Undirtegundir
Á eftir Duster var Sportage frá Kia annar vinsælasti bíllinn með 65 nýskráningar og Land Cruiser 150 frá Toyota með 55 eintök nýskráð.
Orkugjafar
Rafmagn var vinsælasti orkugjafinn í október með 436 nýskráningar og af hreinum rafbílum var MGZS EV vinsælastur með 44 nýskráningar og Polestar 2 með 40.
Dísel var næst vinsælasti orkugjafinn með 363 nýskráningar. Allir Dacia Duster sem voru skráðar í október sem og allir Land Cruiser 150 voru dísel bílar.
Heildarskráning
Alls voru 1473 bifreiðar nýskráðar í október. Hingað til hafa verið 23.500 nýskráningar. Í september voru nýskráningar 1928. Hins vegar voru 1020 ökutæki nýskráð í október í fyrra, aukningin á milli ára eru því 44,4%.