„Lífið snýst ekki lengur um að skara fram úr og vinna alla daga“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 16. nóvember 2022 06:01 Hin 21 árs Elenora Rós kallar ekki allt ömmu sína og gefur nú út sína aðra matreiðslubók, Bakað meira. Í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag opnaði hún sig um einelti í æsku, veikindi sem hafa haft djúpstæð áhrif á líf hennar og hvernig hún lætur ekkert stoppa sig þegar kemur að því að elta draumana sína. „Allir héldu að þetta væri bara einhver tímabundinn draumur. En ég var alveg staðráðin í þessu og hjartað sló fast fyrir þetta,“ segir hin dugmikla, jákvæða og 21 árs gamla Elonora Rós í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðasta laugardag. „Ég vissi ekkert hvað ég var að fara að gera“ Henni hefur oft verið líkt við Mary Poppins, er hálf skosk og hálf íslensk. Ung kona sem lætur ekkert stoppa sig, lætur drauma sína rætast og gefur nú út sína aðra matreiðslubók, Bakað meira. Aðeins 19 ára gaf hún út sína fyrstu matreiðslubók og þá ekki enn útskrifuð úr bakaranáminu. Bakað með Elenoru Rós. View this post on Instagram A post shared by Elenora Ro s (@bakaranora) „Ég sit aldrei ráðalaus,“ svarar hún aðspurð um tildrögin að útgáfu fyrstu bókarinnar og vísar til þess tímabils þegar hún vann sem nemi í Bláa Lóninu og allt lokaði vegna samkomutakmarkana í heimsfaraldrinum. „Við fengum að vera uppi í Lóni, leika okkur og prófa uppskriftir. Svo þegar þetta verkefni kom upp í hendurnar á mér, að gefa út bók, sló ég bara til. Ég vissi ekkert hvað ég var að fara að gera.“ Hún segir bókaútgáfuna draum sem hún hafi átt lengi en ekki hafi upphaflega staðið til að ráðast strax í gerð bókar númer tvö. Baksturinn eins og í þá gömlu góðu. Sunnudagskaffibakstur eins og í gamla daga Að hennar sögn hefur einfaldleikinn heillað hana í bakstrinum og hún hafi haft það að leiðarljósi við gerð uppskriftanna. Allar bækur sem hafa verið að koma út eru svolítið svona þriggja hæða sykurmassatertur með fígúrum. Þú ert aldrei að fara að setjast niður á sunnudegi og fara að gera það. Því vildi hún fara í allt aðra átt með sínar bækur og í raun aðeins til baka í tímann. Þegar baksturinn var aðgengilegri og einfaldari. „Mamma bakaði mikið þegar ég var krakki og ég fékk útsletta, rauða, handskrifaða uppskriftabók frá henni en allar uppskriftirnar í sunnudagskaffikaflanum eru frá henni, úr þessari bók.“ Viðtalið við Elenoru Rós er hægt að nálgast í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fullkomnunarárátta og óraunhæfar kröfur út frá einelti Lífið hefur ekki alltaf reynst Elenoru auðvelt en lengi hefur hún þurft að berjast við erfiðleika tengda veikindum sem og æskuáföllum. „Ég er búin að vera svolítil baslkona síðan ég var barn. Ég fæddist mjög veik og var lögð mikið í einelti sem krakki, svo að ég varð fljót að byggja upp allskonar varnarveggi, útskýrir Elenora þegar hún talar um það hvernig fullkomnunaráráttan og óeðlilegar kröfur sem hún geri til sjálfs sín geti orðið henni að ofurliði hafi hún ekki gætur á. Elenora með móður sinni sem hefur hvatt hana til dáða en uppskriftirnar úr Sunnudagskaffikaflanum eru allar úr gamalli handskrifaðri uppskriftabók móður hennar. Hún eigi erfitt með að stoppa sig af og sem dæmi hafi hún sett þá pressu á sig í gegnum alla skólagönguna að vera alltaf með bestu einkunnirnar og í krefjandi verkefnum forðist hún það í lengstu lög að biðja um eða þiggja aðstoð. Í fyrra hafi hún því lent á vegg eftir ákveðið álagstímabil og ákveðið í kjölfarið að leita sér aðstoðar og koma sér á rétta braut. Ég er búin að vera að snúa öllu við. Er markvisst hjá sálfræðingi og búin að vera að vinna í því hvernig ég vil lifa lífinu. Lífið mitt snýst ekki lengur bara um að skara fram úr og vinna alla daga. Tilfinningar, ást og sögur í bókinni Við vinnslu bókarinnar Bakað meira segist hún því hafa lagt mikið upp úr því að hafa bókina persónulega, haft hana bjarta, hlýja og fulla af tilfinningum til að endurspegla þann stað sem hún er komin á í dag. „Það eru sögur í gegnum alla bókina. Allskonar ást sem fylgir þessari bók. Með því að setja æsku uppskriftir sem hlýja mér í hjartanu fannst mér ég vera að setja ást í bókina líka.“ Bakstursáhugann segir hún hafa byrjað mjög snemma en til séu margar myndir af henni með sleif í hendi að hjálpa til við baksturinn heima og á leikskólanum. Iðnnámið og fordómarnir „Ég var bara tólf ára þegar ég var harðákveðin í því að fara í bakaranám. Ég var mjög klár á bókina og hefði getað farið í „fínt bóknám“, útskýrir Elenora þegar hún talar um þá tilhneigingu fólks og samfélagsins að upphefja bóknámið á kostnað iðngreinanna. Sá óþægilega algengi misskilningur að fólk sem sæki í iðnnám sé oftast það fólk sem eigi erfiðara með að læra. View this post on Instagram A post shared by Elenora Ro s (@bakaranora) Allir héldu að þetta væri bara einhver tímabundinn draumur. En ég var alveg staðráðin í þessu og hjartað sló fast fyrir þetta,.“ Aðspurð um framtíðardrauminn stendur ekki á svörum. „Ég sé fyrir mér lítið, fallegt og rosalega bjart bakarí, segir þessi kraftmikla unga kona að lokum sem vafalaust á eftir að fylgja eftir öllum sínum draumum galvösk og einbeitt. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni hér fyrir neðan. Bylgjan Bakaríið Uppskriftir Bókmenntir Bókaútgáfa Kökur og tertur Tengdar fréttir „Hvað á ég að vera að dæma þig?“ „Mér finnst það alveg hræðilegt en í leiðinni alveg geggjað. Að sitja og eiga eitthvað að dæma,“ segir Birgitta Haukdal söngkona, metsöluhöfundur og nú einn af dómurum í Idol þáttunum sem snúa nú aftur á Stöð 2. 15. nóvember 2022 06:00 Segir lausnina að finna í meiri kærleik og umburðarlyndi „Þessi kærleikur og umburðarlyndi, þessi góðu öfl, þau eru til staðar, þau eru bara í loftinu. Þau eru í okkur! En það er stíflað og það þarf að losa um þessa stíflu og þá flæðir þetta bara af sjálfu sér,“ segir tónlistarmaðurinn KK í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni. 27. október 2022 12:37 Erfiðleikar hjónabandsins ættu ekki að vera leyndarmál Leikkonan Aníta Briem hefur nú nýlokið við tökur á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor. Handritið, sem er að mörgu leyti innblásið af persónulegri reynslu Anítu, er hennar fyrsta verk sem handritshöfundur. 18. október 2022 06:01 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
„Ég vissi ekkert hvað ég var að fara að gera“ Henni hefur oft verið líkt við Mary Poppins, er hálf skosk og hálf íslensk. Ung kona sem lætur ekkert stoppa sig, lætur drauma sína rætast og gefur nú út sína aðra matreiðslubók, Bakað meira. Aðeins 19 ára gaf hún út sína fyrstu matreiðslubók og þá ekki enn útskrifuð úr bakaranáminu. Bakað með Elenoru Rós. View this post on Instagram A post shared by Elenora Ro s (@bakaranora) „Ég sit aldrei ráðalaus,“ svarar hún aðspurð um tildrögin að útgáfu fyrstu bókarinnar og vísar til þess tímabils þegar hún vann sem nemi í Bláa Lóninu og allt lokaði vegna samkomutakmarkana í heimsfaraldrinum. „Við fengum að vera uppi í Lóni, leika okkur og prófa uppskriftir. Svo þegar þetta verkefni kom upp í hendurnar á mér, að gefa út bók, sló ég bara til. Ég vissi ekkert hvað ég var að fara að gera.“ Hún segir bókaútgáfuna draum sem hún hafi átt lengi en ekki hafi upphaflega staðið til að ráðast strax í gerð bókar númer tvö. Baksturinn eins og í þá gömlu góðu. Sunnudagskaffibakstur eins og í gamla daga Að hennar sögn hefur einfaldleikinn heillað hana í bakstrinum og hún hafi haft það að leiðarljósi við gerð uppskriftanna. Allar bækur sem hafa verið að koma út eru svolítið svona þriggja hæða sykurmassatertur með fígúrum. Þú ert aldrei að fara að setjast niður á sunnudegi og fara að gera það. Því vildi hún fara í allt aðra átt með sínar bækur og í raun aðeins til baka í tímann. Þegar baksturinn var aðgengilegri og einfaldari. „Mamma bakaði mikið þegar ég var krakki og ég fékk útsletta, rauða, handskrifaða uppskriftabók frá henni en allar uppskriftirnar í sunnudagskaffikaflanum eru frá henni, úr þessari bók.“ Viðtalið við Elenoru Rós er hægt að nálgast í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fullkomnunarárátta og óraunhæfar kröfur út frá einelti Lífið hefur ekki alltaf reynst Elenoru auðvelt en lengi hefur hún þurft að berjast við erfiðleika tengda veikindum sem og æskuáföllum. „Ég er búin að vera svolítil baslkona síðan ég var barn. Ég fæddist mjög veik og var lögð mikið í einelti sem krakki, svo að ég varð fljót að byggja upp allskonar varnarveggi, útskýrir Elenora þegar hún talar um það hvernig fullkomnunaráráttan og óeðlilegar kröfur sem hún geri til sjálfs sín geti orðið henni að ofurliði hafi hún ekki gætur á. Elenora með móður sinni sem hefur hvatt hana til dáða en uppskriftirnar úr Sunnudagskaffikaflanum eru allar úr gamalli handskrifaðri uppskriftabók móður hennar. Hún eigi erfitt með að stoppa sig af og sem dæmi hafi hún sett þá pressu á sig í gegnum alla skólagönguna að vera alltaf með bestu einkunnirnar og í krefjandi verkefnum forðist hún það í lengstu lög að biðja um eða þiggja aðstoð. Í fyrra hafi hún því lent á vegg eftir ákveðið álagstímabil og ákveðið í kjölfarið að leita sér aðstoðar og koma sér á rétta braut. Ég er búin að vera að snúa öllu við. Er markvisst hjá sálfræðingi og búin að vera að vinna í því hvernig ég vil lifa lífinu. Lífið mitt snýst ekki lengur bara um að skara fram úr og vinna alla daga. Tilfinningar, ást og sögur í bókinni Við vinnslu bókarinnar Bakað meira segist hún því hafa lagt mikið upp úr því að hafa bókina persónulega, haft hana bjarta, hlýja og fulla af tilfinningum til að endurspegla þann stað sem hún er komin á í dag. „Það eru sögur í gegnum alla bókina. Allskonar ást sem fylgir þessari bók. Með því að setja æsku uppskriftir sem hlýja mér í hjartanu fannst mér ég vera að setja ást í bókina líka.“ Bakstursáhugann segir hún hafa byrjað mjög snemma en til séu margar myndir af henni með sleif í hendi að hjálpa til við baksturinn heima og á leikskólanum. Iðnnámið og fordómarnir „Ég var bara tólf ára þegar ég var harðákveðin í því að fara í bakaranám. Ég var mjög klár á bókina og hefði getað farið í „fínt bóknám“, útskýrir Elenora þegar hún talar um þá tilhneigingu fólks og samfélagsins að upphefja bóknámið á kostnað iðngreinanna. Sá óþægilega algengi misskilningur að fólk sem sæki í iðnnám sé oftast það fólk sem eigi erfiðara með að læra. View this post on Instagram A post shared by Elenora Ro s (@bakaranora) Allir héldu að þetta væri bara einhver tímabundinn draumur. En ég var alveg staðráðin í þessu og hjartað sló fast fyrir þetta,.“ Aðspurð um framtíðardrauminn stendur ekki á svörum. „Ég sé fyrir mér lítið, fallegt og rosalega bjart bakarí, segir þessi kraftmikla unga kona að lokum sem vafalaust á eftir að fylgja eftir öllum sínum draumum galvösk og einbeitt. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni hér fyrir neðan.
Bylgjan Bakaríið Uppskriftir Bókmenntir Bókaútgáfa Kökur og tertur Tengdar fréttir „Hvað á ég að vera að dæma þig?“ „Mér finnst það alveg hræðilegt en í leiðinni alveg geggjað. Að sitja og eiga eitthvað að dæma,“ segir Birgitta Haukdal söngkona, metsöluhöfundur og nú einn af dómurum í Idol þáttunum sem snúa nú aftur á Stöð 2. 15. nóvember 2022 06:00 Segir lausnina að finna í meiri kærleik og umburðarlyndi „Þessi kærleikur og umburðarlyndi, þessi góðu öfl, þau eru til staðar, þau eru bara í loftinu. Þau eru í okkur! En það er stíflað og það þarf að losa um þessa stíflu og þá flæðir þetta bara af sjálfu sér,“ segir tónlistarmaðurinn KK í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni. 27. október 2022 12:37 Erfiðleikar hjónabandsins ættu ekki að vera leyndarmál Leikkonan Aníta Briem hefur nú nýlokið við tökur á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor. Handritið, sem er að mörgu leyti innblásið af persónulegri reynslu Anítu, er hennar fyrsta verk sem handritshöfundur. 18. október 2022 06:01 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
„Hvað á ég að vera að dæma þig?“ „Mér finnst það alveg hræðilegt en í leiðinni alveg geggjað. Að sitja og eiga eitthvað að dæma,“ segir Birgitta Haukdal söngkona, metsöluhöfundur og nú einn af dómurum í Idol þáttunum sem snúa nú aftur á Stöð 2. 15. nóvember 2022 06:00
Segir lausnina að finna í meiri kærleik og umburðarlyndi „Þessi kærleikur og umburðarlyndi, þessi góðu öfl, þau eru til staðar, þau eru bara í loftinu. Þau eru í okkur! En það er stíflað og það þarf að losa um þessa stíflu og þá flæðir þetta bara af sjálfu sér,“ segir tónlistarmaðurinn KK í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni. 27. október 2022 12:37
Erfiðleikar hjónabandsins ættu ekki að vera leyndarmál Leikkonan Aníta Briem hefur nú nýlokið við tökur á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor. Handritið, sem er að mörgu leyti innblásið af persónulegri reynslu Anítu, er hennar fyrsta verk sem handritshöfundur. 18. október 2022 06:01