Bjarni: Varnarleikurinn lagði grunninn að sigrinum Andri Már Eggertsson skrifar 19. október 2022 22:31 Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var pollrólegur á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vilhelm Haukar unnu sannfærandi þrettán stiga útisigur á Fjölni 58-71. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með sigur kvöldsins. „Varnarlega vorum við góðar nánast allan leikinn. Við mættum flatar inn í síðari hálfleik en náðum að endurstilla okkur og varnarlega vorum við sterkar fyrir utan það að Fjölnir tók mikið af sóknarfráköstum en við vorum grimmar á boltann sem varð til þess að Fjölnir tapaði 30 boltum sem var grunnurinn að sigrinum,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Eftir jafnan fyrsta leikhluta komust Haukar tíu stigum yfir um miðjan annan leikhluta og litu aldrei um öxl eftir það. „Tinna Guðrún kom með öflugan sprett. Okkur tókst að búa til forskot og við litum aldrei til baka eftir það þar sem okkur tókst að halda dampi fyrir utan þessar fyrstu þrjár mínútur í þriðja leikhluta.“ Bjarni var ánægður með hvernig Haukar svöruðu áhlaupi Fjölnis í upphafi seinni hálfleiks. „Eftir að við tókum leikhlé þá náðum við að endurstilla okkur og við fórum aftur í þá hluti sem við vorum að gera vel. Ég veit ekki hvort við höfum fengið okkur rjómaköku í hálfleik þar sem við vorum flatar og hægar í byrjun seinni hálfleiks.“ Varnarleikur Hauka var frábær um miðjan seinni hálfleik þar sem Fjölni tókst ekki að gera körfu í tæplega sjö mínútur. „Við vorum að tala vel og skipta þegar við vildum og við þvinguðum þær í erfið skot. En á móti gáfum við þeim nokkur tækifæri í sömu sókninni og það fór óþarflega mikil orka í varnarleikinn en ég var mjög sáttur með viljann og vinnusemina,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
„Varnarlega vorum við góðar nánast allan leikinn. Við mættum flatar inn í síðari hálfleik en náðum að endurstilla okkur og varnarlega vorum við sterkar fyrir utan það að Fjölnir tók mikið af sóknarfráköstum en við vorum grimmar á boltann sem varð til þess að Fjölnir tapaði 30 boltum sem var grunnurinn að sigrinum,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Eftir jafnan fyrsta leikhluta komust Haukar tíu stigum yfir um miðjan annan leikhluta og litu aldrei um öxl eftir það. „Tinna Guðrún kom með öflugan sprett. Okkur tókst að búa til forskot og við litum aldrei til baka eftir það þar sem okkur tókst að halda dampi fyrir utan þessar fyrstu þrjár mínútur í þriðja leikhluta.“ Bjarni var ánægður með hvernig Haukar svöruðu áhlaupi Fjölnis í upphafi seinni hálfleiks. „Eftir að við tókum leikhlé þá náðum við að endurstilla okkur og við fórum aftur í þá hluti sem við vorum að gera vel. Ég veit ekki hvort við höfum fengið okkur rjómaköku í hálfleik þar sem við vorum flatar og hægar í byrjun seinni hálfleiks.“ Varnarleikur Hauka var frábær um miðjan seinni hálfleik þar sem Fjölni tókst ekki að gera körfu í tæplega sjö mínútur. „Við vorum að tala vel og skipta þegar við vildum og við þvinguðum þær í erfið skot. En á móti gáfum við þeim nokkur tækifæri í sömu sókninni og það fór óþarflega mikil orka í varnarleikinn en ég var mjög sáttur með viljann og vinnusemina,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik