Helga Vala tók við stöðu þingflokksformanns Samfylkingarinnar af Oddnýju Harðardóttur fyrir um ári síðan. Hún segist nú halda áfram sínum störfum sem þingmaður. „Það er nóg að gera á þeim vettvangi,“ segir Helga Vala.
Helga Vala segist ekki vilja tjá sig sérstaklega um hvenær Kristrún hafi tjáð henni að til stæði að gera Loga að þingflokksformanni. Það sé á milli hennar og hins nýja formanns.
Tilkynnt var um nýjan þingflokksformann Samfylkingarinnar í gær. Að auki var Þórunn Sveinbjarnardóttir kjörin varaformaður þingflokks og Jóhann Páll Jóhannsson ritari þingflokks.
Kristrún Frostadóttir var kjörin nýr formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í síðasta mánuði. Hún tók við formennsku af Loga Einarssyni þingmanni sem hafði gegnt formennsku frá árinu 2016.
Helga Vala tók sæti á þingi frá 2017.