Súrrealískt fyrir Snorra að eiga tónlistina í nýrri Netflix kvikmynd Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. október 2022 13:32 Íslenski tónlistarmaðurinn Snorri Hallgrímsson samdi nýverið tónlistina við spænsku spennumyndina Jaula sem kom út á. Patrik Ontkovic „Það var mjög frelsandi að vera fyrsta val fyrir þessa mynd,“ segir Snorri Hallgrímsson sem samdi tónlistina fyrir nýja Netflix kvikmynd sem kom út fyrr í vikunni. „Þetta er spænsk spennumynd sem heitir Jaula sem á íslensku myndi þýðast sem Búr — en enski titillinn er The Chalk Line,“ segir Snorri í samtali við Lífið. Titillinn vísar í söguþráð myndarinnar þar sem ung stelpa getur ekki hugsað sér að stíga út fyrir krítarlínur sem teiknaðar eru í kringum hana, af ótta við eitthvað dularfullt. „Þetta var algjört draumaverkefni því leikstjórinn Ignacio Tatay hafði einfaldlega hlustað á sólóplötur mínar og hafði persónulega samband við mig til að semja tónlist fyrir myndina. Ég hef oft gert verkefni þar sem ég vissi að annað tónskáld hafði sagt nei við því fyrst, og það getur verið mjög hamlandi því þá óhjákvæmilega reynir maður undirmeðvitað að hljóma eins og sú manneskja. Svo það var mjög frelsandi að vera fyrsta val fyrir þessa mynd, og gaf mér mikið sjálfstraust til að fara aðrar leiðir en ég hafði gert áður.“ Jaula er komin á Netflix. Myndin fjallar um dularfulla unga stúlku, sem seint um kvöld finnst yfirgefin á miðjum vegi í spænsku úthverfi. Þegar parið Paula og Simon taka stúlkuna að sér fara skuggalegir atburðirað gerast innan veggja heimilis þeirra.Netflix Í aðalhlutverki er spænska stórleikkonan Elena Anaya, sem er einkum þekkt fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum The Skin I Live In og Wonder Woman. Þá er hún Íslendingum kunn úr leiksýningu Vesturports, Kommúnan, sem frumsýnd var á Íslandi árið 2008. „Ignacio leikstjóri var frábær að vinna með því hann hafði svo skýra sýn yfir það sem hann vildi: áður en myndin var tekin upp sendi hann mér lagalista með tónlist sem hann hafði hlustað á þegar hann skrifaði handritið. Rauði þráðurinn þar voru „óþægilegar“ strengjatextúrur — mikið til úr 20. aldar klassískri tónlist eins og Penderecki eða Ligeti, eða úr tilraunakenndari tónsporum eins og Under the Skin eftir Mica Levi. Vandamálið var hins vegar að ég hafði ekki fjármuni til að taka upp stóra strengjasveit, og er ekki bog-strengjaleikari sjálfur.“ Ignacio og Snorri á frumsýningu í Madrid Snorri hafði því samband við Karl James Pestka, fiðlu- og víóluleikara, sem hann hefur unnið með margoft áður. „Við hittumst tvisvar í kjallarastúdíói hans á Hofsvallagötunni og þar tókum við upp öll möguleg hljóð sem okkur datt í hug að væri hægt að gera á víólu. Karl spilaði til dæmis á víóluna með greiðu og kattahanska, en kattahanskahljóðin eru mjög áberandi í myndinni,“ segir Snorri um þeirra samstarf. Spilað með kattahanski „Ég samplaði svo þessar upptökur og gat því búið mér til eigið hljóðfæri úr þeim sem ég gat spilað sjálfur á hljómborðinu mínu. Þannig gat ég blandað saman mismunandi hljóðum og textúrum, hægt á eða hraðað, flutt upp eða niður í tónhæð, og staðsett hvert hljóð þannig að á köflum hljómar tónlistin eins og að margra manna strengjasveit sé að spila — þó það hafi ekki endilega verið markmiðið.“ Auk Snorra og Karls komu að gerð tónlistarinnar þau Þorsteinn Eyfjörð, sem annaðist hljóðhönnun, sellóleikarinn Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, Albert Finnbogason sem hljóðblandaði, og Martyn Heyne sem tónjafnaði. Þorsteinn tók upp alls konar umhverfishljóð sem hann breytti með hjálp hljóðgervla. „Það er auðvitað mjög skemmtileg viðurkenning og frekar súrrealískt bara,“ svarar Snorri aðspurður hvernig tilfinning það sé að eiga tónlist í mynd á Netflix streymisveitunni. Tónlistina við Jaula vann Snorri í nánu samstarfi við fiðlu- og víóluleikarann Karl James Pestka.Patrik Ontkovic „Ég veit ekki hvort ég leggi í að horfa á myndina í sófanum heima, en ég fór á frumsýningu fyrir aðstandendur myndarinnar í kvikmyndahúsi í Madrid og fékk því meiri bíóupplifun. Það er mjög mikið af tónlist í myndinni, og hún er mjög hávær og áberandi — svo það var bæði mjög skemmtilegt en mjög stressandi á sama tíma. Besta tilfinningin var svo að fá hrós frá leikurum myndarinnar eftir á, sérstaklega frá Elenu Anaya sem er ein uppáhalds leikkonan mín.“ Tónspor Jaula verður gefið út af útgáfufyrirtækinu INNI þann 4. nóvember nk. á öllum helstu streymisveitum, en fyrsta smáskífa þeirrar plötu, The Void, kemur út föstudaginn 28. október. Jaula er önnur myndin í fullri lengd þar sem Snorri er aðaltónskáldið. „Sú fyrsta var bandaríska heimildamyndin Chasing the Present (2019) en fram að því hafði ég skrifað tónlist við margar stuttmyndir. Ég skrifaði einnig hluta tónlistarinnar fyrir heimildamyndina Out Of Thin Air um Guðmundar- og Geirfinnsmálin, en Ólafur Arnalds skrifaði megnið af því tónspori.“ Hann er með mörg önnur járn í eldinum en er mjög leyndardómsfullur þegar hann er spurð um verkefnin fram undan. „Á næsta ári kemur út ísraelsk heimildamynd sem ég samdi tónlist við að nafni Innocence, en Sagafilm og RÚV eru meðframleiðendur að henni. Hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum núna í september, og hefur fengið frábæra dóma. Þetta er áhrifamikil mynd eftir leikstjórann Guy Davidi, sem áður hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir mynd sína 5 Broken Cameras. Innocence fjallar um hvernig það er að alast upp í herríki eins og Ísrael, og er sagan sögð með augum ungs fólks sem vildi berjast gegn rótgrónum hugmyndum Ísraels um herskyldu, en líkt og aðrir Ísraelar áttu engra annarra kosta völ en að ganga í herinn — þar sem þau létu öll lífið fyrir eigin hendi.“ Snorri Hallgrímsson.Chama Chereau Snorri hefur í raun aldrei gert neitt annað en að vinna við tónlist að eigin sögn. „Ég ólst upp í tónlist, byrjaði að læra á gítar þegar ég var sex ára og svo seinna á píanó. Lærði svo tónsmíðar í LHÍ og kvikmyndatónsmíðar í Berklee College Of Music, áður en ég vann lengi á bak við tjöldin hjá Ólafi Arnalds og fleira góðu fólki við útsetningar, framleiðslu, upptökur, nótnaskrift og allt annað mögulegt. Það var frábær skóli og ég mun seint þreytast á að þakka Óla fyrir allt.“ Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2018 og hefur síðan þá að mestu leyti unnið við eigin verkefni. „Ég er nýkominn frá Montreal þar sem ég var með tónleika á FIKAS-hátíðinni. Næst ætla ég að ganga frá tónsporinu við Innocence og gera útgáfuhæft, en það mun koma út á næsta ári ásamt nýrri sólóplötu sem ég er einnig að vinna í um þessar mundir. Svo er ýmislegt spennandi í pokahorninu sem ég get því miður ekki talað um strax.“ Tónlist Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Þetta er spænsk spennumynd sem heitir Jaula sem á íslensku myndi þýðast sem Búr — en enski titillinn er The Chalk Line,“ segir Snorri í samtali við Lífið. Titillinn vísar í söguþráð myndarinnar þar sem ung stelpa getur ekki hugsað sér að stíga út fyrir krítarlínur sem teiknaðar eru í kringum hana, af ótta við eitthvað dularfullt. „Þetta var algjört draumaverkefni því leikstjórinn Ignacio Tatay hafði einfaldlega hlustað á sólóplötur mínar og hafði persónulega samband við mig til að semja tónlist fyrir myndina. Ég hef oft gert verkefni þar sem ég vissi að annað tónskáld hafði sagt nei við því fyrst, og það getur verið mjög hamlandi því þá óhjákvæmilega reynir maður undirmeðvitað að hljóma eins og sú manneskja. Svo það var mjög frelsandi að vera fyrsta val fyrir þessa mynd, og gaf mér mikið sjálfstraust til að fara aðrar leiðir en ég hafði gert áður.“ Jaula er komin á Netflix. Myndin fjallar um dularfulla unga stúlku, sem seint um kvöld finnst yfirgefin á miðjum vegi í spænsku úthverfi. Þegar parið Paula og Simon taka stúlkuna að sér fara skuggalegir atburðirað gerast innan veggja heimilis þeirra.Netflix Í aðalhlutverki er spænska stórleikkonan Elena Anaya, sem er einkum þekkt fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum The Skin I Live In og Wonder Woman. Þá er hún Íslendingum kunn úr leiksýningu Vesturports, Kommúnan, sem frumsýnd var á Íslandi árið 2008. „Ignacio leikstjóri var frábær að vinna með því hann hafði svo skýra sýn yfir það sem hann vildi: áður en myndin var tekin upp sendi hann mér lagalista með tónlist sem hann hafði hlustað á þegar hann skrifaði handritið. Rauði þráðurinn þar voru „óþægilegar“ strengjatextúrur — mikið til úr 20. aldar klassískri tónlist eins og Penderecki eða Ligeti, eða úr tilraunakenndari tónsporum eins og Under the Skin eftir Mica Levi. Vandamálið var hins vegar að ég hafði ekki fjármuni til að taka upp stóra strengjasveit, og er ekki bog-strengjaleikari sjálfur.“ Ignacio og Snorri á frumsýningu í Madrid Snorri hafði því samband við Karl James Pestka, fiðlu- og víóluleikara, sem hann hefur unnið með margoft áður. „Við hittumst tvisvar í kjallarastúdíói hans á Hofsvallagötunni og þar tókum við upp öll möguleg hljóð sem okkur datt í hug að væri hægt að gera á víólu. Karl spilaði til dæmis á víóluna með greiðu og kattahanska, en kattahanskahljóðin eru mjög áberandi í myndinni,“ segir Snorri um þeirra samstarf. Spilað með kattahanski „Ég samplaði svo þessar upptökur og gat því búið mér til eigið hljóðfæri úr þeim sem ég gat spilað sjálfur á hljómborðinu mínu. Þannig gat ég blandað saman mismunandi hljóðum og textúrum, hægt á eða hraðað, flutt upp eða niður í tónhæð, og staðsett hvert hljóð þannig að á köflum hljómar tónlistin eins og að margra manna strengjasveit sé að spila — þó það hafi ekki endilega verið markmiðið.“ Auk Snorra og Karls komu að gerð tónlistarinnar þau Þorsteinn Eyfjörð, sem annaðist hljóðhönnun, sellóleikarinn Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, Albert Finnbogason sem hljóðblandaði, og Martyn Heyne sem tónjafnaði. Þorsteinn tók upp alls konar umhverfishljóð sem hann breytti með hjálp hljóðgervla. „Það er auðvitað mjög skemmtileg viðurkenning og frekar súrrealískt bara,“ svarar Snorri aðspurður hvernig tilfinning það sé að eiga tónlist í mynd á Netflix streymisveitunni. Tónlistina við Jaula vann Snorri í nánu samstarfi við fiðlu- og víóluleikarann Karl James Pestka.Patrik Ontkovic „Ég veit ekki hvort ég leggi í að horfa á myndina í sófanum heima, en ég fór á frumsýningu fyrir aðstandendur myndarinnar í kvikmyndahúsi í Madrid og fékk því meiri bíóupplifun. Það er mjög mikið af tónlist í myndinni, og hún er mjög hávær og áberandi — svo það var bæði mjög skemmtilegt en mjög stressandi á sama tíma. Besta tilfinningin var svo að fá hrós frá leikurum myndarinnar eftir á, sérstaklega frá Elenu Anaya sem er ein uppáhalds leikkonan mín.“ Tónspor Jaula verður gefið út af útgáfufyrirtækinu INNI þann 4. nóvember nk. á öllum helstu streymisveitum, en fyrsta smáskífa þeirrar plötu, The Void, kemur út föstudaginn 28. október. Jaula er önnur myndin í fullri lengd þar sem Snorri er aðaltónskáldið. „Sú fyrsta var bandaríska heimildamyndin Chasing the Present (2019) en fram að því hafði ég skrifað tónlist við margar stuttmyndir. Ég skrifaði einnig hluta tónlistarinnar fyrir heimildamyndina Out Of Thin Air um Guðmundar- og Geirfinnsmálin, en Ólafur Arnalds skrifaði megnið af því tónspori.“ Hann er með mörg önnur járn í eldinum en er mjög leyndardómsfullur þegar hann er spurð um verkefnin fram undan. „Á næsta ári kemur út ísraelsk heimildamynd sem ég samdi tónlist við að nafni Innocence, en Sagafilm og RÚV eru meðframleiðendur að henni. Hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum núna í september, og hefur fengið frábæra dóma. Þetta er áhrifamikil mynd eftir leikstjórann Guy Davidi, sem áður hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir mynd sína 5 Broken Cameras. Innocence fjallar um hvernig það er að alast upp í herríki eins og Ísrael, og er sagan sögð með augum ungs fólks sem vildi berjast gegn rótgrónum hugmyndum Ísraels um herskyldu, en líkt og aðrir Ísraelar áttu engra annarra kosta völ en að ganga í herinn — þar sem þau létu öll lífið fyrir eigin hendi.“ Snorri Hallgrímsson.Chama Chereau Snorri hefur í raun aldrei gert neitt annað en að vinna við tónlist að eigin sögn. „Ég ólst upp í tónlist, byrjaði að læra á gítar þegar ég var sex ára og svo seinna á píanó. Lærði svo tónsmíðar í LHÍ og kvikmyndatónsmíðar í Berklee College Of Music, áður en ég vann lengi á bak við tjöldin hjá Ólafi Arnalds og fleira góðu fólki við útsetningar, framleiðslu, upptökur, nótnaskrift og allt annað mögulegt. Það var frábær skóli og ég mun seint þreytast á að þakka Óla fyrir allt.“ Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2018 og hefur síðan þá að mestu leyti unnið við eigin verkefni. „Ég er nýkominn frá Montreal þar sem ég var með tónleika á FIKAS-hátíðinni. Næst ætla ég að ganga frá tónsporinu við Innocence og gera útgáfuhæft, en það mun koma út á næsta ári ásamt nýrri sólóplötu sem ég er einnig að vinna í um þessar mundir. Svo er ýmislegt spennandi í pokahorninu sem ég get því miður ekki talað um strax.“
Tónlist Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira