Það fór ekki fram hjá mörgum í gær þegar Guðlaugur Þór tilkynnti framboð sitt gegn Bjarna, sitjandi formanni Sjálfsstæðisflokksins.
Það fór allavega ekki fram hjá stjórnendum veðmálasíðunnar Coolbet, sem gaf í dag út stuðla fyrir kjörið.
„Mun Bjarni Ben halda áfram sem formaður Sjálfstæðisflokksins eða tekst Guðlaugi Þór fella kónginn úr stólnum?“ spyr Coolbet Ísland á Twitter.
Mun Bjarni Ben halda áfram sem formaður Sjálfstæðisflokksins eða tekst Guðlaugi Þór fella kónginn úr stólnum?
— Coolbet Ísland (@CoolbetIsland) October 31, 2022
Við svöruðum kallinu og stuðlarnir eru klárir. Við teljum Bjarna líklegri til þess að sigra einvígið en okkar gisk er jafn gott og ykkar https://t.co/fJoLhVTbdR pic.twitter.com/caUKsKep91
Á vef Coolbet kemur fram að stuðullinn á það að Bjarni fari með sigur af hólmi sé 1,60 en 2,20 á að Guðlaugur Þór vinni.