Grimmd og slægð eða mannúð og miskunnsemi? Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar 4. nóvember 2022 12:00 Það vekur sérstakt óbragð í munni og sorg í hjarta að fylgjast með framgöngu íslenskra yfirvalda í málefnum hælisleitenda upp á síðkastið. Eins og allur þorri landsmanna, sitjum við, sem þetta skrifum, uppi með ótal spurningar sem snerta grunngildi og sjálfsmynd okkar sem Íslendinga, og hvernig stefna stjórnvalda í málaflokknum endurspeglar það. Við neitum að skrifa undir og samþykkja það sem hér hefur gerst. Upplýst, frjálslynt og framsækið samfélag byggir ekki síst á því að við viðurkennum mannvirðingu og mannréttindi allra. Ísland er hluti af alþjóðasamfélagi sem hefur undirgengist samþykktir sem er ætlað að tryggja vernd og stöðu þeirra viðkvæmu í samfélaginu. Innan reglugerða og laga ætti alltaf að vera rúm fyrir mannúð og samstöðu með þeim sem af einhverjum ástæðum standa höllum fæti. Hælisleitendur og flóttafólk eru sannarlega í þeim hópi. Við getum numið staðar við tæknileg atriði í sambandi við nýjustu brottvísanir í nafni íslenskra yfirvalda. Voru þessar brottvísanir nauðsynlegar og var rétt og maklega að þeim staðið? Var ekki hægt að bíða eftir áætlaðri dómsmeðferð í máli írösku fjölskyldunnar? Hvernig stendur á því að fjölmiðlum eru settar skorður í að miðla því sem á sér stað í þessum tilvikum og fólk hindrað í því að festa á mynd það sem átti sér stað? Við getum líka reynt að líta undir yfirborðið og spurt hvaða öflum þessar aðgerðir þjóna. Það er ábyrgðarhluti þegar einstakir stjórnmálamenn róa að því öllum árum að skapa andrúmsloft tortryggni og andúðar í garð þeirra sem hér leita hælis, draga upp mynd af hælisleitendum sem glæpamönnum og ó-manneskjum. Við megum alls ekki sofna á verðinum gagnvart slíkum áróðri, því smám saman síast svona skilaboð inn og við, sem treystum okkar kjörnu fulltrúum, förum að venjast og trúa þessum málflutningi. Þetta vita þeir sem standa að baki orðræðu sem er ætlað að skapa andúð og hræðslu í samfélaginu. Burt séð frá tæknilegum atriðum og pólitískum markmiðum, þá finnst okkur stærsta málið – fíllinn í stofunni ef svo ber undir – það hvaða augum við lítum meðbræður okkar og -systur. Hvaða gildi hafa mannréttindi og mannvirðing í okkar augum og yfir hver nær þessi virðing og þessi réttindi? Aðgerðir stjórnvalda og embættismanna í málefnum hælisleitenda benda til þess að hér er fólk ekki litið sömu augum og því ekki ætluð sömu réttindi. Er það þannig sem við viljum hafa hlutina? Við mótmælum, í nafni kristinnar trúar og almenns siðferðis, stefnu og framkvæmd ríkisstjórnarinnar í máli hinna brottvísuðu sem með valdi voru flutt út landi og rænd mannvirðingu sinni og rétti til sanngjarnar málsmeðferðar. Ísland, við getum gert svo miklu betur og eigum að gera það! Höfundur eru kristið fólk úr ólíkum áttum. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Heiða Björg Gústafsdóttir Heiðrún Helga Bjarnadóttir Hjalti Jón Sverrisson Ívar Valbergsson Kristín Þórunn Tómasdóttir Toshiki Toma Þuríður Björg W. Árnadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Þjóðkirkjan Lögreglan Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Það vekur sérstakt óbragð í munni og sorg í hjarta að fylgjast með framgöngu íslenskra yfirvalda í málefnum hælisleitenda upp á síðkastið. Eins og allur þorri landsmanna, sitjum við, sem þetta skrifum, uppi með ótal spurningar sem snerta grunngildi og sjálfsmynd okkar sem Íslendinga, og hvernig stefna stjórnvalda í málaflokknum endurspeglar það. Við neitum að skrifa undir og samþykkja það sem hér hefur gerst. Upplýst, frjálslynt og framsækið samfélag byggir ekki síst á því að við viðurkennum mannvirðingu og mannréttindi allra. Ísland er hluti af alþjóðasamfélagi sem hefur undirgengist samþykktir sem er ætlað að tryggja vernd og stöðu þeirra viðkvæmu í samfélaginu. Innan reglugerða og laga ætti alltaf að vera rúm fyrir mannúð og samstöðu með þeim sem af einhverjum ástæðum standa höllum fæti. Hælisleitendur og flóttafólk eru sannarlega í þeim hópi. Við getum numið staðar við tæknileg atriði í sambandi við nýjustu brottvísanir í nafni íslenskra yfirvalda. Voru þessar brottvísanir nauðsynlegar og var rétt og maklega að þeim staðið? Var ekki hægt að bíða eftir áætlaðri dómsmeðferð í máli írösku fjölskyldunnar? Hvernig stendur á því að fjölmiðlum eru settar skorður í að miðla því sem á sér stað í þessum tilvikum og fólk hindrað í því að festa á mynd það sem átti sér stað? Við getum líka reynt að líta undir yfirborðið og spurt hvaða öflum þessar aðgerðir þjóna. Það er ábyrgðarhluti þegar einstakir stjórnmálamenn róa að því öllum árum að skapa andrúmsloft tortryggni og andúðar í garð þeirra sem hér leita hælis, draga upp mynd af hælisleitendum sem glæpamönnum og ó-manneskjum. Við megum alls ekki sofna á verðinum gagnvart slíkum áróðri, því smám saman síast svona skilaboð inn og við, sem treystum okkar kjörnu fulltrúum, förum að venjast og trúa þessum málflutningi. Þetta vita þeir sem standa að baki orðræðu sem er ætlað að skapa andúð og hræðslu í samfélaginu. Burt séð frá tæknilegum atriðum og pólitískum markmiðum, þá finnst okkur stærsta málið – fíllinn í stofunni ef svo ber undir – það hvaða augum við lítum meðbræður okkar og -systur. Hvaða gildi hafa mannréttindi og mannvirðing í okkar augum og yfir hver nær þessi virðing og þessi réttindi? Aðgerðir stjórnvalda og embættismanna í málefnum hælisleitenda benda til þess að hér er fólk ekki litið sömu augum og því ekki ætluð sömu réttindi. Er það þannig sem við viljum hafa hlutina? Við mótmælum, í nafni kristinnar trúar og almenns siðferðis, stefnu og framkvæmd ríkisstjórnarinnar í máli hinna brottvísuðu sem með valdi voru flutt út landi og rænd mannvirðingu sinni og rétti til sanngjarnar málsmeðferðar. Ísland, við getum gert svo miklu betur og eigum að gera það! Höfundur eru kristið fólk úr ólíkum áttum. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Heiða Björg Gústafsdóttir Heiðrún Helga Bjarnadóttir Hjalti Jón Sverrisson Ívar Valbergsson Kristín Þórunn Tómasdóttir Toshiki Toma Þuríður Björg W. Árnadóttir
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun