manns tóku þátt í æfingunni sem samanstóð af hinum ýmsu viðbragðsaðilum í nágrenni við Akureyri. Starfsfólk Isavia æfðu viðbúnað á flugvellinum auk Almannavarna, lögreglu og björgunarsveita. Rauði krossinn, Landhelgisgæslan og starfsfólk Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri tóku einnig þátt. Fjölmargir viðbragðsaðilar tóku þátt.Isavia Eins og áður segir var líkt eftir því að farþegaflugvél hafi bilað. Þegar hún kom inn til lendingar var önnur flugvél á flugbrautinni sem hún rakst á. Æfðar voru björgunar- og slökkviaðgerðir og áhersla var lögð á flutning slasaðra, boðunarkerfi, stjórnun á vettvangi og samhæfingu. „Flugslysaæfingar eins og þessi sem haldin var í gær og þær sem við höfum haldið í Reykjavík og á Ísafirði fyrir nokkrum vikum skipta afskaplega miklu til að efla viðbúnað við flugslysum og öðrum alvarlegum slysum sem geta orðið í nærsamfélagi hvers flugvallar,“ segir Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbúnaðar hjá Isavia og æfingastjóri í tilkynningu. Æfingin er sú fjórða og síðasta sem haldin er á þessu ári. Um fimmtíu leikarar léku slasaða farþega og áhöfn á vettvangi: „Það væri ekki hægt að halda æfingarnar með svona góðum hætti ef ekki væri fyrir þann hóp fólks sem er tilbúinn til að gefa af sínum tíma og leika slasað fólk á vettvangi. Þessum hópum eigum við mikið að þakka,“ segir Elva. Slökkvilið að störfum.Isavia Björgunarsveitir Akureyri Akureyrarflugvöllur Almannavarnir Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Sjá meira
250 manns tóku þátt í æfingunni sem samanstóð af hinum ýmsu viðbragðsaðilum í nágrenni við Akureyri. Starfsfólk Isavia æfðu viðbúnað á flugvellinum auk Almannavarna, lögreglu og björgunarsveita. Rauði krossinn, Landhelgisgæslan og starfsfólk Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri tóku einnig þátt. Fjölmargir viðbragðsaðilar tóku þátt.Isavia Eins og áður segir var líkt eftir því að farþegaflugvél hafi bilað. Þegar hún kom inn til lendingar var önnur flugvél á flugbrautinni sem hún rakst á. Æfðar voru björgunar- og slökkviaðgerðir og áhersla var lögð á flutning slasaðra, boðunarkerfi, stjórnun á vettvangi og samhæfingu. „Flugslysaæfingar eins og þessi sem haldin var í gær og þær sem við höfum haldið í Reykjavík og á Ísafirði fyrir nokkrum vikum skipta afskaplega miklu til að efla viðbúnað við flugslysum og öðrum alvarlegum slysum sem geta orðið í nærsamfélagi hvers flugvallar,“ segir Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbúnaðar hjá Isavia og æfingastjóri í tilkynningu. Æfingin er sú fjórða og síðasta sem haldin er á þessu ári. Um fimmtíu leikarar léku slasaða farþega og áhöfn á vettvangi: „Það væri ekki hægt að halda æfingarnar með svona góðum hætti ef ekki væri fyrir þann hóp fólks sem er tilbúinn til að gefa af sínum tíma og leika slasað fólk á vettvangi. Þessum hópum eigum við mikið að þakka,“ segir Elva. Slökkvilið að störfum.Isavia
Björgunarsveitir Akureyri Akureyrarflugvöllur Almannavarnir Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Sjá meira