Rúnar Júl skoraði síðast þegar Ferencváros kom til Íslands Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2022 11:31 Rúnar Júlíusson var ekki bara í vinsælustu hljómsveit landsins um miðjan 7. áratug síðustu aldar, heldur einnig í besta fótboltaliði landsins. Valur mætir Ferencváros í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ungverska liðið kemur til Íslands en síðast þegar það gerðist skoraði einn mesti töffari Íslandssögunnar gegn því. Fara þarf 57 ár aftur í tímann til að finna síðustu heimsókn Ferencváros til Íslands. Það var reyndar í annarri íþrótt. Sunnudaginn 29. ágúst 1965 mættust Keflavík og Ferencváros í Evrópukeppni meistaraliða á Laugardalsvellinum. Lið Ferencváros var ógnarsterkt og með Florián Albert, sem vann Gullboltann 1967, innan sinna raða. Hann kom Ferencváros í 0-4 á 58. mínútu. Níu mínútum síðar minnkaði Rúnar Júlíusson muninn í 1-4. Hann var ekki bara í vinsælustu hljómsveit landsins, Hljómum, og einn svalasti maður skersins heldur einnig mjög svo frambærilegur fótboltamaður. Ungur aðdáandi tekur mynd af Flórian Albert á HM 1966. Ári áður höfðu eflaust einhverjir ungir Íslendingar reynt að ná mynd af honum þegar hann mætti Keflavík ásamt félögum sínum í Ferencváros.getty/PA Images Rúnar lék einnig seinni leik Ferencváros og Keflavíkur í Ungverjalandi. Heimamenn unnu þá 9-1 sigur og skoraði Albert fimm mörk í leiknum. Ferencváros vann því einvígið, 13-2 samanlagt. Liðið komst í átta liða úrslit keppninnar þar sem það tapaði fyrir Inter, 5-1 samanlagt. Vonandi á Valur meiri möguleika gegn Ferencváros í kvöld en Keflavík fyrir 57 árum. Valsmenn eru allavega brattir og ætla að keyra af krafti á ungverska liðið. Það er vissulega ógnarsterkt með þá Máté Lékai og Zsolt Balogh, lykilmenn í ungverska landsliðinu, innan sinna raða. Ferencváros endaði í 4. sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Leikur Vals og Ferencváros hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15. Fótbolti Handbolti Keflavík ÍF Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Fótbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Fara þarf 57 ár aftur í tímann til að finna síðustu heimsókn Ferencváros til Íslands. Það var reyndar í annarri íþrótt. Sunnudaginn 29. ágúst 1965 mættust Keflavík og Ferencváros í Evrópukeppni meistaraliða á Laugardalsvellinum. Lið Ferencváros var ógnarsterkt og með Florián Albert, sem vann Gullboltann 1967, innan sinna raða. Hann kom Ferencváros í 0-4 á 58. mínútu. Níu mínútum síðar minnkaði Rúnar Júlíusson muninn í 1-4. Hann var ekki bara í vinsælustu hljómsveit landsins, Hljómum, og einn svalasti maður skersins heldur einnig mjög svo frambærilegur fótboltamaður. Ungur aðdáandi tekur mynd af Flórian Albert á HM 1966. Ári áður höfðu eflaust einhverjir ungir Íslendingar reynt að ná mynd af honum þegar hann mætti Keflavík ásamt félögum sínum í Ferencváros.getty/PA Images Rúnar lék einnig seinni leik Ferencváros og Keflavíkur í Ungverjalandi. Heimamenn unnu þá 9-1 sigur og skoraði Albert fimm mörk í leiknum. Ferencváros vann því einvígið, 13-2 samanlagt. Liðið komst í átta liða úrslit keppninnar þar sem það tapaði fyrir Inter, 5-1 samanlagt. Vonandi á Valur meiri möguleika gegn Ferencváros í kvöld en Keflavík fyrir 57 árum. Valsmenn eru allavega brattir og ætla að keyra af krafti á ungverska liðið. Það er vissulega ógnarsterkt með þá Máté Lékai og Zsolt Balogh, lykilmenn í ungverska landsliðinu, innan sinna raða. Ferencváros endaði í 4. sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Leikur Vals og Ferencváros hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15.
Fótbolti Handbolti Keflavík ÍF Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Fótbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira