Segir að United hafi svikið sig og hann beri enga virðingu fyrir þjálfaranum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. nóvember 2022 23:05 Cristiano Ronaldo er ekki aðdáandi Erik ten Hag. Steve Bardens/Getty Images Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo segir að sér finnist Manchester United hafa svikið sig eftir að hann gekk aftur í raðir félagsins. Hann segir að félagið hafi reynt að bola sér út og að hann beri enga virðingu fyrir Erik ten Hag, knattspyrnustjóra félagsins. Ronaldo settist niður með breska þáttastjórnandanum Piers Morgan og ræddi þar ýmis mál í löngu viðtali. Þar segir hann meðal annars að félagið hafi verið að reyna að losna við sig. „Já,“ svaraði Ronaldo einfaldlega aðspurður að því hvort United hafi reynt að losa sig við hann. „Ekki bara þjálfarinn, heldur líka hinir tveir eða þrír gæjarnir í kringum klúbbinn. Mér leið eins og ég hafi verið svikinn.“ „En ég veit það ekki. Mér er alveg sama. Fólk ætti að heyra sannleikann. Já, mér finnst eins og ég hafi verið svikinn. Það er fólk þarna sem vill ekki hafa mig, ekki bara í ár, heldur í fyrra líka.“ „Ég skil ekki hvað er í gangi. Síðan Sir Alex Ferguson yfirgaf félagið hef ég ekki séð neina þróun hjá klúbbnum. Framfarirnar hafa verið engar.“ „Tökum sem dæmi, mér finnst áhugavert hvernig klúbbur eins og Manchester United rekur Ole [Gunnar Solskjær] og ræður svo íþróttastjórann (e. sporting director) Ralf Rangnick, sem er eitthvað sem enginn skilur. Hann er ekki einu sinni þjálfari! Þegar stór klúbbur eins og Manchester United ræður íþróttastjóra sem þjálfara þá verð ekki bara ég hissa, heldur allur heimurinn.“ „Það er ekkert sem breytist. Ekki heiti potturinn, sundlaugin, eða líkamsræktarsalurinn. Meira að segja tæknimálin, eldhúsið og kokkarnir - sem er reyndar frábært fólk sem ég kann að meta - en þetta þróast ekkert og það kom mér virkilega á óvart.“ Ég hélt að ég myndi sjá einhverja nýja hluti, nýja tækni eða innviði. En því miður þá sér maður enn mikið af hlutum sem ég var vanur að sjá þegar ég var 21 árs. Það kom mér virkilega á óvart.“ Cristiano Ronaldo on Erik ten Hag: “I don't have respect for Erik ten Hag because he doesn't show respect for me”, tells @PiersMorgan. 🚨 #MUFC“If you don't have respect for me, I will never have any for you”. pic.twitter.com/n3kRkvILbP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 13, 2022 Þá er Portúgalinn greinilega ekki mikill aðdáandi nýs þjálfara liðsins, Eriks ten Hag. „Ég ber ekki virðingu fyrir honum því hann ber ekki virðingu fyrir mér. Ef þú getur ekki sýnt mér virðingu, þá mun ég ekki sýna þér virðingu.“ Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Sjá meira
Ronaldo settist niður með breska þáttastjórnandanum Piers Morgan og ræddi þar ýmis mál í löngu viðtali. Þar segir hann meðal annars að félagið hafi verið að reyna að losna við sig. „Já,“ svaraði Ronaldo einfaldlega aðspurður að því hvort United hafi reynt að losa sig við hann. „Ekki bara þjálfarinn, heldur líka hinir tveir eða þrír gæjarnir í kringum klúbbinn. Mér leið eins og ég hafi verið svikinn.“ „En ég veit það ekki. Mér er alveg sama. Fólk ætti að heyra sannleikann. Já, mér finnst eins og ég hafi verið svikinn. Það er fólk þarna sem vill ekki hafa mig, ekki bara í ár, heldur í fyrra líka.“ „Ég skil ekki hvað er í gangi. Síðan Sir Alex Ferguson yfirgaf félagið hef ég ekki séð neina þróun hjá klúbbnum. Framfarirnar hafa verið engar.“ „Tökum sem dæmi, mér finnst áhugavert hvernig klúbbur eins og Manchester United rekur Ole [Gunnar Solskjær] og ræður svo íþróttastjórann (e. sporting director) Ralf Rangnick, sem er eitthvað sem enginn skilur. Hann er ekki einu sinni þjálfari! Þegar stór klúbbur eins og Manchester United ræður íþróttastjóra sem þjálfara þá verð ekki bara ég hissa, heldur allur heimurinn.“ „Það er ekkert sem breytist. Ekki heiti potturinn, sundlaugin, eða líkamsræktarsalurinn. Meira að segja tæknimálin, eldhúsið og kokkarnir - sem er reyndar frábært fólk sem ég kann að meta - en þetta þróast ekkert og það kom mér virkilega á óvart.“ Ég hélt að ég myndi sjá einhverja nýja hluti, nýja tækni eða innviði. En því miður þá sér maður enn mikið af hlutum sem ég var vanur að sjá þegar ég var 21 árs. Það kom mér virkilega á óvart.“ Cristiano Ronaldo on Erik ten Hag: “I don't have respect for Erik ten Hag because he doesn't show respect for me”, tells @PiersMorgan. 🚨 #MUFC“If you don't have respect for me, I will never have any for you”. pic.twitter.com/n3kRkvILbP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 13, 2022 Þá er Portúgalinn greinilega ekki mikill aðdáandi nýs þjálfara liðsins, Eriks ten Hag. „Ég ber ekki virðingu fyrir honum því hann ber ekki virðingu fyrir mér. Ef þú getur ekki sýnt mér virðingu, þá mun ég ekki sýna þér virðingu.“
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Sjá meira