Tölum um skólamáltíðir á réttum forsendum Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir og Birgir Jónsson skrifa 12. nóvember 2022 08:01 Á fundi fræðslunefndar þann 26. október sl. báru fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks upp tillögu að því að hefja á ný gjaldtöku fyrir skólamáltíðir í grunnskólum Fjarðabyggðar. Fulltrúar meirihluta Framsóknar og Fjarðalistans höfnuðu tillögunni og bókuðu við það tilefni að með því að skólamáltíðir séu gjaldfrjálsar sé öllum börnum á grunnskólaaldri í Fjarðabyggð tryggt aðgengi að heitri máltíð óháð efnahag og félagslegri stöðu. Það sé mikilvægur liður í þeirri stefnu að Fjarðabyggð sé barnvænt samfélag. Tillagan ein og sér er góðra gjalda verð og lýsir afstöðu og stefnu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og sýnir hver þeirra helstu áherslumál eru. Í kosningabaráttunni fór það eftir stað og stund hvort einstaka fulltrúar ætluðu að leggja gjaldfrelsið af eða ekki. Tillagan gerir ráð fyrir því að um 50 milljónir fáist í tekjur á ári við að taka upp 300 króna gjald fyrir máltíðina. Þegar dæmið er reiknað kemur hins vegar í ljós að þessar 50 milljónir rýrna ansi hratt. Það eru 715 börn í grunnskólum Fjarðabyggðar og skóladagarnir þar sem matast er, eru að hámarki 180. Hámarkstekjur við gjaldtökuna yrðu því um 38 milljónir. Þegar gjaldtaka var, voru ekki öll börn í mat og því væri hægt að gera ráð fyrir að þessar 38 milljónir yrðu enn færri þegar til kastanna kæmi. Enda kom fram í umræðu hjá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn þann 8. nóvember sl. að dæmið hefði ekki verið reiknað í þaula sem er í besta falli óheppilegt. En af hverju skipta gjaldfrjálsar skólamáltíðir máli? Skólarnir eru vinnustaðir nemenda og góð næring skiptir höfuðmáli varðandi heilsu barna til lengri og skemmri tíma, og hefur þar af leiðandi góð áhrif á nám og vellíðan nemenda. Með því að skólamáltíðir séu gjaldfrjálsar er öllum börnum tryggt aðgengi að góðri næringu og öll börn sitja við sama borð. Heitur matur í hádeginu, grænmeti og ávexti er mikilvægt lýðheilsumál og mikilvæg forgangsröðun í þágu velferðar. Börnin bera það ekki utan á sér hverjar aðstæður þeirra eru og ýmsar ástæður geta verið fyrir því að þau höfðu ekki aðgengi að skólamáltíðum þegar gjaldtaka var viðhöfð. Í þeim tilvikum sem ástæðurnar eru fjárhagslegar getur verið vandkvæðum bundið að ná til fólks þannig að það sæki aðstoðina. Þá þurfa ekki að vera fjárhagslegar ástæður að baki því að börn fái ekki máltíðir heldur geta þær einnig verið félagslegar. Í umræðunni hefur verið bent á að málið snúist um forgangsröðun sem er alveg rétt. Meirihluti Framsóknar og Fjarðalistans forgangsraðar meðal annars í þágu fjölskyldufólks og barna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa einnig bent á að flestir foreldrar hafi efni á því að kaupa mat í skólanum handa börnunum sínum. Flestir er hér lykilatriði og því augljóst að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins huga ekki að öllum foreldrum og börnum, heldur aðeins flestum. Barnvænt sveitarfélag byggir á fimm grunnþáttum og einn af þeim er jafnræði, að horft sé til réttinda allra barna. En til þess að vera barnvænt sveitarfélag þarf að skoða mismunun út frá efnahagslegri stöðu foreldra t.d. í samhengi við skólamáltíðir eða leikskólagjöld. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eiga sinn þátt í því að gjöld fyrir grunnskólaþjónustu eru þau lægstu á Íslandi samkvæmt úttekt ASÍ á dögunum. Einnig eru leikskólagjöld og gjöld fyrir tónskóla með þeim lægstu á landinu. Markmiðið með því er að Fjarðabyggð sé barnvænt sveitarfélag og börnin okkar geti notið ákveðinna gæða óháð aðstæðum. Aðgerðir eins og þessar koma sér hvað best fyrir ungt fólk sem flest er með börn á sínu framfæri og á kannski hvað erfiðast í því efnahagsumhverfi sem nú er hér á landi. Með ódýrri skólaþjónustu er því róðurinn léttari og þannig sköpum við eftirsóknarvert samfélag til að búa í. Við viljum að Fjarðabyggð sé vænlegur kostur til búsetu fyrir okkur öll, líka fyrir fjölskyldufólk og börn. Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, forseti bæjarstjórnar og formaður félagsmálanefndar Fjarðabyggðar. Birgir Jónsson, formaður fræðslunefndar Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Á fundi fræðslunefndar þann 26. október sl. báru fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks upp tillögu að því að hefja á ný gjaldtöku fyrir skólamáltíðir í grunnskólum Fjarðabyggðar. Fulltrúar meirihluta Framsóknar og Fjarðalistans höfnuðu tillögunni og bókuðu við það tilefni að með því að skólamáltíðir séu gjaldfrjálsar sé öllum börnum á grunnskólaaldri í Fjarðabyggð tryggt aðgengi að heitri máltíð óháð efnahag og félagslegri stöðu. Það sé mikilvægur liður í þeirri stefnu að Fjarðabyggð sé barnvænt samfélag. Tillagan ein og sér er góðra gjalda verð og lýsir afstöðu og stefnu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og sýnir hver þeirra helstu áherslumál eru. Í kosningabaráttunni fór það eftir stað og stund hvort einstaka fulltrúar ætluðu að leggja gjaldfrelsið af eða ekki. Tillagan gerir ráð fyrir því að um 50 milljónir fáist í tekjur á ári við að taka upp 300 króna gjald fyrir máltíðina. Þegar dæmið er reiknað kemur hins vegar í ljós að þessar 50 milljónir rýrna ansi hratt. Það eru 715 börn í grunnskólum Fjarðabyggðar og skóladagarnir þar sem matast er, eru að hámarki 180. Hámarkstekjur við gjaldtökuna yrðu því um 38 milljónir. Þegar gjaldtaka var, voru ekki öll börn í mat og því væri hægt að gera ráð fyrir að þessar 38 milljónir yrðu enn færri þegar til kastanna kæmi. Enda kom fram í umræðu hjá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn þann 8. nóvember sl. að dæmið hefði ekki verið reiknað í þaula sem er í besta falli óheppilegt. En af hverju skipta gjaldfrjálsar skólamáltíðir máli? Skólarnir eru vinnustaðir nemenda og góð næring skiptir höfuðmáli varðandi heilsu barna til lengri og skemmri tíma, og hefur þar af leiðandi góð áhrif á nám og vellíðan nemenda. Með því að skólamáltíðir séu gjaldfrjálsar er öllum börnum tryggt aðgengi að góðri næringu og öll börn sitja við sama borð. Heitur matur í hádeginu, grænmeti og ávexti er mikilvægt lýðheilsumál og mikilvæg forgangsröðun í þágu velferðar. Börnin bera það ekki utan á sér hverjar aðstæður þeirra eru og ýmsar ástæður geta verið fyrir því að þau höfðu ekki aðgengi að skólamáltíðum þegar gjaldtaka var viðhöfð. Í þeim tilvikum sem ástæðurnar eru fjárhagslegar getur verið vandkvæðum bundið að ná til fólks þannig að það sæki aðstoðina. Þá þurfa ekki að vera fjárhagslegar ástæður að baki því að börn fái ekki máltíðir heldur geta þær einnig verið félagslegar. Í umræðunni hefur verið bent á að málið snúist um forgangsröðun sem er alveg rétt. Meirihluti Framsóknar og Fjarðalistans forgangsraðar meðal annars í þágu fjölskyldufólks og barna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa einnig bent á að flestir foreldrar hafi efni á því að kaupa mat í skólanum handa börnunum sínum. Flestir er hér lykilatriði og því augljóst að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins huga ekki að öllum foreldrum og börnum, heldur aðeins flestum. Barnvænt sveitarfélag byggir á fimm grunnþáttum og einn af þeim er jafnræði, að horft sé til réttinda allra barna. En til þess að vera barnvænt sveitarfélag þarf að skoða mismunun út frá efnahagslegri stöðu foreldra t.d. í samhengi við skólamáltíðir eða leikskólagjöld. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eiga sinn þátt í því að gjöld fyrir grunnskólaþjónustu eru þau lægstu á Íslandi samkvæmt úttekt ASÍ á dögunum. Einnig eru leikskólagjöld og gjöld fyrir tónskóla með þeim lægstu á landinu. Markmiðið með því er að Fjarðabyggð sé barnvænt sveitarfélag og börnin okkar geti notið ákveðinna gæða óháð aðstæðum. Aðgerðir eins og þessar koma sér hvað best fyrir ungt fólk sem flest er með börn á sínu framfæri og á kannski hvað erfiðast í því efnahagsumhverfi sem nú er hér á landi. Með ódýrri skólaþjónustu er því róðurinn léttari og þannig sköpum við eftirsóknarvert samfélag til að búa í. Við viljum að Fjarðabyggð sé vænlegur kostur til búsetu fyrir okkur öll, líka fyrir fjölskyldufólk og börn. Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, forseti bæjarstjórnar og formaður félagsmálanefndar Fjarðabyggðar. Birgir Jónsson, formaður fræðslunefndar Fjarðabyggðar.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar