Halldór fer með rangt mál Róbert Farestveit og Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifa 21. október 2022 16:00 Í aðdraganda kjarasamninga er því iðulega haldið fram að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana. Slíkar fullyrðingar hafa verið settar fram frá fjármálahruni óháð stöðu efnahagslífs, bæði í uppsveiflu og niðursveiflu. Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, sagði þetta ekki vera rétt í pallborðsumræðum eftir kynningu á hagspá Landsbankans. Verkalýðsforystan þekkir hins vegar mætavel að atvinnurekendur töldu lítið eða ekkert svigrúm til staðar árið 2012[1], 2013[2], 2015[3] og 2018[4]. Samtök Atvinnulífsins nota gjarnan þá þumalputtareglu að svigrúm til launahækkana sé 4%, það er 2,5% verðbólgumarkmið að viðbættri forsendu um 1,5% framleiðnivöxt. En hvers vegna hefur þá kaupmáttur vaxið síðasta áratug og verðbólga verið lág? Fyrir þessu eru tvær ástæður. Raunlaun lækkuðu verulega í hruninu Launahlutfall lýsir þeim hluta verðmætasköpunar sem rennur til launafólks í formi launa og tengdra gjalda. Á árunum 2007-2009 varð óðaverðbólga og efnahagshrun til þess að lækka raunlaun, þ.e. kaupmátt launa. Þessu kjósa atvinnurekendur að horfa framhjá. Launahlutfallið féll um 18 prósentustig, m.ö.o. sá hlutur sem fyrirtæki greiddu í laun og tengd gjöld lækkaði og sá hlutur sem rann til eigenda jókst. Síðastliðinn áratug hefur verkalýðshreyfingin verið að vinna upp tapaðan kaupmátt. Með öðrum orðum, þá var svigrúm til launahækkana. Launahlutfall er í dag í takt við langtímameðaltal. Hafa ber þó í huga að hluti af hækkuninni skýrist af auknu umfangi ferðaþjónustunnar í verðmætasköpun, þ.e. mannaflafrekri grein með hátt launahlutfall. Aðsent Framleiðnivöxtur er vanmetinn Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins vísar einnig til þess að laun geti að jafnaði einungis hækkað um 4%, þ.e. verðbólgumarkmið að viðbættri forsendu um 1,5% framleiðnivöxt. Hefði verkalýðshreyfingin fylgt einfaldri þumalputtareglu um 2,5% + framleiðni frá efnahagshruni hefðu laun á Íslandi verið 297 milljörðum lægri á árinu 2021 en raunin varð. Líkt og ASÍ hefur bent á eru útreikningar á framleiðni verulega háðir forsendum, aðferðum, viðmiðunartímabilum og gögnum.[5] Réttast er að horfa á framleiðnivöxt í einkageira og undanskilja áhrif hins opinbera.[6] Sé miðað við einkageirann var framleiðnivöxtur meiri en 1,5% 16 af 24 síðustu árum og að meðaltali 3,3% á ári. Á síðasta ári jókst framleiðni um 4,1%.[7] Einföld þumalputtaregla um 1,5% framleiðnivöxt felur að líkindum í sér vanmat á framleiðnivexti og þar af leiðandi svigrúmi til launahækkana. Í þriðja lagi felur slík einföldun í sér að ekki er horft til áhrifa viðskiptakjara en þróun viðskiptakjara er hluti af svigrúmi til launahækkana. Viðskiptakjör hafa áhrif á getu útflutningsgreina til að standa undir launahækkunum, bæði jákvæð og neikvæð.[8] Aðsent Verkefnið framundan Með því að hrópa úlfur úlfur og lýsa því alltaf yfir að ekkert svigrúm sé til staðar, þó afkoma fyrirtækja fari vaxandi, þó viðskiptakjör fari batnandi og launahlutfall sé stöðugt tala atvinnurekendur upp verðbólgu og verðbólguvæntingar. Það er ábyrgðarhluti að segja rétt frá. Því ber þó að fagna að nýr tónn heyrðist Halldóri í pallborðinu þar sem hann tók undir með verkalýðshreyfingunni og sagði að svigrúm væri til staðar en því þyrfti að ráðstafa rétt. Það er verkefni komandi kjaraviðræðna. Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ Róbert Farestveit, hagfræðingur ASÍ [1] https://www.visir.is/g/20121423392d [2] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/09/25/svigrum_til_launahaekkana_0_5_2_prosent/ [3] https://www.visir.is/g/2015150109474/svigrum-til-launahaekkana-3-til-4-prosent [4] https://www.sa.is/frettatengt/frettir/svigrum-til-launahaekkana-litid [5] Sjá https://www.asi.is/media/317640/greinargerd-thjodhagsrad-laun-og-framleidni-1.pdf [6] Verg landsframleiðsla mælir verðmæti vara og þjónustu sem framleidd er í landinu. Fyrir vörur og þjónustu sem seld er á markaði er meginreglan sú að notast er við markaðsverð. Þegar verðmæti samneyslu er metin er ekki hægt að notast við markaðsverð. Megnið er þjónusta sem hið opinbera fjármagnar og markaðsverð ekki til fyrir samneyslu. Verðmæti samneyslu í þjóðhagsreikningum byggir á kostnaði. Þess vegna eru gögn um framleiðni og launahlutfall ekki jafn upplýsandi fyrir samneyslu og fyrir einkageirann. [7] Sjá https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/almennar-frettir/framleidni-haekkar-umfram-laun/ [8] Viðskiptakjarabati felst í því að verðlag á útflutningi hækkar í hlutfalli við verðlag á innflutningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Efnahagsmál Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kjarasamninga er því iðulega haldið fram að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana. Slíkar fullyrðingar hafa verið settar fram frá fjármálahruni óháð stöðu efnahagslífs, bæði í uppsveiflu og niðursveiflu. Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, sagði þetta ekki vera rétt í pallborðsumræðum eftir kynningu á hagspá Landsbankans. Verkalýðsforystan þekkir hins vegar mætavel að atvinnurekendur töldu lítið eða ekkert svigrúm til staðar árið 2012[1], 2013[2], 2015[3] og 2018[4]. Samtök Atvinnulífsins nota gjarnan þá þumalputtareglu að svigrúm til launahækkana sé 4%, það er 2,5% verðbólgumarkmið að viðbættri forsendu um 1,5% framleiðnivöxt. En hvers vegna hefur þá kaupmáttur vaxið síðasta áratug og verðbólga verið lág? Fyrir þessu eru tvær ástæður. Raunlaun lækkuðu verulega í hruninu Launahlutfall lýsir þeim hluta verðmætasköpunar sem rennur til launafólks í formi launa og tengdra gjalda. Á árunum 2007-2009 varð óðaverðbólga og efnahagshrun til þess að lækka raunlaun, þ.e. kaupmátt launa. Þessu kjósa atvinnurekendur að horfa framhjá. Launahlutfallið féll um 18 prósentustig, m.ö.o. sá hlutur sem fyrirtæki greiddu í laun og tengd gjöld lækkaði og sá hlutur sem rann til eigenda jókst. Síðastliðinn áratug hefur verkalýðshreyfingin verið að vinna upp tapaðan kaupmátt. Með öðrum orðum, þá var svigrúm til launahækkana. Launahlutfall er í dag í takt við langtímameðaltal. Hafa ber þó í huga að hluti af hækkuninni skýrist af auknu umfangi ferðaþjónustunnar í verðmætasköpun, þ.e. mannaflafrekri grein með hátt launahlutfall. Aðsent Framleiðnivöxtur er vanmetinn Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins vísar einnig til þess að laun geti að jafnaði einungis hækkað um 4%, þ.e. verðbólgumarkmið að viðbættri forsendu um 1,5% framleiðnivöxt. Hefði verkalýðshreyfingin fylgt einfaldri þumalputtareglu um 2,5% + framleiðni frá efnahagshruni hefðu laun á Íslandi verið 297 milljörðum lægri á árinu 2021 en raunin varð. Líkt og ASÍ hefur bent á eru útreikningar á framleiðni verulega háðir forsendum, aðferðum, viðmiðunartímabilum og gögnum.[5] Réttast er að horfa á framleiðnivöxt í einkageira og undanskilja áhrif hins opinbera.[6] Sé miðað við einkageirann var framleiðnivöxtur meiri en 1,5% 16 af 24 síðustu árum og að meðaltali 3,3% á ári. Á síðasta ári jókst framleiðni um 4,1%.[7] Einföld þumalputtaregla um 1,5% framleiðnivöxt felur að líkindum í sér vanmat á framleiðnivexti og þar af leiðandi svigrúmi til launahækkana. Í þriðja lagi felur slík einföldun í sér að ekki er horft til áhrifa viðskiptakjara en þróun viðskiptakjara er hluti af svigrúmi til launahækkana. Viðskiptakjör hafa áhrif á getu útflutningsgreina til að standa undir launahækkunum, bæði jákvæð og neikvæð.[8] Aðsent Verkefnið framundan Með því að hrópa úlfur úlfur og lýsa því alltaf yfir að ekkert svigrúm sé til staðar, þó afkoma fyrirtækja fari vaxandi, þó viðskiptakjör fari batnandi og launahlutfall sé stöðugt tala atvinnurekendur upp verðbólgu og verðbólguvæntingar. Það er ábyrgðarhluti að segja rétt frá. Því ber þó að fagna að nýr tónn heyrðist Halldóri í pallborðinu þar sem hann tók undir með verkalýðshreyfingunni og sagði að svigrúm væri til staðar en því þyrfti að ráðstafa rétt. Það er verkefni komandi kjaraviðræðna. Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ Róbert Farestveit, hagfræðingur ASÍ [1] https://www.visir.is/g/20121423392d [2] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/09/25/svigrum_til_launahaekkana_0_5_2_prosent/ [3] https://www.visir.is/g/2015150109474/svigrum-til-launahaekkana-3-til-4-prosent [4] https://www.sa.is/frettatengt/frettir/svigrum-til-launahaekkana-litid [5] Sjá https://www.asi.is/media/317640/greinargerd-thjodhagsrad-laun-og-framleidni-1.pdf [6] Verg landsframleiðsla mælir verðmæti vara og þjónustu sem framleidd er í landinu. Fyrir vörur og þjónustu sem seld er á markaði er meginreglan sú að notast er við markaðsverð. Þegar verðmæti samneyslu er metin er ekki hægt að notast við markaðsverð. Megnið er þjónusta sem hið opinbera fjármagnar og markaðsverð ekki til fyrir samneyslu. Verðmæti samneyslu í þjóðhagsreikningum byggir á kostnaði. Þess vegna eru gögn um framleiðni og launahlutfall ekki jafn upplýsandi fyrir samneyslu og fyrir einkageirann. [7] Sjá https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/almennar-frettir/framleidni-haekkar-umfram-laun/ [8] Viðskiptakjarabati felst í því að verðlag á útflutningi hækkar í hlutfalli við verðlag á innflutningi.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar