Mygla fannst undir gervigrasinu í nýju íþróttahúsi Garðbæinga Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2022 13:32 Fjölnota íþróttahöllin Miðgarður var tekin í notkun fyrr á þessu ári. Garðabær Mygla hefur fundist í gúmmíundirlagi undir gervigrasinu í Miðgarði, nýrri knattspyrnuhöll Garðbæinga, sem opnuð var fyrr á árinu. Gert er ráð fyrir að fletta þurfi upp gervigrasinu og skipta um gúmmíundirlag þó að enn liggi ekki fyrir tímasetningar hvað það varðar. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, gerði grein fyrir niðurstöðum úttektar sérfræðinga á húsnæði Miðgarðs á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar í morgun. Þar kom fram að líklegt þyki að sveppurinn hafi borist inn í húsið með leysingarvatni í mars síðastliðinn þegar mikið vatn flæddi inn í höllina. Í fundargerðinni kemur fram að foreldrar og forráðmenn barna og aðrir notendur hafi verið upplýstir um málið, en að enn sé beðið eftir frekari niðurstöðum um umfang vandans. Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar.Vísir/Arnar Almar segir í samtali við fréttastofu að sveitarstjórnin sé að bregðast við í málinu og vilji tryggja öryggi og heilbrigði þeirra sem nýta húsið. „Við teljum okkur vera að gera það með þessum ráðstöfunum. Svo er vinna við verkefni að gera þær umbætur sem þarf í húsinu. Það er það sem við sitjum nú yfir og erum að afla okkur gagna um.“ Hann segir líkur á að fjarlægja þurfi allt gúmmíundirlagið þó að það sé enn ekki komið á hreint. „Við erum að bíða eftir frekari gögnum og ég hugsa að það teljist í fáeinum vikum þar til að við vitum meira. Þá ættum við að geta skýrt betur frá því hvernig aðgerðaplanið verður. Á meðan er þessi áhersla á sótthreinsun og mælingar til að tryggja að allt sé innan þeirra marka sem eru sett. Eins og staðan er í dag þá er staðan í húsinu vel innan þeirra marka sem sett eru um loftgæði,“ segir bæjarstjórinn. Regluleg sótthreinsun Í fundargerðinni segir að samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga verði jarðvegssveppnum haldið niðri með reglulegri sótthreinsun þangað til gúmmíundirlag verður fjarlægt. „Fyrsta sótthreinsun fór fram laugardaginn 15. október. Regluleg sótthreinsun mun fara fram á þeim tíma sem ekki eru æfingar eða kennsla þar sem gervigrasið er og tryggt verður að öll ummerki sótthreinsunar verða horfin áður en notkun hefst á ný eftir hverja hreinsun. Vegna tíðra loftskipta og með reglulegri sótthreinsun á að vera tryggt að heilsu barna, starfsfólks, foreldra auk annarra sem í húsið koma sé ekki ógnað. Reglulega verður fylgst með loftgæðum og ef þau fara yfir viðmiðunarmörk verður allri starfsemi umsvifalaust hætt,“ segir í fundargerðinni. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Almars um málið. Garðabær Íþróttir barna Mygla Stjarnan Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, gerði grein fyrir niðurstöðum úttektar sérfræðinga á húsnæði Miðgarðs á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar í morgun. Þar kom fram að líklegt þyki að sveppurinn hafi borist inn í húsið með leysingarvatni í mars síðastliðinn þegar mikið vatn flæddi inn í höllina. Í fundargerðinni kemur fram að foreldrar og forráðmenn barna og aðrir notendur hafi verið upplýstir um málið, en að enn sé beðið eftir frekari niðurstöðum um umfang vandans. Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar.Vísir/Arnar Almar segir í samtali við fréttastofu að sveitarstjórnin sé að bregðast við í málinu og vilji tryggja öryggi og heilbrigði þeirra sem nýta húsið. „Við teljum okkur vera að gera það með þessum ráðstöfunum. Svo er vinna við verkefni að gera þær umbætur sem þarf í húsinu. Það er það sem við sitjum nú yfir og erum að afla okkur gagna um.“ Hann segir líkur á að fjarlægja þurfi allt gúmmíundirlagið þó að það sé enn ekki komið á hreint. „Við erum að bíða eftir frekari gögnum og ég hugsa að það teljist í fáeinum vikum þar til að við vitum meira. Þá ættum við að geta skýrt betur frá því hvernig aðgerðaplanið verður. Á meðan er þessi áhersla á sótthreinsun og mælingar til að tryggja að allt sé innan þeirra marka sem eru sett. Eins og staðan er í dag þá er staðan í húsinu vel innan þeirra marka sem sett eru um loftgæði,“ segir bæjarstjórinn. Regluleg sótthreinsun Í fundargerðinni segir að samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga verði jarðvegssveppnum haldið niðri með reglulegri sótthreinsun þangað til gúmmíundirlag verður fjarlægt. „Fyrsta sótthreinsun fór fram laugardaginn 15. október. Regluleg sótthreinsun mun fara fram á þeim tíma sem ekki eru æfingar eða kennsla þar sem gervigrasið er og tryggt verður að öll ummerki sótthreinsunar verða horfin áður en notkun hefst á ný eftir hverja hreinsun. Vegna tíðra loftskipta og með reglulegri sótthreinsun á að vera tryggt að heilsu barna, starfsfólks, foreldra auk annarra sem í húsið koma sé ekki ógnað. Reglulega verður fylgst með loftgæðum og ef þau fara yfir viðmiðunarmörk verður allri starfsemi umsvifalaust hætt,“ segir í fundargerðinni. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Almars um málið.
Garðabær Íþróttir barna Mygla Stjarnan Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira