Segir ofdrykkju ungra kvenna ástæðu lágrar fæðingartíðni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. nóvember 2022 09:45 Kaczynski er sjálfur barnlaus. epa/Adam Warzawa Ummæli leiðtoga stjórnarflokksins Lög og réttlæti í Póllandi hafa vakið hörð viðbrögð en hann sagði um helgina að lága fæðingatíðni í landinu mætti rekja til ofdrykkju ungra kvenna. Jaroslaw Kaczynski, 73 ára, sagði að ef áframhald yrði á því að konur undir 25 ára drykkju jafn mikið og karlar á sama aldri myndu engin börn fæðast. „Til að verða alkóhólisti þarf karlmaður að drekka of mikið í 20 ár, að meðaltali, en konur í aðeins tvö ár,“ sagði leiðtoginn meðal annars. Kaczynski, sem er sjálfur barnlaus, sagðist hafa þetta eftir lækni sem hélt því fram að sér tækist að lækna þriðjung karlkyns sjúklinga sinna af alkóhólisma en engar konur. Leiðtoginn sagði að hann væri ekki fylgjandi því að konur eignðust börn ungar, þar sem þær þyrftu að „þroskast í að verða mæður“. Ef þær drykkju fram að 25 ára aldri, þá boðaði það hins vegar ekki gott fyrir fæðingartíðnina í landinu. Stjórnarandstöðuþingmaðurinn Joanna Scheuring-Wielgus er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um ummælin og segir þau myndu vera hlægileg ef þau væru ekki grafalvarleg. Önnur þingkona sagði ummælin gamaldags og móðgun við konur. Anna Lewandowski, eiginkona knattspyrnumannsins Robert Lewandowski, tjáði sig einnig um málið á Instagram og sagði: „Nóg komið. Það reiðir mig að sjá stjórnmálamenn ásaka konur í stað þess að horfast í augu við hinn raunverulega vanda.“ Gagnrýnendur Kaczynski segja efnahagslegar aðstæður og þungunarrofslöggjöf landsins stuðla að því að konur veigri sér við því að verða óléttar. Pólland Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Sjá meira
Jaroslaw Kaczynski, 73 ára, sagði að ef áframhald yrði á því að konur undir 25 ára drykkju jafn mikið og karlar á sama aldri myndu engin börn fæðast. „Til að verða alkóhólisti þarf karlmaður að drekka of mikið í 20 ár, að meðaltali, en konur í aðeins tvö ár,“ sagði leiðtoginn meðal annars. Kaczynski, sem er sjálfur barnlaus, sagðist hafa þetta eftir lækni sem hélt því fram að sér tækist að lækna þriðjung karlkyns sjúklinga sinna af alkóhólisma en engar konur. Leiðtoginn sagði að hann væri ekki fylgjandi því að konur eignðust börn ungar, þar sem þær þyrftu að „þroskast í að verða mæður“. Ef þær drykkju fram að 25 ára aldri, þá boðaði það hins vegar ekki gott fyrir fæðingartíðnina í landinu. Stjórnarandstöðuþingmaðurinn Joanna Scheuring-Wielgus er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um ummælin og segir þau myndu vera hlægileg ef þau væru ekki grafalvarleg. Önnur þingkona sagði ummælin gamaldags og móðgun við konur. Anna Lewandowski, eiginkona knattspyrnumannsins Robert Lewandowski, tjáði sig einnig um málið á Instagram og sagði: „Nóg komið. Það reiðir mig að sjá stjórnmálamenn ásaka konur í stað þess að horfast í augu við hinn raunverulega vanda.“ Gagnrýnendur Kaczynski segja efnahagslegar aðstæður og þungunarrofslöggjöf landsins stuðla að því að konur veigri sér við því að verða óléttar.
Pólland Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Sjá meira