Dómstóll í Hamborg sektaði 62 ára gamla manninn í dag. Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi límt hvítt A4 blað með bókstafnum Z, í bláum lit, á afturrúðu bíls síns.
Með því taldi saksóknari manninn hafa haft í hyggju að lýsa yfir stuðningi við innrás Rússa. Deutsche Welle.
Í upphafi innrásarinnar var bókstafurinn Z áberandi á rússneskum skriðdrekum og brynvörðum bílum. Rússar hafa notað bókstafinn til marks um stuðning við innrásina; til að mynda sem merki á fötum eða á auglýsingaskiltum í landinu.
Dómstóllinn taldi athæfi mannsins refsivert enda brjóti stríð Rússa gegn alþjóðalögum. Samkvæmt landslögum sé bannað að styðja opinberlega athæfi sem talin eru refsiverð og raskað gætu almannafriði.