Fólkið á Airwaves: Elskar íslenskan bjór og íslenska tónlist Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2022 13:31 Nick Robinson nýtur þess í botn að vera á Iceland Airwaves. Dóra/Vísir Tónlistargleðin umlykur borgina um þessar mundir í tilefni af Iceland Airwaves og bærinn er stútfullur af fjölbreyttum hópi fólks sem sameinast í ást sinni af tónlist og ýmsu öðru. Bretinn Nick Robinson er einn af þeim en blaðamaður rakst á hann á hátíðinni í gær og dásamaði hann meðal annars bjórinn hérlendis. Nick er tónlistarmaður sem starfar hjá litlu og sjálfstætt reknu plötufyrirtæki. Hann stefnir að því að fá tónlistarmenn frá plötufyrirtækinu til að koma fram á Airwaves en Ísland er í miklu uppáhaldi hjá honum. „Ég skemmti mér stórkostlega þegar ég kom hingað árið 2017 og ég varð ástfanginn, ekki bara af tónlistinni heldur af fólkinu og borginni.“ Hann segist strax hafa hlakkað til að koma aftur, bókaði miða í faraldrinum en ferðin var felld niður. „Það er dásamlegt að vera kominn aftur og þetta er alveg jafn skemmtilegt og mig minnti. Fólkið hér er svo opið, hlýtt og gestrisið. Andrúmsloftið hér er fullt af hæfileikum og sköpunargleði og ég er að skemmta mér svo vel,“ segir Nick og bætir við: „Ég er virkilega hrifinn af þessum bjór.“ Nick segist einstaklega spenntur fyrir íslenska tónlistarfólkinu, JFDR stendur upp úr hingað til og hann ætlar sér að sjá Axel Flóvent í kvöld. Aðspurður hvað hann ætli að gera fleira á Íslandi segist Nick hafa farið beint í Bláa lónið þegar hann lenti og fengið sér sundsprett. „Ég elska líka að heimsækja litlar bruggsmiðjur og bari hérna og hef smakkað ótrúlega góða bjóra. Þetta er því frábært tónlistar- og bjór retrait fyrir mig í nokkra daga,“ segir Nick hlæjandi að lokum. Í spilaranum hér að ofan má sjá tónlistarmyndband við lagið „Driving Hours“ sem Axel Flóvent gaf út fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Airwaves Tónlist Samkvæmislífið Bretland Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Urðu ástfangnir af Júníusi Meyvant og fá tónlistina nú beint í æð Tveir norskir tónlistarmenn sem fundu Júníus Meyvant fyrst á Spotify eru komnir á Iceland Airwaves og fá loksins að sjá hann spila í beinni. 3. nóvember 2022 22:00 Fólkið á Airwaves: Hafa mætt á ýmsar tónlistarhátíðir síðastliðin 35 ár Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór formlega af stað í dag og er margt um manninn í miðbæ Reykjavíkur þar sem fólk hvaðan af úr heiminum er mætt til að skemmta sér. Blaðamaður náði tali af tveimur konum sem nutu sín í danspartýi á Prikinu en þær koma báðar frá Wales. 3. nóvember 2022 17:01 Dagbók Bents: „Ég er aumingi með bónus poka og ríkið er búið að loka” Það er svo heiðarlegt að höfuðstöðvar Airwaves séu í Kolaportinu. 3. nóvember 2022 14:31 Dagbók Bents: „Fokk hvað hún stendur sig í stykkinu“ „Æðislegt að byrja daginn svona!" Oddur vinur minn er alltof sveittur miðað við hvað klukkan er lítið. Það er Lunch Beat og fólk er að dansa á fullu. 4. nóvember 2022 15:31 Uppselt á Iceland Airwaves Uppselt er á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves en fyrsti dagur hátíðarinnar er í dag. Skipuleggjendur hennar vilja hvetja gesti til þess að sýna þolinmæði, skemmta sér og mæta snemma á viðburði þar sem tónleikastaðir geta fyllst hratt. 3. nóvember 2022 10:36 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Nick er tónlistarmaður sem starfar hjá litlu og sjálfstætt reknu plötufyrirtæki. Hann stefnir að því að fá tónlistarmenn frá plötufyrirtækinu til að koma fram á Airwaves en Ísland er í miklu uppáhaldi hjá honum. „Ég skemmti mér stórkostlega þegar ég kom hingað árið 2017 og ég varð ástfanginn, ekki bara af tónlistinni heldur af fólkinu og borginni.“ Hann segist strax hafa hlakkað til að koma aftur, bókaði miða í faraldrinum en ferðin var felld niður. „Það er dásamlegt að vera kominn aftur og þetta er alveg jafn skemmtilegt og mig minnti. Fólkið hér er svo opið, hlýtt og gestrisið. Andrúmsloftið hér er fullt af hæfileikum og sköpunargleði og ég er að skemmta mér svo vel,“ segir Nick og bætir við: „Ég er virkilega hrifinn af þessum bjór.“ Nick segist einstaklega spenntur fyrir íslenska tónlistarfólkinu, JFDR stendur upp úr hingað til og hann ætlar sér að sjá Axel Flóvent í kvöld. Aðspurður hvað hann ætli að gera fleira á Íslandi segist Nick hafa farið beint í Bláa lónið þegar hann lenti og fengið sér sundsprett. „Ég elska líka að heimsækja litlar bruggsmiðjur og bari hérna og hef smakkað ótrúlega góða bjóra. Þetta er því frábært tónlistar- og bjór retrait fyrir mig í nokkra daga,“ segir Nick hlæjandi að lokum. Í spilaranum hér að ofan má sjá tónlistarmyndband við lagið „Driving Hours“ sem Axel Flóvent gaf út fyrir tveimur og hálfu ári síðan.
Airwaves Tónlist Samkvæmislífið Bretland Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Urðu ástfangnir af Júníusi Meyvant og fá tónlistina nú beint í æð Tveir norskir tónlistarmenn sem fundu Júníus Meyvant fyrst á Spotify eru komnir á Iceland Airwaves og fá loksins að sjá hann spila í beinni. 3. nóvember 2022 22:00 Fólkið á Airwaves: Hafa mætt á ýmsar tónlistarhátíðir síðastliðin 35 ár Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór formlega af stað í dag og er margt um manninn í miðbæ Reykjavíkur þar sem fólk hvaðan af úr heiminum er mætt til að skemmta sér. Blaðamaður náði tali af tveimur konum sem nutu sín í danspartýi á Prikinu en þær koma báðar frá Wales. 3. nóvember 2022 17:01 Dagbók Bents: „Ég er aumingi með bónus poka og ríkið er búið að loka” Það er svo heiðarlegt að höfuðstöðvar Airwaves séu í Kolaportinu. 3. nóvember 2022 14:31 Dagbók Bents: „Fokk hvað hún stendur sig í stykkinu“ „Æðislegt að byrja daginn svona!" Oddur vinur minn er alltof sveittur miðað við hvað klukkan er lítið. Það er Lunch Beat og fólk er að dansa á fullu. 4. nóvember 2022 15:31 Uppselt á Iceland Airwaves Uppselt er á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves en fyrsti dagur hátíðarinnar er í dag. Skipuleggjendur hennar vilja hvetja gesti til þess að sýna þolinmæði, skemmta sér og mæta snemma á viðburði þar sem tónleikastaðir geta fyllst hratt. 3. nóvember 2022 10:36 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Fólkið á Airwaves: Urðu ástfangnir af Júníusi Meyvant og fá tónlistina nú beint í æð Tveir norskir tónlistarmenn sem fundu Júníus Meyvant fyrst á Spotify eru komnir á Iceland Airwaves og fá loksins að sjá hann spila í beinni. 3. nóvember 2022 22:00
Fólkið á Airwaves: Hafa mætt á ýmsar tónlistarhátíðir síðastliðin 35 ár Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór formlega af stað í dag og er margt um manninn í miðbæ Reykjavíkur þar sem fólk hvaðan af úr heiminum er mætt til að skemmta sér. Blaðamaður náði tali af tveimur konum sem nutu sín í danspartýi á Prikinu en þær koma báðar frá Wales. 3. nóvember 2022 17:01
Dagbók Bents: „Ég er aumingi með bónus poka og ríkið er búið að loka” Það er svo heiðarlegt að höfuðstöðvar Airwaves séu í Kolaportinu. 3. nóvember 2022 14:31
Dagbók Bents: „Fokk hvað hún stendur sig í stykkinu“ „Æðislegt að byrja daginn svona!" Oddur vinur minn er alltof sveittur miðað við hvað klukkan er lítið. Það er Lunch Beat og fólk er að dansa á fullu. 4. nóvember 2022 15:31
Uppselt á Iceland Airwaves Uppselt er á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves en fyrsti dagur hátíðarinnar er í dag. Skipuleggjendur hennar vilja hvetja gesti til þess að sýna þolinmæði, skemmta sér og mæta snemma á viðburði þar sem tónleikastaðir geta fyllst hratt. 3. nóvember 2022 10:36