„Maður er viðkvæmari fyrir þessu en mörgu öðru“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. nóvember 2022 10:57 Ragnar Jónasson, rithöfundur, fetar ótroðnar slóðir og vill alls ekki staðna í skrifum sínum. Þess vegna segir hann að það hafi ekki verið erfið ákvörðun að setjast niður með forsætisráðherra til að leggja drög að skáldsögu. Vísir/Einar Árnason Út er komin glæpasagan Reykjavík eftir þau Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Það er alvanalegt að stjórnmálamenn sendi frá sér ævisögur um tíma sinn í pólitíkinni en fáheyrt að þeir sendi frá sér skáldsögur og það á meðan þeir sitja í embætti. Ísland í dag heimsótti Ragnar og Katrínu á heimili Ragnars og við fengum að kynnast nýrri hlið á þjóðarleiðtoganum og forvitnuðumst um þetta spennandi en óvanalega samstarf. Fyrsta spurningin blasir við, hvernig var að vinna með uppteknustu konu landsins? „Það er náttúrulega ekki auðvelt svona praktíst séð enda er þetta búið að taka dálítinn tíma. Skrifin sjálf; að setjast niður og hugsa um söguna, búa hana til, það var allt mjög skemmtilegt en mesta vinnan var eiginlega fólgin í því að finna tíma til að setjast niður í hádegismat eða kaffi og það liðu oft margar vikur á milli þess að við værum bæði á Íslandi og að hún hefði lausan tíma,“ segir Ragnar. Ragnar segir að það hafi oft reynst flókið að skrifa bókina með forsætisráðherra því dagskrá Katrín er með eindæmum þétt. Vísir/Einar Árnason Dagskrá Katrínar er með eindæmum þétt og það er í sjálfu sér ráðgáta hvernig hún fór að því að skrifa heila skáldsögu og það í embætti forsætisráðherra. Katrín svaraði því til að „leyniformúlan“ væri að eiga sér ekki neitt voðalega mörg áhugamál fyrir utan bækur. „Ég er nú ekki mikið að sinna neinum öðrum áhugamálum en að vera í vinnunni og hef alltaf lesið mikið og að einhverju leyti koma skrifin inn í staðinn fyrir það. En svo auðvitað geri ég ekkert lítið úr því að á tímum heimsfaraldurs þá var lífið, allavega í mínu lífi, bara vinnan en allt það sem maður gerir venjulega eins og að fara á tónleika eða fara í partý, það var náttúrulega ekkert lengur til, þannig að allt í einu átti maður smá tíma til að nýta í þetta verkefni og það skal viðurkennt að ég horfi ekki mikið á sjónvarp og er mikill lestrarhestur og ég las nú minna á meðan á þessu stóð. Ég færði bara svolítið fókusinn yfir á að skrifa í staðinn fyrir að lesa,“ svarar Katrín en Ragnar skýtur inn í að honum finnist gaman að segja frá því að Katrín hafi skrifað sinn hluta á fundum hjá Boris Johnson, Macron og í Hvíta húsinu. „Já, það hljómar allt mjög spennandi,“ segir Katrín og skellir upp úr. Hér að ofan er hægt að horfa á þáttinn í heild. Áður en Reykjavík kom út hafði Ragnar skrifað og gefið út þrettán skáldsögur og á stóran lesendahóp úti í heimi, sérstaklega í Frakklandi og Þýskalandi. Ragnar segist aldrei vilja staðna og því hafi það ekki reynst erfitt að hleypa einhverjum öðrum inn í sköpunarferlið. „Það er alveg einmanalegt að sitja og skrifa bækur einn. Mér finnst mjög gaman að hitta aðra rithöfunda og aðra listamenn og spjalla um það sem fólk er að gera þannig að það var ekkert mjög stórt skref að setjast niður með forsætisráðherra og teikna upp bók.“ Aðhyllast ekki sömu pólitísku skoðanir En nú er ég forvitin og spyr, því Katrín er forsætisráðherra; hefur þú kosið Katrínu? „Þetta er frábær spurning. Verð ég að svara þessu?“ spurði Ragnar og það var ekki laust við að hann roðnaði örlítið. Já, þetta er púkaleg spurning. En deiliði þessari pólitísku sýn? „Nei, ég hef ekki kosið hana og hún veit það alveg en það hefur ekki stoppað okkar vinskap.“ Nei, þau Katrín og Ragnar deila ekki pólitískri sýn en það sem þau eiga sameiginlegt er djúpstæð ást á breska glæpasagnahöfundinum Agöthu Christie enda er bókin tileinkuð henni og Reykjavík er skrifuð mjög í hennar anda. Katrín kallar Agöthu „sameiningaraflið.“ Þau Ragnar og Katrín ólust bæði upp við að lesa glæpasögur Agöthu Christie. Ragnar hefur sjálfur þýtt bækur hennar.Vísir/Getty „Við ólumst bæði upp við að lesa hana í sitt hvoru lagi,“ segir Ragnar sem hefur meira að segja þýtt bækur Agöthu. „Við erum einmitt hérna í stofunni hjá mér með kistil sem hún átti þannig að það er „inspirasjón“ frá Agöthu Christie alls staðar í húsinu en já, þetta er smá í hennar anda en auðvitað er þetta með okkar lagi.“ Ragnar Jónasson er mikill aðdáandi Agöthu Christie. Á stofugólfinu stendur kistill sem eitt sinn var í eigu Agöthu.Vísir/Einar Árnason Katrín er, sem kunnugt er, mikil áhugakona um glæpasögur, hefur skrifað lokaritgerðir um þær og kennt um slíkar bókmenntir. „Við erum bæði búin að lesa alls kyns glæpasögur í gegnum tíðina sem áhugafólk um þetta bókmenntaform og því meira sem þú lest og þekkir þetta því fleiri reglur geturðu brotið líka. Þetta er bara eins og í myndlist eða bara hvaða list sem er, þú þarft svolítið að læra á það sem þú ætlar að gera. Þú vilt ekki „kópera það heldur búa til eitthvað tvist á það,“ útskýrir Ragnar. „Það er auðvitað svona ögrunin við að skrifa glæpasögu því þetta eru stundum kallaðar formúlubókmenntir en bestu glæpasögurnar eru þær sem teygja formúluna, sprengja eitthvað upp, gera eitthvað aðeins öðruvísi,“ segir Katrín. „Ég held að þetta sé skrifað af mikilli virðingu fyrir og ást á glæpasögum, þessi saga, og vonandi skín það í gegnum textann,“ segir Ragnar og Katrín kinkar kolli. „Já, þetta er svona óður til glæpasögunnar.“ Reykjavík segir frá hvarfi ungrar stúlku að nafni Lára Marteinsdóttir en hún sást síðast í Viðey, þar sem hún var í vist, í ágúst árið 1956. Málið liggur eins og mara á íslensku þjóðinni áratugum saman en hreyfing kemst á rannsóknina árið 1986 þegar Valur, ungur og metnaðarfullur blaðamaður á Vikublaðinu, fer að grúska en sú eftirgrennslan er með ófyrirséðum afleiðingum. Ráðgátan í sögunni Reykjavík tengist að miklu leyti Viðey.Vísir/Einar Árnason Ákvörðunin um að láta söguna gerast í fortíðinni veitti þeim ákveðið frelsi - þau þurftu því ekki að dvelja við deilumál samtímans - sem oft og tíðum eru pólitísk í eðli sínu. Katrín segir að þessi tími sem er undir í bókinni sé henni sérstaklega kær. „Í fyrsta lagi er frábært að skrifa um horfinn tíma, það er ákveðið frelsi sem felst í því að geta bara farið aftur í tímann og skrifað sögu sem gerist þá og við munum þennan tíma, auðvitað með augum barnsins, því þarna erum við tíu ára.“ „Það eru senur í nýbyggðum Grafarvogi, og ég ólst upp í Grafarvoginum sem unglingur, nokkrum árum eftir að þetta gerist og það er þarna Landsbókasafnið gamla við Hverfisgötuna sem ég var mjög mikið í og svo Viðey sem okkur þykir báðum mjög vænt um og fleiri staðir,“ segir Ragnar. Katrín segir að tæknin hafi gjörbreytt glæpasöguforminu og að ný tækni kalli á aukna þekkingu rithöfunda. „Nú er hægt að rekja ferðir okkar í gegnum farsíma, það eru spor eftir okkur á samfélagsmiðlum, tölvutæknin hefur gerbreytt allri lögregluvinnu. Við höfum stundum rætt hvað það að skrifa glæpasögu í samtímanum kallar á mikla sérfræðiþekkingu á því hvernig störf lögreglu hafa breyst þannig að við höfðum talað um hvað það yrði gaman að hverfa aftur til þess tíma þegar það var bara símaskrá á pappír og þú sast með skífusíma og hringdir og ef ekki svaraði þurftirðu bara að hringja aftur,“ segir Katrín. „Svo erum við að skrifa inn alls konar karaktera úr fortíðinni í bakgrunni, forsetinn er þarna einhvers staðar að skera köku og landlæknir rekst þarna á einhvern í anddyri, borgarstjórinn að halda ræðu og nafngreindir útvarpsmenn að tala þarna á fyrstu dögum Bylgjunnar og svo laumaði ég reyndar mömmu minni inn sem starfsstúlku á Hagstofunni, ég lét þá manneskju fá nafnið hennar. Auðvitað tekur maður svolítið úr sínum reynsluheimi, snýr upp á það og breytir því og þannig að fyrir okkur var þetta smá leikur,“ útskýrir Ragnar. Erfitt að afhjúpa sjálfan sig sem höfund Katrín segir að það hafi verið einstaklega gaman að skrifa bókina en erfitt að stíga fram og afhjúpa sig sem höfund. „Maður er viðkvæmari fyrir þessu en mörgu öðru, ég ætla bara að játa það, af því manni finnst maður einhvern veginn búinn að afhjúpa sjálfan sig.“ Það var líka mikið persónulegt átak fyrir Ragnar að gefa út sína fyrstu bók árið 2009 en hann er lögfræðingur að mennt og hefur meðal annars starfað innan bankageirans og gerir enn í hlutastarfi. „Það er alveg stórt skref að vera búinn að koma sér fyrir í einhverju starfi og ætla síðan að gefa út eitthvað skáldverk, því þetta er ofboðslega persónulegt, jafnvel þótt bókin fjalli ekki um mann sjálfan. Það er svo mikið persónulegt í hverju einasta orði, þetta byggir allt á einhverri reynslu og reynsluheimi og hvernig maður sér heiminn. Maður kemst einhvern veginn yfir það smátt og smátt en kannski aldrei alveg." Ragnar bætir við: „Þess vegna skil ég alveg vel að Katrín sé smá stressuð með þetta. Hún er vön að standa og tala við þjóðarleiðtoga en hún er ekki endilega vön því að koma sínum hugsunum á blað og gefa þær út í skáldlegu formi, það er allt annað og það er áskorun.“ Katrín segir að með ritun sögunnar hafi hún farið vel út fyrir þægindarammann. „Mér finnst þetta svona pínu óþægilegt. Mér finnst gaman að skrifa en ég eiginlega vonaði bara að útgefandinn myndi bara segja, vitiði það krakkar, þetta er ekki nógu gott hjá ykkur þannig að þetta verður eitthvað að bíða. Það var svona mín von lengst af í þessu verkefni en svo var það ekki og þá var bara ekkert hægt annað en að standa bara með þessu.“ Ragnar og Katrín lýsa því bæði að það hafi verið ákveðið skref að gefa út sína fyrstu bók, Ragnar árið 2009 en Katrín í ár. Það sé út fyrir þægindarammann að stíga inn á hið skáldlega svið.Vísir/Einar Árnason En óttinn má aldrei ráða för – um það eru þau sammála. „Ég held að þetta sé oft óþarfa ótti og að menn eigi bara að taka skrefið og senda frá sér sína hluti út í heiminn. Við eigum bara eitt líf og af hverju ekki að gera bara eitthvað skemmtilegt; skrifa sögur og birta þær og sjá hvað gerist?“ segir Ragnar. Katrín sér ekki eftir neinu, nú þegar bókin er komin út. Þrátt fyrir að viðtökuóttinn láti á sér kræla sé það engin ástæða til að fylgja ekki draumunum. „Alls ekki og ég er náttúrulega bara stjórnmálamaður, ég er ekki viðkvæm fyrir gagnrýni. Þá væri ég nú ekki ennþá í stjórnmálum en þetta er öðruvísi af því þetta er á einhvern hátt svona persónulegra en hins vegar held ég að við höfum öll rosalega gott af því að rækta okkar skapandi hlið. Ég held að það sé mannbætandi að gera það. Þau sem eru að velta fyrir sér að skrifa bók, bara um að gera! Það gerir mann bara að betri manni.“ Bókmenntir Höfundatal Ísland í dag Tengdar fréttir Myndaveisla: Forsætisráðherra gefur út glæpasögu Það var líf og fjör í útgáfuteiti glæpasögunnar Reykjavík í Iðnó í gær og má með sanni segja að höfundar bókarinnar séu óvanalegt teymi en það eru þau Ragnar Jónasson, rithöfundur, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Lífið á Vísi tók púlsinn á þessu tvíeyki. 26. október 2022 15:07 Hverfur í Viðey í ágúst árið 1956 Reykjavík – glæpasaga eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ragnar Jónasson rithöfund kemur út þann 25. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veröld bókaútgáfu. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Ísland í dag heimsótti Ragnar og Katrínu á heimili Ragnars og við fengum að kynnast nýrri hlið á þjóðarleiðtoganum og forvitnuðumst um þetta spennandi en óvanalega samstarf. Fyrsta spurningin blasir við, hvernig var að vinna með uppteknustu konu landsins? „Það er náttúrulega ekki auðvelt svona praktíst séð enda er þetta búið að taka dálítinn tíma. Skrifin sjálf; að setjast niður og hugsa um söguna, búa hana til, það var allt mjög skemmtilegt en mesta vinnan var eiginlega fólgin í því að finna tíma til að setjast niður í hádegismat eða kaffi og það liðu oft margar vikur á milli þess að við værum bæði á Íslandi og að hún hefði lausan tíma,“ segir Ragnar. Ragnar segir að það hafi oft reynst flókið að skrifa bókina með forsætisráðherra því dagskrá Katrín er með eindæmum þétt. Vísir/Einar Árnason Dagskrá Katrínar er með eindæmum þétt og það er í sjálfu sér ráðgáta hvernig hún fór að því að skrifa heila skáldsögu og það í embætti forsætisráðherra. Katrín svaraði því til að „leyniformúlan“ væri að eiga sér ekki neitt voðalega mörg áhugamál fyrir utan bækur. „Ég er nú ekki mikið að sinna neinum öðrum áhugamálum en að vera í vinnunni og hef alltaf lesið mikið og að einhverju leyti koma skrifin inn í staðinn fyrir það. En svo auðvitað geri ég ekkert lítið úr því að á tímum heimsfaraldurs þá var lífið, allavega í mínu lífi, bara vinnan en allt það sem maður gerir venjulega eins og að fara á tónleika eða fara í partý, það var náttúrulega ekkert lengur til, þannig að allt í einu átti maður smá tíma til að nýta í þetta verkefni og það skal viðurkennt að ég horfi ekki mikið á sjónvarp og er mikill lestrarhestur og ég las nú minna á meðan á þessu stóð. Ég færði bara svolítið fókusinn yfir á að skrifa í staðinn fyrir að lesa,“ svarar Katrín en Ragnar skýtur inn í að honum finnist gaman að segja frá því að Katrín hafi skrifað sinn hluta á fundum hjá Boris Johnson, Macron og í Hvíta húsinu. „Já, það hljómar allt mjög spennandi,“ segir Katrín og skellir upp úr. Hér að ofan er hægt að horfa á þáttinn í heild. Áður en Reykjavík kom út hafði Ragnar skrifað og gefið út þrettán skáldsögur og á stóran lesendahóp úti í heimi, sérstaklega í Frakklandi og Þýskalandi. Ragnar segist aldrei vilja staðna og því hafi það ekki reynst erfitt að hleypa einhverjum öðrum inn í sköpunarferlið. „Það er alveg einmanalegt að sitja og skrifa bækur einn. Mér finnst mjög gaman að hitta aðra rithöfunda og aðra listamenn og spjalla um það sem fólk er að gera þannig að það var ekkert mjög stórt skref að setjast niður með forsætisráðherra og teikna upp bók.“ Aðhyllast ekki sömu pólitísku skoðanir En nú er ég forvitin og spyr, því Katrín er forsætisráðherra; hefur þú kosið Katrínu? „Þetta er frábær spurning. Verð ég að svara þessu?“ spurði Ragnar og það var ekki laust við að hann roðnaði örlítið. Já, þetta er púkaleg spurning. En deiliði þessari pólitísku sýn? „Nei, ég hef ekki kosið hana og hún veit það alveg en það hefur ekki stoppað okkar vinskap.“ Nei, þau Katrín og Ragnar deila ekki pólitískri sýn en það sem þau eiga sameiginlegt er djúpstæð ást á breska glæpasagnahöfundinum Agöthu Christie enda er bókin tileinkuð henni og Reykjavík er skrifuð mjög í hennar anda. Katrín kallar Agöthu „sameiningaraflið.“ Þau Ragnar og Katrín ólust bæði upp við að lesa glæpasögur Agöthu Christie. Ragnar hefur sjálfur þýtt bækur hennar.Vísir/Getty „Við ólumst bæði upp við að lesa hana í sitt hvoru lagi,“ segir Ragnar sem hefur meira að segja þýtt bækur Agöthu. „Við erum einmitt hérna í stofunni hjá mér með kistil sem hún átti þannig að það er „inspirasjón“ frá Agöthu Christie alls staðar í húsinu en já, þetta er smá í hennar anda en auðvitað er þetta með okkar lagi.“ Ragnar Jónasson er mikill aðdáandi Agöthu Christie. Á stofugólfinu stendur kistill sem eitt sinn var í eigu Agöthu.Vísir/Einar Árnason Katrín er, sem kunnugt er, mikil áhugakona um glæpasögur, hefur skrifað lokaritgerðir um þær og kennt um slíkar bókmenntir. „Við erum bæði búin að lesa alls kyns glæpasögur í gegnum tíðina sem áhugafólk um þetta bókmenntaform og því meira sem þú lest og þekkir þetta því fleiri reglur geturðu brotið líka. Þetta er bara eins og í myndlist eða bara hvaða list sem er, þú þarft svolítið að læra á það sem þú ætlar að gera. Þú vilt ekki „kópera það heldur búa til eitthvað tvist á það,“ útskýrir Ragnar. „Það er auðvitað svona ögrunin við að skrifa glæpasögu því þetta eru stundum kallaðar formúlubókmenntir en bestu glæpasögurnar eru þær sem teygja formúluna, sprengja eitthvað upp, gera eitthvað aðeins öðruvísi,“ segir Katrín. „Ég held að þetta sé skrifað af mikilli virðingu fyrir og ást á glæpasögum, þessi saga, og vonandi skín það í gegnum textann,“ segir Ragnar og Katrín kinkar kolli. „Já, þetta er svona óður til glæpasögunnar.“ Reykjavík segir frá hvarfi ungrar stúlku að nafni Lára Marteinsdóttir en hún sást síðast í Viðey, þar sem hún var í vist, í ágúst árið 1956. Málið liggur eins og mara á íslensku þjóðinni áratugum saman en hreyfing kemst á rannsóknina árið 1986 þegar Valur, ungur og metnaðarfullur blaðamaður á Vikublaðinu, fer að grúska en sú eftirgrennslan er með ófyrirséðum afleiðingum. Ráðgátan í sögunni Reykjavík tengist að miklu leyti Viðey.Vísir/Einar Árnason Ákvörðunin um að láta söguna gerast í fortíðinni veitti þeim ákveðið frelsi - þau þurftu því ekki að dvelja við deilumál samtímans - sem oft og tíðum eru pólitísk í eðli sínu. Katrín segir að þessi tími sem er undir í bókinni sé henni sérstaklega kær. „Í fyrsta lagi er frábært að skrifa um horfinn tíma, það er ákveðið frelsi sem felst í því að geta bara farið aftur í tímann og skrifað sögu sem gerist þá og við munum þennan tíma, auðvitað með augum barnsins, því þarna erum við tíu ára.“ „Það eru senur í nýbyggðum Grafarvogi, og ég ólst upp í Grafarvoginum sem unglingur, nokkrum árum eftir að þetta gerist og það er þarna Landsbókasafnið gamla við Hverfisgötuna sem ég var mjög mikið í og svo Viðey sem okkur þykir báðum mjög vænt um og fleiri staðir,“ segir Ragnar. Katrín segir að tæknin hafi gjörbreytt glæpasöguforminu og að ný tækni kalli á aukna þekkingu rithöfunda. „Nú er hægt að rekja ferðir okkar í gegnum farsíma, það eru spor eftir okkur á samfélagsmiðlum, tölvutæknin hefur gerbreytt allri lögregluvinnu. Við höfum stundum rætt hvað það að skrifa glæpasögu í samtímanum kallar á mikla sérfræðiþekkingu á því hvernig störf lögreglu hafa breyst þannig að við höfðum talað um hvað það yrði gaman að hverfa aftur til þess tíma þegar það var bara símaskrá á pappír og þú sast með skífusíma og hringdir og ef ekki svaraði þurftirðu bara að hringja aftur,“ segir Katrín. „Svo erum við að skrifa inn alls konar karaktera úr fortíðinni í bakgrunni, forsetinn er þarna einhvers staðar að skera köku og landlæknir rekst þarna á einhvern í anddyri, borgarstjórinn að halda ræðu og nafngreindir útvarpsmenn að tala þarna á fyrstu dögum Bylgjunnar og svo laumaði ég reyndar mömmu minni inn sem starfsstúlku á Hagstofunni, ég lét þá manneskju fá nafnið hennar. Auðvitað tekur maður svolítið úr sínum reynsluheimi, snýr upp á það og breytir því og þannig að fyrir okkur var þetta smá leikur,“ útskýrir Ragnar. Erfitt að afhjúpa sjálfan sig sem höfund Katrín segir að það hafi verið einstaklega gaman að skrifa bókina en erfitt að stíga fram og afhjúpa sig sem höfund. „Maður er viðkvæmari fyrir þessu en mörgu öðru, ég ætla bara að játa það, af því manni finnst maður einhvern veginn búinn að afhjúpa sjálfan sig.“ Það var líka mikið persónulegt átak fyrir Ragnar að gefa út sína fyrstu bók árið 2009 en hann er lögfræðingur að mennt og hefur meðal annars starfað innan bankageirans og gerir enn í hlutastarfi. „Það er alveg stórt skref að vera búinn að koma sér fyrir í einhverju starfi og ætla síðan að gefa út eitthvað skáldverk, því þetta er ofboðslega persónulegt, jafnvel þótt bókin fjalli ekki um mann sjálfan. Það er svo mikið persónulegt í hverju einasta orði, þetta byggir allt á einhverri reynslu og reynsluheimi og hvernig maður sér heiminn. Maður kemst einhvern veginn yfir það smátt og smátt en kannski aldrei alveg." Ragnar bætir við: „Þess vegna skil ég alveg vel að Katrín sé smá stressuð með þetta. Hún er vön að standa og tala við þjóðarleiðtoga en hún er ekki endilega vön því að koma sínum hugsunum á blað og gefa þær út í skáldlegu formi, það er allt annað og það er áskorun.“ Katrín segir að með ritun sögunnar hafi hún farið vel út fyrir þægindarammann. „Mér finnst þetta svona pínu óþægilegt. Mér finnst gaman að skrifa en ég eiginlega vonaði bara að útgefandinn myndi bara segja, vitiði það krakkar, þetta er ekki nógu gott hjá ykkur þannig að þetta verður eitthvað að bíða. Það var svona mín von lengst af í þessu verkefni en svo var það ekki og þá var bara ekkert hægt annað en að standa bara með þessu.“ Ragnar og Katrín lýsa því bæði að það hafi verið ákveðið skref að gefa út sína fyrstu bók, Ragnar árið 2009 en Katrín í ár. Það sé út fyrir þægindarammann að stíga inn á hið skáldlega svið.Vísir/Einar Árnason En óttinn má aldrei ráða för – um það eru þau sammála. „Ég held að þetta sé oft óþarfa ótti og að menn eigi bara að taka skrefið og senda frá sér sína hluti út í heiminn. Við eigum bara eitt líf og af hverju ekki að gera bara eitthvað skemmtilegt; skrifa sögur og birta þær og sjá hvað gerist?“ segir Ragnar. Katrín sér ekki eftir neinu, nú þegar bókin er komin út. Þrátt fyrir að viðtökuóttinn láti á sér kræla sé það engin ástæða til að fylgja ekki draumunum. „Alls ekki og ég er náttúrulega bara stjórnmálamaður, ég er ekki viðkvæm fyrir gagnrýni. Þá væri ég nú ekki ennþá í stjórnmálum en þetta er öðruvísi af því þetta er á einhvern hátt svona persónulegra en hins vegar held ég að við höfum öll rosalega gott af því að rækta okkar skapandi hlið. Ég held að það sé mannbætandi að gera það. Þau sem eru að velta fyrir sér að skrifa bók, bara um að gera! Það gerir mann bara að betri manni.“
Bókmenntir Höfundatal Ísland í dag Tengdar fréttir Myndaveisla: Forsætisráðherra gefur út glæpasögu Það var líf og fjör í útgáfuteiti glæpasögunnar Reykjavík í Iðnó í gær og má með sanni segja að höfundar bókarinnar séu óvanalegt teymi en það eru þau Ragnar Jónasson, rithöfundur, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Lífið á Vísi tók púlsinn á þessu tvíeyki. 26. október 2022 15:07 Hverfur í Viðey í ágúst árið 1956 Reykjavík – glæpasaga eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ragnar Jónasson rithöfund kemur út þann 25. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veröld bókaútgáfu. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Myndaveisla: Forsætisráðherra gefur út glæpasögu Það var líf og fjör í útgáfuteiti glæpasögunnar Reykjavík í Iðnó í gær og má með sanni segja að höfundar bókarinnar séu óvanalegt teymi en það eru þau Ragnar Jónasson, rithöfundur, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Lífið á Vísi tók púlsinn á þessu tvíeyki. 26. október 2022 15:07
Hverfur í Viðey í ágúst árið 1956 Reykjavík – glæpasaga eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ragnar Jónasson rithöfund kemur út þann 25. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veröld bókaútgáfu. 9. september 2022 10:00