Kristján Örn skoraði sex mörk úr átta skotum í eins marks heimasigri AIX á Toulouse en enginn skoraði fleiri mörk en Kristján í leiknum.
Í suður Frakklandi var Grétar Guðjónsson, markvörður Selestat, í heimsókn hjá Saint-Raphaël. Grétar varði fimm af 21 skoti sem hann fékk á sig í níu marka tapi.
AIX er nú með átta stig í 5. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar eftir sex leiki en Selestat er án stiga í 15. og næst neðsta sæti deildarinnar eftir jafn marga leiki.