Einelti hafi tilhneigingu til að fara úr sviðsljósinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2022 12:41 Skólar hafa í gegnum tíðina oftar en ekki verið helsti vettvangur eineltis. Það hefur breyst með tilkomu tækni sem auðveldar rafræn samskipti. Vísir/Vilhelm Samfélagið fylltist skelfingu þegar myndskeið af líkamlegu ofbeldi og einelti í garð 12 ára stúlku fór í dreifingu. Stúlkan, Ísabella Von, og móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir voru hálfráðþrota andspænis eineltinu sem Ísabella hafði sætt í marga mánuði. Þær stigu fram og greindu frá stöðunni. Töluvert hefur verið fjallað um einelti frá því málið kom upp og hvað sé hægt að gera til að sporna við því. Fjallað var um málið í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem að Sigrúrn Garcia Thorarensen formaður fagráðs um eineltismál, Skúli Bragi Geirdal verkefnisstjóri hjá Fjölmiðlanefnd og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands ræddu málin. Það sem var í skólanum að færast úr honum Magnús Þór, sem starfaði árum saman sem skólastjóri, áður en hann tók við formennsku í Kennarasambandinu fór stuttlega yfir hvort að einhver munur væri á einelti í dag og þegar hann hóf störf á sínum tíma. „Mjög margt af því sem er að gerast núna hefur farið inn á vefinn eða aðra hluti sem er erfiðara kannsi að eiga við. Þetta hefur tilhneigingu til að fara úr sviðsljósinu. Þá meina ég það að atvik sem kannski voru að gerast hér áður inn í skólum, færast nú út fyrir skólana,“ sagði Magnús Þór. Kallaði hann eftir umræðu í samfélaginu um hvernig koma mætti í veg fyrir einelti og hvernig ætti að glíma við það. Hlusta má á umræðurnar í þættinum í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Þetta má ekki verða yfirborðskennd umræða sem endar svo með því að við bíðum næsta atviki. Við verðum að horfa á þetta sem samfélagslegan hlut,“ sagði Magnús Þór. Ekki merki um þróun í átt að fjölgun tilfella Sigríður Garcia, sem stýrir fagráði um eineltismál sem ætlað er að taka á eineltismálum sem skólum og skólaskrifstofum hefur ekki tekist að glíma við. Sagði hún að tíu til tólf mál kæmu á borð ráðsins á ári hverju. Ekki hafi verið sérstök þróun í átt að fjölgun tilfella. Sagði hún að margt hafi breyst og að ekki væri lengur horft bara til gerenda eða þolenda eineltis þegar væri verið að glíma við einelti. Úr skólastarfi.Vísir/Vilhelm „Við horfum kannski á þetta í dag að við erum ekki bara að horfa á þolendur og gerendur. Við erum að horfa á skólasamfélagið í heild sinni og við erum að horfa á menninguma sem þrífst innan bekkjarins sem leyfir eineltinu að þrífast. Þetta er ekki eins og þetta var fyrir tíu árum þegar þetta snerist allt um þolendur og gerendur heldur er þetta meira að snúast um menninguna og bekkjarárganginn í heild sinni,“ sagði Sigríður Garcia. Nýja umhverfið Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd, var einnig í þættinum og ræddi hann um samfélagsmiðla, sem í einhverjum tilvikum eru nýttir til eineltis. Sagði fræðslu um hlutverk og mögulega skaðsemi samfélagsmiðla væri ábótavant. Það væri hægt að nýta þá til góðs, en einnig til ills. Líti sem ekkert púður væri hins vegar í forvarnir. „Þetta er nýja umhverfið okkar og við höfum hingað til verið að gera allt of lítið í þessum málum, í forvarnarfræðslu, að fræða börnin. Það skiptir máli hvernig við lesum, greinum og metum upplýsingar á netinu en líka hvernig við sköpum þær. Við höfum kannski ekki verið að leggja neina áherslu á þetta.“ Börn og uppeldi Grunnskólar Framhaldsskólar Sprengisandur Samfélagsmiðlar TikTok Facebook Tækni Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Samfélagið fylltist skelfingu þegar myndskeið af líkamlegu ofbeldi og einelti í garð 12 ára stúlku fór í dreifingu. Stúlkan, Ísabella Von, og móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir voru hálfráðþrota andspænis eineltinu sem Ísabella hafði sætt í marga mánuði. Þær stigu fram og greindu frá stöðunni. Töluvert hefur verið fjallað um einelti frá því málið kom upp og hvað sé hægt að gera til að sporna við því. Fjallað var um málið í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem að Sigrúrn Garcia Thorarensen formaður fagráðs um eineltismál, Skúli Bragi Geirdal verkefnisstjóri hjá Fjölmiðlanefnd og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands ræddu málin. Það sem var í skólanum að færast úr honum Magnús Þór, sem starfaði árum saman sem skólastjóri, áður en hann tók við formennsku í Kennarasambandinu fór stuttlega yfir hvort að einhver munur væri á einelti í dag og þegar hann hóf störf á sínum tíma. „Mjög margt af því sem er að gerast núna hefur farið inn á vefinn eða aðra hluti sem er erfiðara kannsi að eiga við. Þetta hefur tilhneigingu til að fara úr sviðsljósinu. Þá meina ég það að atvik sem kannski voru að gerast hér áður inn í skólum, færast nú út fyrir skólana,“ sagði Magnús Þór. Kallaði hann eftir umræðu í samfélaginu um hvernig koma mætti í veg fyrir einelti og hvernig ætti að glíma við það. Hlusta má á umræðurnar í þættinum í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Þetta má ekki verða yfirborðskennd umræða sem endar svo með því að við bíðum næsta atviki. Við verðum að horfa á þetta sem samfélagslegan hlut,“ sagði Magnús Þór. Ekki merki um þróun í átt að fjölgun tilfella Sigríður Garcia, sem stýrir fagráði um eineltismál sem ætlað er að taka á eineltismálum sem skólum og skólaskrifstofum hefur ekki tekist að glíma við. Sagði hún að tíu til tólf mál kæmu á borð ráðsins á ári hverju. Ekki hafi verið sérstök þróun í átt að fjölgun tilfella. Sagði hún að margt hafi breyst og að ekki væri lengur horft bara til gerenda eða þolenda eineltis þegar væri verið að glíma við einelti. Úr skólastarfi.Vísir/Vilhelm „Við horfum kannski á þetta í dag að við erum ekki bara að horfa á þolendur og gerendur. Við erum að horfa á skólasamfélagið í heild sinni og við erum að horfa á menninguma sem þrífst innan bekkjarins sem leyfir eineltinu að þrífast. Þetta er ekki eins og þetta var fyrir tíu árum þegar þetta snerist allt um þolendur og gerendur heldur er þetta meira að snúast um menninguna og bekkjarárganginn í heild sinni,“ sagði Sigríður Garcia. Nýja umhverfið Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd, var einnig í þættinum og ræddi hann um samfélagsmiðla, sem í einhverjum tilvikum eru nýttir til eineltis. Sagði fræðslu um hlutverk og mögulega skaðsemi samfélagsmiðla væri ábótavant. Það væri hægt að nýta þá til góðs, en einnig til ills. Líti sem ekkert púður væri hins vegar í forvarnir. „Þetta er nýja umhverfið okkar og við höfum hingað til verið að gera allt of lítið í þessum málum, í forvarnarfræðslu, að fræða börnin. Það skiptir máli hvernig við lesum, greinum og metum upplýsingar á netinu en líka hvernig við sköpum þær. Við höfum kannski ekki verið að leggja neina áherslu á þetta.“
Börn og uppeldi Grunnskólar Framhaldsskólar Sprengisandur Samfélagsmiðlar TikTok Facebook Tækni Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira