Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi Kristján Már Unnarsson skrifar 8. nóvember 2022 22:01 Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Sigurjón Ólason Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og sýndar myndir frá Siglufjarðarvegi og Súðavíkurhlíð. Skriðuhætta og snjóflóðahætta, en einnig jarðsig, er það sem Siglfirðingar og Fljótamenn benda á þegar þeir segja brýnt að ný jarðgöng leysi þann veg af hólmi. Það sama heyrist reglulega frá Vestfjörðum um veginn milli Ísafjarðar og Súðavíkur, eins og fram kom í viðtali fyrir tveimur árum við Hafdísi Gunnarsdóttur, þáverandi formann Fjórðungssambands Vestfirðinga: Vegurinn um Súðavíkurhlíð merktur lokaður vegna hættu á snjóflóðum.Skjáskot/Stöð 2 „Þessi vegur hérna er stórhættulegur. Fólk er að keyra hérna í skriðum á sumrin og snjóflóðum á veturna, sem varð til þess að fólk flutti. Það voru nokkrar fjölskyldur sem fluttu sem gátu þetta ekki lengur,“ sagði Hafdís. Súðvíkingar sem rætt var við í frétt Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar síðastliðið vor nefndu allir jarðgöng sem brýnasta hagsmunamálið. „Sigurður Ingi veit það. Við erum auðvitað að tala um göng. Það er eina raunhæfa lausnin með þennan veg. Það segir sig bara sjálft,“ sagði Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.Bjarni Einarsson Samgönguáætlun miðar hins vegar við að Fjarðarheiðargöng, milli Seyðisfjarðar og Héraðs, verði næst á dagskrá, verkefni sem mun að óbreyttu taka allt jarðgangafé fram til ársins 2040. Í framhaldinu á síðan að bora milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð, þannig að næstu göng þar á eftir gætu þurft að bíða til ársins 2050. Mér finnst þetta alveg galið, sagði Bragi Þór, sveitarstjóri Súðavíkur, í dag. Hann sagðist vilja að öryggi vegfarenda yrði efst á blaði við forgangsröðun en ekki þægindagöng eða byggðasjónarmið. Siglufjarðarvegur við Strákagöng.Skjáskot/Stöð 2 Fyrir norðan er sami tónninn hjá Sigfúsi Inga Sigfússyni, sveitarstjóra Skagafjarðar, varðandi Fljótagöngin: „Og ef við horfum að þau brýnu öryggissjónarmið, sem eru þar, þá vildi ég ekki vera sá samgönguráðherra eða sú ríkisstjórn sem bæri ábyrgð á því þegar sá vegur fer. Göngin verða að vera komin áður.“ -Þið getið ekkert beðið eftir því að þeir klári öll þessi jarðgöng á Austfjörðum? „Ég er mikill hagsmunamaður jarðganga um land allt að stytta leiðir á milli byggða. Byggðaáhrifin eru gríðarleg. En Fljótagöngin eru bara svo brýn að það er ekki hægt að bíða í áratugi eftir þeim,“ svarar sveitarstjóri Skagafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Vegagerð Súðavíkurhreppur Fjallabyggð Skagafjörður Ísafjarðarbær Múlaþing Fjarðabyggð Umferðaröryggi Vegtollar Tengdar fréttir Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45 Aðeins eitt sem kemst að hjá Súðvíkingum fyrir kosningar Það er aðeins eitt sem Súðvíkingar vilja á næsta kjörtímabili - göng. Sveitarfélagið segir skilið við flokkakerfið og velur í kosningum þá fimm í sveitarfélaginu sem eru best til þess fallnir að stjórna bænum og fá ríkið til að leggja göngin. 10. maí 2022 18:25 Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30 Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26 Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. 13. júlí 2022 22:20 Rúmur áratugur í Súðavíkurgöng samkvæmt áætlunum Innviðaráðherra segir verið að skoða að stofna opinbert félag um jarðgangagerð að færeyskri fyrirmynd. Þannig yrði hægt í samvinnu við aðra að grafa göng á fleiri stöðum í einu með innheimtu veggjalds. Forgangsverkefnin í vegakerfinu séu mörg og brýn. 23. janúar 2022 20:36 Hvalfjarðargöng með helming allrar umferðar um jarðgöng Hvalfjarðargöng yrðu megingjaldstofn boðaðra jarðgangatolla stjórnvalda enda er umferð um þau álíka mikil og í öllum öðrum göngum hérlendis til samans. Sérfróðir menn áætla að gjaldið þyrfti að vera um helmingur af því meðalgjaldi sem var í Hvalfjarðargöngum. 19. júlí 2022 22:01 Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og sýndar myndir frá Siglufjarðarvegi og Súðavíkurhlíð. Skriðuhætta og snjóflóðahætta, en einnig jarðsig, er það sem Siglfirðingar og Fljótamenn benda á þegar þeir segja brýnt að ný jarðgöng leysi þann veg af hólmi. Það sama heyrist reglulega frá Vestfjörðum um veginn milli Ísafjarðar og Súðavíkur, eins og fram kom í viðtali fyrir tveimur árum við Hafdísi Gunnarsdóttur, þáverandi formann Fjórðungssambands Vestfirðinga: Vegurinn um Súðavíkurhlíð merktur lokaður vegna hættu á snjóflóðum.Skjáskot/Stöð 2 „Þessi vegur hérna er stórhættulegur. Fólk er að keyra hérna í skriðum á sumrin og snjóflóðum á veturna, sem varð til þess að fólk flutti. Það voru nokkrar fjölskyldur sem fluttu sem gátu þetta ekki lengur,“ sagði Hafdís. Súðvíkingar sem rætt var við í frétt Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar síðastliðið vor nefndu allir jarðgöng sem brýnasta hagsmunamálið. „Sigurður Ingi veit það. Við erum auðvitað að tala um göng. Það er eina raunhæfa lausnin með þennan veg. Það segir sig bara sjálft,“ sagði Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.Bjarni Einarsson Samgönguáætlun miðar hins vegar við að Fjarðarheiðargöng, milli Seyðisfjarðar og Héraðs, verði næst á dagskrá, verkefni sem mun að óbreyttu taka allt jarðgangafé fram til ársins 2040. Í framhaldinu á síðan að bora milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð, þannig að næstu göng þar á eftir gætu þurft að bíða til ársins 2050. Mér finnst þetta alveg galið, sagði Bragi Þór, sveitarstjóri Súðavíkur, í dag. Hann sagðist vilja að öryggi vegfarenda yrði efst á blaði við forgangsröðun en ekki þægindagöng eða byggðasjónarmið. Siglufjarðarvegur við Strákagöng.Skjáskot/Stöð 2 Fyrir norðan er sami tónninn hjá Sigfúsi Inga Sigfússyni, sveitarstjóra Skagafjarðar, varðandi Fljótagöngin: „Og ef við horfum að þau brýnu öryggissjónarmið, sem eru þar, þá vildi ég ekki vera sá samgönguráðherra eða sú ríkisstjórn sem bæri ábyrgð á því þegar sá vegur fer. Göngin verða að vera komin áður.“ -Þið getið ekkert beðið eftir því að þeir klári öll þessi jarðgöng á Austfjörðum? „Ég er mikill hagsmunamaður jarðganga um land allt að stytta leiðir á milli byggða. Byggðaáhrifin eru gríðarleg. En Fljótagöngin eru bara svo brýn að það er ekki hægt að bíða í áratugi eftir þeim,“ svarar sveitarstjóri Skagafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Vegagerð Súðavíkurhreppur Fjallabyggð Skagafjörður Ísafjarðarbær Múlaþing Fjarðabyggð Umferðaröryggi Vegtollar Tengdar fréttir Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45 Aðeins eitt sem kemst að hjá Súðvíkingum fyrir kosningar Það er aðeins eitt sem Súðvíkingar vilja á næsta kjörtímabili - göng. Sveitarfélagið segir skilið við flokkakerfið og velur í kosningum þá fimm í sveitarfélaginu sem eru best til þess fallnir að stjórna bænum og fá ríkið til að leggja göngin. 10. maí 2022 18:25 Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30 Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26 Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. 13. júlí 2022 22:20 Rúmur áratugur í Súðavíkurgöng samkvæmt áætlunum Innviðaráðherra segir verið að skoða að stofna opinbert félag um jarðgangagerð að færeyskri fyrirmynd. Þannig yrði hægt í samvinnu við aðra að grafa göng á fleiri stöðum í einu með innheimtu veggjalds. Forgangsverkefnin í vegakerfinu séu mörg og brýn. 23. janúar 2022 20:36 Hvalfjarðargöng með helming allrar umferðar um jarðgöng Hvalfjarðargöng yrðu megingjaldstofn boðaðra jarðgangatolla stjórnvalda enda er umferð um þau álíka mikil og í öllum öðrum göngum hérlendis til samans. Sérfróðir menn áætla að gjaldið þyrfti að vera um helmingur af því meðalgjaldi sem var í Hvalfjarðargöngum. 19. júlí 2022 22:01 Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45
Aðeins eitt sem kemst að hjá Súðvíkingum fyrir kosningar Það er aðeins eitt sem Súðvíkingar vilja á næsta kjörtímabili - göng. Sveitarfélagið segir skilið við flokkakerfið og velur í kosningum þá fimm í sveitarfélaginu sem eru best til þess fallnir að stjórna bænum og fá ríkið til að leggja göngin. 10. maí 2022 18:25
Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30
Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26
Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. 13. júlí 2022 22:20
Rúmur áratugur í Súðavíkurgöng samkvæmt áætlunum Innviðaráðherra segir verið að skoða að stofna opinbert félag um jarðgangagerð að færeyskri fyrirmynd. Þannig yrði hægt í samvinnu við aðra að grafa göng á fleiri stöðum í einu með innheimtu veggjalds. Forgangsverkefnin í vegakerfinu séu mörg og brýn. 23. janúar 2022 20:36
Hvalfjarðargöng með helming allrar umferðar um jarðgöng Hvalfjarðargöng yrðu megingjaldstofn boðaðra jarðgangatolla stjórnvalda enda er umferð um þau álíka mikil og í öllum öðrum göngum hérlendis til samans. Sérfróðir menn áætla að gjaldið þyrfti að vera um helmingur af því meðalgjaldi sem var í Hvalfjarðargöngum. 19. júlí 2022 22:01
Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19