Pique endaði ferilinn á rauðu spjaldi þrátt fyrir að koma ekki inn á Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. nóvember 2022 22:23 Gerard Pique átti ekki beint sinn besta dag. Ion Alcoba/Quality Sport Images/Getty Images Gerard Pique tilkynnti á dögunum að skórnir væru á leiðinni á hilluna frægu. Hann var á varamannabekknum þegar Barcelona bjargaði 1-2 sigri gegn Osasuna í kvöld, en þessi reynslumikli leikmaður fékk að líta rauða spjaldið fyrir að nöldra í dómurum leiksins í hálfleik. Það má því með sanni segja að ferill Pique hefi ekki endað vel. Hann sá lið sitt lenda undir gegn Osasuna í kvöld þegar heimamenn komu boltanum í netið strax á sjöttu mínútu leiksins, áður en stjörnuframherjinn Robert Lewandowski fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, eftir um hálftíma leik. Staðan var því 1-0 í hálfleik, Osasuna í vil. Spænski miðvörðurinn var eitthvað ósáttur við frammistöðu dómara leiksins og rölti inn á til að eiga við hann orð eftir að hálfleiksflautið gall. Hann fór þó yfir strikið í nöldrinu og fékk að líta beint rautt spjald að launum. Ferli þessa sigursæla knattspyrnumanns endar því á heldur súrum nótum. Gerard Pique's football career ends with a red card.The Barcelona man was sent off in the tunnel at half-time during tonight's game against Osasuna. pic.twitter.com/Xv6u8V7CmO— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) November 8, 2022 Þrátt fyrir að þurfa að leika stóran hluta leiksins manni færri tókst gestunum í Barcelona þó að kreista út sigur. Pedri jafnaði metin fyrir liðið snemma í síðari hálfleik áður en Raphinha tryggði liðinu 1-2 sigur með marki á 85. mínútu. Barcelona trónir því enn á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með 37 stig eftir 14 leiki, fimm stigum meira en Real Madrid sem situr í öðru sæti, en á þó leik til góða. Osasuna situr hins vegar í sjötta sæti deildarinnar með 23 stig. Spænski boltinn Fótbolti
Gerard Pique tilkynnti á dögunum að skórnir væru á leiðinni á hilluna frægu. Hann var á varamannabekknum þegar Barcelona bjargaði 1-2 sigri gegn Osasuna í kvöld, en þessi reynslumikli leikmaður fékk að líta rauða spjaldið fyrir að nöldra í dómurum leiksins í hálfleik. Það má því með sanni segja að ferill Pique hefi ekki endað vel. Hann sá lið sitt lenda undir gegn Osasuna í kvöld þegar heimamenn komu boltanum í netið strax á sjöttu mínútu leiksins, áður en stjörnuframherjinn Robert Lewandowski fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, eftir um hálftíma leik. Staðan var því 1-0 í hálfleik, Osasuna í vil. Spænski miðvörðurinn var eitthvað ósáttur við frammistöðu dómara leiksins og rölti inn á til að eiga við hann orð eftir að hálfleiksflautið gall. Hann fór þó yfir strikið í nöldrinu og fékk að líta beint rautt spjald að launum. Ferli þessa sigursæla knattspyrnumanns endar því á heldur súrum nótum. Gerard Pique's football career ends with a red card.The Barcelona man was sent off in the tunnel at half-time during tonight's game against Osasuna. pic.twitter.com/Xv6u8V7CmO— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) November 8, 2022 Þrátt fyrir að þurfa að leika stóran hluta leiksins manni færri tókst gestunum í Barcelona þó að kreista út sigur. Pedri jafnaði metin fyrir liðið snemma í síðari hálfleik áður en Raphinha tryggði liðinu 1-2 sigur með marki á 85. mínútu. Barcelona trónir því enn á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með 37 stig eftir 14 leiki, fimm stigum meira en Real Madrid sem situr í öðru sæti, en á þó leik til góða. Osasuna situr hins vegar í sjötta sæti deildarinnar með 23 stig.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti