„Með því stærra sem við höfum séð síðustu ár“ Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 08:00 Valsarar fögnuðu fræknum sigri gegn Ferencváros í fyrrakvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta er býsna stórt,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um afrek Valsmanna í frumraun sinni í Evrópudeildinni í fyrrakvöld. Hann segir næstu andstæðinga betur meðvitaða um getu og leikaðferð Vals. Valsmenn unnu 43-39 sigur gegn Ferencváros frá Ungverjalandi en lögðu grunninn að sigrinum með mögnuðum fyrri hálfleik sem endaði 22-15. „Þetta er alla vega með því stærra sem við höfum séð síðustu ár. Íslenskt lið hefur ekki verið með í þessum stóru keppnum en núna fengu Valsararnir tækifæri til að vera með beint í riðlakeppninni, og taka þennan fyrsta leik svona,“ segir Ásgeir um þennan fyrsta leik af tíu hjá Val í riðlakeppninni. Gestirnir frá Ungverjalandi virtust á stórum köflum ekki hafa nein svör við ógnarhröðum leik Valsmanna: „Maður hefur sjaldan séð aðra eins yfirkeyrslu, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það var alveg augljóst að Valsararnir voru búnir að vinna sína heimavinnu mikið betur en ungverska liðið. Það er ekkert nýtt að spila hratt. Það er ekkert nýtt að hlaupa mikið. En að ná að hlaupa svona mikið og halda mistökunum í lágmarki, það er eitthvað sem við höfum ekki séð neitt lið gera jafnvel og þeir eru að gera í dag,“ segir Ásgeir. Næsti leikur Vals í keppninni er gegn Benidorm á Spáni á þriðjudaginn og liðið tekur svo á móti sterku liði Flensburg þriðjudaginn 22. nóvember. Ásgeir segir að búast megi við betur undirbúnum andstæðingum í þessum leikjum: „Þeir [Valsarar] koma ekki mjög oft á óvart í röð. Það eru allir að skoða alla og þau lið sem þeir koma til með að spila við átta sig á því hvað planið er. Við sáum teikn á lofti í seinni hálfleiknum um það hvernig Ungverjarnir reyndu að hægja á þessu, og bregðast við þessum hröðu upphlaupum. En það er hægt að tala rosalega mikið um hraða á æfingum og í undirbúningi, en svo er þetta ákveðinn veggur þegar þú mætir í leik. Það er það sem ég held að hafi gerst [í fyrrakvöld]. Það var mögulega búið að segja þeim þetta en þegar þú ert kominn á parketið, í fullum gangi, þá er þetta sennilega meira en þú býst við,“ segir Ásgeir. Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Valsmenn unnu 43-39 sigur gegn Ferencváros frá Ungverjalandi en lögðu grunninn að sigrinum með mögnuðum fyrri hálfleik sem endaði 22-15. „Þetta er alla vega með því stærra sem við höfum séð síðustu ár. Íslenskt lið hefur ekki verið með í þessum stóru keppnum en núna fengu Valsararnir tækifæri til að vera með beint í riðlakeppninni, og taka þennan fyrsta leik svona,“ segir Ásgeir um þennan fyrsta leik af tíu hjá Val í riðlakeppninni. Gestirnir frá Ungverjalandi virtust á stórum köflum ekki hafa nein svör við ógnarhröðum leik Valsmanna: „Maður hefur sjaldan séð aðra eins yfirkeyrslu, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það var alveg augljóst að Valsararnir voru búnir að vinna sína heimavinnu mikið betur en ungverska liðið. Það er ekkert nýtt að spila hratt. Það er ekkert nýtt að hlaupa mikið. En að ná að hlaupa svona mikið og halda mistökunum í lágmarki, það er eitthvað sem við höfum ekki séð neitt lið gera jafnvel og þeir eru að gera í dag,“ segir Ásgeir. Næsti leikur Vals í keppninni er gegn Benidorm á Spáni á þriðjudaginn og liðið tekur svo á móti sterku liði Flensburg þriðjudaginn 22. nóvember. Ásgeir segir að búast megi við betur undirbúnum andstæðingum í þessum leikjum: „Þeir [Valsarar] koma ekki mjög oft á óvart í röð. Það eru allir að skoða alla og þau lið sem þeir koma til með að spila við átta sig á því hvað planið er. Við sáum teikn á lofti í seinni hálfleiknum um það hvernig Ungverjarnir reyndu að hægja á þessu, og bregðast við þessum hröðu upphlaupum. En það er hægt að tala rosalega mikið um hraða á æfingum og í undirbúningi, en svo er þetta ákveðinn veggur þegar þú mætir í leik. Það er það sem ég held að hafi gerst [í fyrrakvöld]. Það var mögulega búið að segja þeim þetta en þegar þú ert kominn á parketið, í fullum gangi, þá er þetta sennilega meira en þú býst við,“ segir Ásgeir.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira