Elsta klósett Japan er staðsett í Tofukuji-hofinu í Kyoto. Klósettið er frá Muromachi-tímabilinu en samkvæmt grein The Guardian var það notað af munkum í þjálfun.
Starfsmaður samtakanna var að yfirgefa hofið þegar atvikið átti sér stað. Hann hafði bakkað í stæði sitt og ætlað að keyra af stað. Hann gleymdi þó að taka bílinn úr bakkgír og bakkaði því inn í hofið og beint á klósettið. Enginn var inni í hofinu þegar atvikið átti sér stað.
Sérfræðingar hafa sagst geta lagað klósettið en það mun taka rúmlega tvo mánuði.