Menn kvarta ekki hjá Bílaleigu Akureyrar því sumarið var það allra besta í sögu fyrirtækisins og nú á fyrirtækið yfir sjö þúsund bílaleigubíla.
Bílaleigubílarnir eru af öllum stærðum og gerðum og tegundaúrvalið er líka fjölbreytt. Höfuðstöðvar bílaleigunnar eru á Akureyri en það eru útibú á tæplega tuttugu stöðum víðsvegar um landið, þau stærstu í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli.
„Sumarið var mjög gott, þetta var bara met sumar og við fórum yfir sjö þúsund bíla og mikil eftirspurn. Það var svo, sem handleggur að ná bílum en það gekk að lokum,“ segir Steingrímur Birgisson. forstjóri Bílaleigu Akureyrar.
Hvaða fólk er helst að leigja bíla af ykkur?
„Stærsti markaðurinn er í ferðamönnum frá Bandaríkjunum og mið Evrópa, Þýskaland, Sviss og Frakkland og svo eru við mjög sterk á heimamarkaðnum með öll þessi útibú hringinn í kringum landið.“
Steingrímur segir að númer eitt, tvö og þrjú sé að vera með trausta og örugga bíla og að þjónustan sé alltaf í topp standi við viðskiptavini.
„Við erum búin að kaupa yfir tvö þúsund nýja bíla á þessu ári , endurnýja flotann, það minnkaði aðeins endurnýjunin þarna í Covidinu en það þurfti að slá í klárinn bæði í fyrra og í ár, þannig að við erum búin að endurnýja flotann nánast algjörlega,“ segir Steingrímur.

Rafmagnsbílum fjölgar og fjölgar hjá bílaleigunni.
„Já, við erum alveg að detta í það að fara að kaupa rafmagnsbíl númer 500 hjá okkur. Við eigum 460 rafbíla og ég held að 27 til 28 prósent af flotanum er orðinn umhverfisvænn hjá okkur.“
Það styttist óðum í 50 ára afmæli Bílaleigu Akureyrar ogÞá segir Steingrímur að blásið verði í herlúðra með fjölbreyttum uppákomum.
En er forstjórinn á bílaleigubíl?
„Annar slagið já, það kemur fyrir en ég á reyndar minn bíl en það kemur fyrir að ég er á bílaleigubíl,“ segir Steingrímur skellihlægjandi.