Ofbeldisdómar of þungir Elísabet Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 19:30 Nú kvartar formaður Lögmannafélags Íslands að refsingar við ofbeldisglæpum séu að þyngjast og kallar á að það skyldi skoðað. En skoðum dæmi dagsins í fréttum. Maður gengur í skrokk á konu sinni fyrir framan 3 ára son þeirra og hótar ítrekað að drepa hana. Refsing: 9 mánaða skilorðsbundinn dómur og er gert að greiða konunni 800 þúsund í miskabætur. Ég hélt að ég væri að ruglast á orðunum skilorðsbundinn og óskilorðsbundinn dómur svo ég gúglaði þetta: „Þeir sem hljóta skilorðsbundinn dóm, geta ferðast að vild, þar á meðal á milli landa. Þá geta einstaklingar verið búsettir erlendis, á meðan dómur er í gildi. Það sem skilorðsbundinn dómur þýðir í raun, er að viðkomandi er frjáls ferða sinna, svo lengi sem hann brýtur ekki af sér.“ -domareiknir.is Þessir lögmenn sem fordæma þyngri refsingar í ofbeldismálum koma væntanlega ekki af heimilum þar sem þeir hafa séð mömmu sína bitna og lúbarða og reynt að bjarga henni með að láta höggin dynja á pabba sínum. Pælið í því! Þriggja ára gamalt barn réðist á pabba sinn og til að bjarga lífi mömmusín. Þegar pabbi hans hafði verið fjarlægður var drengurinn, samkvæmt lögregluskýrslu, „stjarfur af hræðslu“. Í þessu máli taldi Arnbjörg Sigurðardóttir dómari að konan jafni sig að fullu eftir nokkra mánuði og ekki sannað að drengnum hefði orðið meint af. Ræðum þetta aðeins. Rannsóknir síðustu þrjá áratugi hafa margsannað að áhrif sambærilegs áfalls geta verið hjartasjúkdómar, öndunarfærasjúkdómar, stoðkerfisvandamál, sjúkdómar í miðtaugakerfinu og oftar en ekki kveikja að alls kyns geðrænum sjúkdómum. Þá erum við ekki aðeins að tala um áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi heldur einnig af geðhvarfasýki sem drepur fleiri en orð fá lýst því þeir sem þjást af henni fara einfaldlega sjálfir eða líkaminn gefur sig vegna lyfjanna. Nú eru komin tvö ár síðan ein uppáhalds manneskja undirritaðrar dó því hjartað hætti bara að slá af álagi. Sá maður upplifði áfall í æsku og varð ekki fertugur. Hann dó í útlöndum þar sem hann bjó, fjarri fjölskyldu sinni því hann fékk enga aðstoð geðheilbrigðiskerfis Íslands. Enga. Jú, en aftur að mönnum sem bíta, brjóta, berja og hóta að drepa konur. Lögin okkar virka þannig að gerandi sem verður mjög líklega valdur að því að tvær manneskjur muni eyða öllum sínum pening næstu ár og jafnvel áratugi í heilbrigðiskostnað til einkageirans, ber að greiða lögfræðingnum sínum meira en þeim. Ég er ekki að grínast. Lögfræðingurinn fær meira en mæðginin sem þurfa að lifa með þessu alla ævi. En svo greiðir hann líka ríkinu rúmar tvær milljónir… minna má það nú ekki vera ef þessi atburður verður fyrirrennari örorku og þess kyns „svindls“ í framtíðinni. „…konan jafni sig að fullu eftir nokkra mánuði og taldi ekki sannað að drengnum hefði orðið meint af.“ Þetta er mjög mikilvæg rangtúlkun á eftirmála þessa atburðar og ég vil biðja þingmenn allra flokka að skoða hvort hægt sé að skylda dómara á námskeið í ofbeldisfræðum. Jú, ofbeldisfræði er orð. Og ef svona hræðilegir dómar eru allir byggðir á túlkun laganna eru lögin varðandi heimilisofbeldi svo sannarlega ekki að virka sem skyldi. En já, fleytum kertum fyrir lögmennina sem eru steinhissa og vilja að við notum tíma og almannafé í að skoða hvers vegna morðingjarnir sem þeir verja fá þyngri refsingar. #rúv #fordæmalausirdómar #stjarfurafhræðslu #héraðsdómurnorðurlands #máls-520/2021 #dr.sigrúnsigurðardóttir Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Dómstólar Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Sjá meira
Nú kvartar formaður Lögmannafélags Íslands að refsingar við ofbeldisglæpum séu að þyngjast og kallar á að það skyldi skoðað. En skoðum dæmi dagsins í fréttum. Maður gengur í skrokk á konu sinni fyrir framan 3 ára son þeirra og hótar ítrekað að drepa hana. Refsing: 9 mánaða skilorðsbundinn dómur og er gert að greiða konunni 800 þúsund í miskabætur. Ég hélt að ég væri að ruglast á orðunum skilorðsbundinn og óskilorðsbundinn dómur svo ég gúglaði þetta: „Þeir sem hljóta skilorðsbundinn dóm, geta ferðast að vild, þar á meðal á milli landa. Þá geta einstaklingar verið búsettir erlendis, á meðan dómur er í gildi. Það sem skilorðsbundinn dómur þýðir í raun, er að viðkomandi er frjáls ferða sinna, svo lengi sem hann brýtur ekki af sér.“ -domareiknir.is Þessir lögmenn sem fordæma þyngri refsingar í ofbeldismálum koma væntanlega ekki af heimilum þar sem þeir hafa séð mömmu sína bitna og lúbarða og reynt að bjarga henni með að láta höggin dynja á pabba sínum. Pælið í því! Þriggja ára gamalt barn réðist á pabba sinn og til að bjarga lífi mömmusín. Þegar pabbi hans hafði verið fjarlægður var drengurinn, samkvæmt lögregluskýrslu, „stjarfur af hræðslu“. Í þessu máli taldi Arnbjörg Sigurðardóttir dómari að konan jafni sig að fullu eftir nokkra mánuði og ekki sannað að drengnum hefði orðið meint af. Ræðum þetta aðeins. Rannsóknir síðustu þrjá áratugi hafa margsannað að áhrif sambærilegs áfalls geta verið hjartasjúkdómar, öndunarfærasjúkdómar, stoðkerfisvandamál, sjúkdómar í miðtaugakerfinu og oftar en ekki kveikja að alls kyns geðrænum sjúkdómum. Þá erum við ekki aðeins að tala um áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi heldur einnig af geðhvarfasýki sem drepur fleiri en orð fá lýst því þeir sem þjást af henni fara einfaldlega sjálfir eða líkaminn gefur sig vegna lyfjanna. Nú eru komin tvö ár síðan ein uppáhalds manneskja undirritaðrar dó því hjartað hætti bara að slá af álagi. Sá maður upplifði áfall í æsku og varð ekki fertugur. Hann dó í útlöndum þar sem hann bjó, fjarri fjölskyldu sinni því hann fékk enga aðstoð geðheilbrigðiskerfis Íslands. Enga. Jú, en aftur að mönnum sem bíta, brjóta, berja og hóta að drepa konur. Lögin okkar virka þannig að gerandi sem verður mjög líklega valdur að því að tvær manneskjur muni eyða öllum sínum pening næstu ár og jafnvel áratugi í heilbrigðiskostnað til einkageirans, ber að greiða lögfræðingnum sínum meira en þeim. Ég er ekki að grínast. Lögfræðingurinn fær meira en mæðginin sem þurfa að lifa með þessu alla ævi. En svo greiðir hann líka ríkinu rúmar tvær milljónir… minna má það nú ekki vera ef þessi atburður verður fyrirrennari örorku og þess kyns „svindls“ í framtíðinni. „…konan jafni sig að fullu eftir nokkra mánuði og taldi ekki sannað að drengnum hefði orðið meint af.“ Þetta er mjög mikilvæg rangtúlkun á eftirmála þessa atburðar og ég vil biðja þingmenn allra flokka að skoða hvort hægt sé að skylda dómara á námskeið í ofbeldisfræðum. Jú, ofbeldisfræði er orð. Og ef svona hræðilegir dómar eru allir byggðir á túlkun laganna eru lögin varðandi heimilisofbeldi svo sannarlega ekki að virka sem skyldi. En já, fleytum kertum fyrir lögmennina sem eru steinhissa og vilja að við notum tíma og almannafé í að skoða hvers vegna morðingjarnir sem þeir verja fá þyngri refsingar. #rúv #fordæmalausirdómar #stjarfurafhræðslu #héraðsdómurnorðurlands #máls-520/2021 #dr.sigrúnsigurðardóttir Höfundur er framkvæmdastjóri.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun