Bindur vonir við nýjan skóla Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. nóvember 2022 22:30 Sædís Hrönn Samúelsdóttir og Ísabella Von Sædísardóttir hafa staðið ráðalausar frammi fyrir eineltinu sem Ísabella hefur sætt síðustu mánuði. Vísir/Arnar „Það er bara svo mikilvægt að minna fólk á þetta. Einelti er aldrei boðlegt,“ segir Sædís Hrönn Samúelsdóttir, móðir Ísabellu Vonar, 12 ára stúlku sem lögð var í hrottalegt einelti af samnemendum sínum í Hraunvallaskóla og reyndi að svipta sig lífi í kjölfarið. Frásögn Ísabellu hefur vakið landsathygli en hún bindur nú vonir við að komast að í einkareknum grunnskóla í Hafnarfirði. Dagurinn í dag er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu en Sædís segir sögu dóttur sinnar vera mikilvægt innlegg í umræðuna. Óhætt er að segja að saga Ísabellu Vonar hafi vakið sterk viðbrögð í samfélaginu en upphafið má rekja til þess að Sædís Hrönn deildi myndskeiði á samfélagsmiðlum þar sem sjá má hóp 12 ára stúlkna ráðast á dóttur hennar með grófum hætti. Fram kom í færslunni að Ísabella Von væri í 8. bekk í Hraunvallaskóla og væri búin að sæta beitt hrottalegu einelti af samnemendum sínum með þeim afleiðingum að hún reyndi að svipta sig lífi. Eineltið birtist ekki aðeins í ofbeldi heldur einnig í skelfilegum skilaboðum á samfélagsmiðlum þar sem Ísabellu Von var ítrekað verið sagt að hún ætti að drepa sig. Mæðgurnar stigu í kjölfarið fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sögðust standa ráðalausar gagnvart eineltinu. Jafnframt kom fram að stuðningsyfirlýsingum hefði rignt yfir Ísabellu eftir að færslan birtist. Ingibjörg Gróa, frænka Ísabellu hrundi af stað söfnun á Facebook, svo þær mæðgur kæmust til Flórída að heimsækja ættingja. Á aðeins nokkrum klukkustundum hafði safnast nóg fyrir þær mæðgur til að fljúga út, með hjálp almennings og hafnfirskra fyrirtækja. Þann 4.nóvember síðastliðinn birti Sædís síðan færslu inni á facebook hópnum Góða systir og lýsti þar viðbrögðum fólks við sögu Ísabellu Vonar. Fram kom að margir krakkar hefðu komið til hennar með gjafir, teiknað handa henni myndir, gefið henni knús og sýnt mikinn samhug og stuðning. Þá tók Sædís fram að margir þeirra sem tóku þátt í eineltinu hefðu beðist afsökunar á að hafa komið illa fram við Ísabellu Von, séð eftir öllu og viljað bæta henni það upp. Á batavegi Ísabella vonast nú til að fá inni í NÚ, einkareknum grunnskóla í Hafnarfirði þar sem lögð er áhersla á íþróttir, hreyfingu, heilsu og vendinám. „Við sendum inn umsókn og hún er komin á biðlista, þannig að nú erum við bara að bíða og vona,“ segir Sædís í samtali við Vísi. Aðspurð um viðbrögð Hraunvallaskóla eftir að málið kom upp segir Sædís að lítið hafi verið um viðbrögð. „Þau töluðu við mig nokkrum sinnum og ég fór á fund úti í skóla og þau voru að reyna að koma til móts við mig á einhvern hátt. Það hefur mikið verið sagt en svo er spurning um hvort eitthvað verði yfirhöfuðgert.“ Það setti strik í reikninginn þegar Ísabella Von alvarlega af lungabólgu nú á dögunum og og var haldið sofandi í öndunarvél í nokkra sólarhringa. Hún er sögn Sædísar á batavegi og nær sér líklegast að fullu. Hún segir þær mæðgur nokkuð bjartsýnar á framhaldið, og eru þær fyrst og fremst þakklátar viðbrögðum samfélagsins. „Hún er komin heim af spítalanum en hefur skiljanlega ekkert getað mætt í skólann. Við erum stefna á að hún mæti aftur á föstudaginn. Núna einblínum bara á að koma henni á fætur og aftur í skólann. Svo er planið að fara til Flórída í sólina sem allra fyrst, helst um jólin. Það er mikið búið að ganga á, vægast sagt.“ Dagur gegn einelti Dagur gegn einelti fer fram í dag, 8.nóvember. Átakið hóf göngu sína árið 2011 en markmið dagsins er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti, hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu. Í tengslum við daginn veitir mennta- og menningarmálaráðuneytið hvatningarverðlaun til einstaklings eða verkefnis sem unnið hefur ötullega gegn einelti. Fjölmargir grunnskólar hafa staðið fyrir viðburðum í tilefni dagsins. Skólasamfélag Hraunvallaskóla vakti athygli á Degi gegn einelti með því að kærleiksknúsa skólann sinn. Þannig tóku nemendur, starfsfólk og aðrir aðstandendur sig til snemma í morgun og tóku utan um skólann með því að búa til samfellda keðju hringinn í kringum skólann. Í tilkynningu kemur fram að með þessari táknrænu athöfn vilji skólasamfélagið sýna skólanum sínum og samfélaginu öllu væntumþykju og hlýju. Um leið er minnt á mikilvægi vináttu og jákvæðra samskipta. Í Sunnulækjarskóla á Selfossi var staðið fyrir símalausum degi í öllum skólanum og mælst til þess að nemendur skildu símana eftir heima. Í Víkurskóla gerðu nemendur og kennarar sinn eigin kærleiksvegg og dönsuðu í burtu allt einelti og buðu umhyggjuna og kærleikann velkominn. Í Krikaskóla var unnið með „Kalla krumpaða" hjá elstu börnum skólans. Kalli lendir í ýmsum skakkaföllum s.s. talað ljótt til hans, honum voru send leiðinleg skilaboð og jafnvel lendir hann í stimpingum. Við hvert atriði krumpast hann aðeins. Svo er reynt að slétta úr honum með fallegum skilaboðum og strokum. Það tekst ekki og hann verður aldrei samur. Skilboðin eru nokkuð skýr. Í Grunnskóla Seltjarness voru allir hvattir til þess að mæta í grænu en grænn er litur verndarans. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Frásögn Ísabellu hefur vakið landsathygli en hún bindur nú vonir við að komast að í einkareknum grunnskóla í Hafnarfirði. Dagurinn í dag er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu en Sædís segir sögu dóttur sinnar vera mikilvægt innlegg í umræðuna. Óhætt er að segja að saga Ísabellu Vonar hafi vakið sterk viðbrögð í samfélaginu en upphafið má rekja til þess að Sædís Hrönn deildi myndskeiði á samfélagsmiðlum þar sem sjá má hóp 12 ára stúlkna ráðast á dóttur hennar með grófum hætti. Fram kom í færslunni að Ísabella Von væri í 8. bekk í Hraunvallaskóla og væri búin að sæta beitt hrottalegu einelti af samnemendum sínum með þeim afleiðingum að hún reyndi að svipta sig lífi. Eineltið birtist ekki aðeins í ofbeldi heldur einnig í skelfilegum skilaboðum á samfélagsmiðlum þar sem Ísabellu Von var ítrekað verið sagt að hún ætti að drepa sig. Mæðgurnar stigu í kjölfarið fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sögðust standa ráðalausar gagnvart eineltinu. Jafnframt kom fram að stuðningsyfirlýsingum hefði rignt yfir Ísabellu eftir að færslan birtist. Ingibjörg Gróa, frænka Ísabellu hrundi af stað söfnun á Facebook, svo þær mæðgur kæmust til Flórída að heimsækja ættingja. Á aðeins nokkrum klukkustundum hafði safnast nóg fyrir þær mæðgur til að fljúga út, með hjálp almennings og hafnfirskra fyrirtækja. Þann 4.nóvember síðastliðinn birti Sædís síðan færslu inni á facebook hópnum Góða systir og lýsti þar viðbrögðum fólks við sögu Ísabellu Vonar. Fram kom að margir krakkar hefðu komið til hennar með gjafir, teiknað handa henni myndir, gefið henni knús og sýnt mikinn samhug og stuðning. Þá tók Sædís fram að margir þeirra sem tóku þátt í eineltinu hefðu beðist afsökunar á að hafa komið illa fram við Ísabellu Von, séð eftir öllu og viljað bæta henni það upp. Á batavegi Ísabella vonast nú til að fá inni í NÚ, einkareknum grunnskóla í Hafnarfirði þar sem lögð er áhersla á íþróttir, hreyfingu, heilsu og vendinám. „Við sendum inn umsókn og hún er komin á biðlista, þannig að nú erum við bara að bíða og vona,“ segir Sædís í samtali við Vísi. Aðspurð um viðbrögð Hraunvallaskóla eftir að málið kom upp segir Sædís að lítið hafi verið um viðbrögð. „Þau töluðu við mig nokkrum sinnum og ég fór á fund úti í skóla og þau voru að reyna að koma til móts við mig á einhvern hátt. Það hefur mikið verið sagt en svo er spurning um hvort eitthvað verði yfirhöfuðgert.“ Það setti strik í reikninginn þegar Ísabella Von alvarlega af lungabólgu nú á dögunum og og var haldið sofandi í öndunarvél í nokkra sólarhringa. Hún er sögn Sædísar á batavegi og nær sér líklegast að fullu. Hún segir þær mæðgur nokkuð bjartsýnar á framhaldið, og eru þær fyrst og fremst þakklátar viðbrögðum samfélagsins. „Hún er komin heim af spítalanum en hefur skiljanlega ekkert getað mætt í skólann. Við erum stefna á að hún mæti aftur á föstudaginn. Núna einblínum bara á að koma henni á fætur og aftur í skólann. Svo er planið að fara til Flórída í sólina sem allra fyrst, helst um jólin. Það er mikið búið að ganga á, vægast sagt.“ Dagur gegn einelti Dagur gegn einelti fer fram í dag, 8.nóvember. Átakið hóf göngu sína árið 2011 en markmið dagsins er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti, hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu. Í tengslum við daginn veitir mennta- og menningarmálaráðuneytið hvatningarverðlaun til einstaklings eða verkefnis sem unnið hefur ötullega gegn einelti. Fjölmargir grunnskólar hafa staðið fyrir viðburðum í tilefni dagsins. Skólasamfélag Hraunvallaskóla vakti athygli á Degi gegn einelti með því að kærleiksknúsa skólann sinn. Þannig tóku nemendur, starfsfólk og aðrir aðstandendur sig til snemma í morgun og tóku utan um skólann með því að búa til samfellda keðju hringinn í kringum skólann. Í tilkynningu kemur fram að með þessari táknrænu athöfn vilji skólasamfélagið sýna skólanum sínum og samfélaginu öllu væntumþykju og hlýju. Um leið er minnt á mikilvægi vináttu og jákvæðra samskipta. Í Sunnulækjarskóla á Selfossi var staðið fyrir símalausum degi í öllum skólanum og mælst til þess að nemendur skildu símana eftir heima. Í Víkurskóla gerðu nemendur og kennarar sinn eigin kærleiksvegg og dönsuðu í burtu allt einelti og buðu umhyggjuna og kærleikann velkominn. Í Krikaskóla var unnið með „Kalla krumpaða" hjá elstu börnum skólans. Kalli lendir í ýmsum skakkaföllum s.s. talað ljótt til hans, honum voru send leiðinleg skilaboð og jafnvel lendir hann í stimpingum. Við hvert atriði krumpast hann aðeins. Svo er reynt að slétta úr honum með fallegum skilaboðum og strokum. Það tekst ekki og hann verður aldrei samur. Skilboðin eru nokkuð skýr. Í Grunnskóla Seltjarness voru allir hvattir til þess að mæta í grænu en grænn er litur verndarans.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira