Sálfræðiþjónusta á krossgötum Gyða Dögg Einarsdóttir, Kolbjörg Lilja Benediktsdóttir, Hrafnhildur Lilja Harðardóttir, Logi Úlfarsson, Ásta Sigrún Gunnarsdóttir og Guðrún Carstensdóttir skrifa 15. nóvember 2022 08:30 Síðustu ár hafa sálfræðingar verið ráðnir í auknum mæli inn í heilsugæslu á Íslandi. Þeir starfa á heilsugæslustöðvum, í geðheilsuteymum og geðheilsumiðstöð barna. Sálfræðingar sem starfa í heilsugæslu á landsvísu stofnuðu nýlega Félag sálfræðinga í heilsugæslu. Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að standa vörð um samræmd og gagnreynd fyrirmyndarvinnubrögð sem byggja á klínískum leiðbeiningum hjá sálfræðingum sem starfa í heilsugæslu, efla samstarf sálfræðinga í heilsugæslu á landsvísu og standa að fræðslu og umræðu um geðheilbrigðismál og forvarnir. Stjórn Félags sálfræðinga í heilsugæslu lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sálfræðiþjónustan er mikilvægur hluti grunnþjónustu heilsugæslunnar, en heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins þjónustar um 178.000 einstaklinga. Á síðustu mánuðum hefur sálfræðiþjónustan beðið hnekki vegna þeirra aðgerða sem stjórnendur hafa gripið til. Þær fólust í því að gera breytingar á þjónustu sálfræðinga án samráðs við og í óþökk stórs hluta starfandi sálfræðinga innan heilsugæslunnar. Í tengslum við þessar breytingar hefur fjöldi sálfræðinga sagt upp störfum og hefur mikil reynsla og þekking þannig tapast. Vegna óánægju og brotthvarfs sálfræðinga hefur lítil uppbygging getað átt sér stað síðustu mánuði og í raun má segja að þjónustunni hafi farið aftur. Biðlistar, sem þegar voru langir, hafa lengst enn frekar. Þessar breytingar hafa þannig haft mikil áhrif á aðgengi stórs hluta þjóðarinnar að mikilvægri heilbrigðisþjónustu. Þetta er grafalvarleg staða sem framkvæmdarstjórn heilsugæslunnar og stjórnvöld þurfa að bregðast við hið fyrsta. Skert aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að móta stefnu og aðgerðaráætlanir um geðheilbrigðismál síðustu ár. Síðastliðið sumar var samþykkt stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030. Þar er lögð áhersla á að landsmenn hafi aðgengi að gagnreyndri meðferð við geðheilbrigðisvanda, sem veitt er af hæfu starfsfólki á viðeigandi þjónustustigum og í auknum mæli í nærumhverfi fólks. Þar kemur einnig fram mikilvægi þess að hver fagstétt sem sinni geðheilbrigðisþjónustu sé faglega leiðandi í þeirri þjónustu sem sú fagstétt veitir. Það geti hvorki talist eðlilegt né æskilegt að ein fagstétt leiði faglega þróun annarrar fagstéttar því til þess hafi hún ekki þar til bæra sérþekkingu. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á sálfræðiþjónustu heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðustu mánuði hafa ekki verið unnar í samráði við fagstéttina og í raun þvert á ráðleggingar hennar. Þessi vinnubrögð leiða til þess að þjónustan verður ekki eins og best verður á kosið. Til þess að byggja upp öfluga geðheilbrigðisþjónustu innan heilsugæslu þarf sálfræðiþjónustan að standa á sterkum grunni. Tryggja þarf að sálfræðingar séu faglega leiðandi í þróun þjónustunnar, þar sem þeir hafa besta þekkingu á þeim vinnubrögðum sem þarf til að veita gagnreynda sálfræðimeðferð í heilsugæslu. Þá þarf að tryggja starfsumhverfi sem styður við örugga og árangursríka sálfræðiþjónustu og síðast en ekki síst þarf að tryggja fjölda stöðugilda í samræmi við þörf. Höfundar eru í stjórn Félags sálfræðinga í heilsugæslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsugæsla Geðheilbrigði Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hafa sálfræðingar verið ráðnir í auknum mæli inn í heilsugæslu á Íslandi. Þeir starfa á heilsugæslustöðvum, í geðheilsuteymum og geðheilsumiðstöð barna. Sálfræðingar sem starfa í heilsugæslu á landsvísu stofnuðu nýlega Félag sálfræðinga í heilsugæslu. Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að standa vörð um samræmd og gagnreynd fyrirmyndarvinnubrögð sem byggja á klínískum leiðbeiningum hjá sálfræðingum sem starfa í heilsugæslu, efla samstarf sálfræðinga í heilsugæslu á landsvísu og standa að fræðslu og umræðu um geðheilbrigðismál og forvarnir. Stjórn Félags sálfræðinga í heilsugæslu lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sálfræðiþjónustan er mikilvægur hluti grunnþjónustu heilsugæslunnar, en heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins þjónustar um 178.000 einstaklinga. Á síðustu mánuðum hefur sálfræðiþjónustan beðið hnekki vegna þeirra aðgerða sem stjórnendur hafa gripið til. Þær fólust í því að gera breytingar á þjónustu sálfræðinga án samráðs við og í óþökk stórs hluta starfandi sálfræðinga innan heilsugæslunnar. Í tengslum við þessar breytingar hefur fjöldi sálfræðinga sagt upp störfum og hefur mikil reynsla og þekking þannig tapast. Vegna óánægju og brotthvarfs sálfræðinga hefur lítil uppbygging getað átt sér stað síðustu mánuði og í raun má segja að þjónustunni hafi farið aftur. Biðlistar, sem þegar voru langir, hafa lengst enn frekar. Þessar breytingar hafa þannig haft mikil áhrif á aðgengi stórs hluta þjóðarinnar að mikilvægri heilbrigðisþjónustu. Þetta er grafalvarleg staða sem framkvæmdarstjórn heilsugæslunnar og stjórnvöld þurfa að bregðast við hið fyrsta. Skert aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að móta stefnu og aðgerðaráætlanir um geðheilbrigðismál síðustu ár. Síðastliðið sumar var samþykkt stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030. Þar er lögð áhersla á að landsmenn hafi aðgengi að gagnreyndri meðferð við geðheilbrigðisvanda, sem veitt er af hæfu starfsfólki á viðeigandi þjónustustigum og í auknum mæli í nærumhverfi fólks. Þar kemur einnig fram mikilvægi þess að hver fagstétt sem sinni geðheilbrigðisþjónustu sé faglega leiðandi í þeirri þjónustu sem sú fagstétt veitir. Það geti hvorki talist eðlilegt né æskilegt að ein fagstétt leiði faglega þróun annarrar fagstéttar því til þess hafi hún ekki þar til bæra sérþekkingu. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á sálfræðiþjónustu heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðustu mánuði hafa ekki verið unnar í samráði við fagstéttina og í raun þvert á ráðleggingar hennar. Þessi vinnubrögð leiða til þess að þjónustan verður ekki eins og best verður á kosið. Til þess að byggja upp öfluga geðheilbrigðisþjónustu innan heilsugæslu þarf sálfræðiþjónustan að standa á sterkum grunni. Tryggja þarf að sálfræðingar séu faglega leiðandi í þróun þjónustunnar, þar sem þeir hafa besta þekkingu á þeim vinnubrögðum sem þarf til að veita gagnreynda sálfræðimeðferð í heilsugæslu. Þá þarf að tryggja starfsumhverfi sem styður við örugga og árangursríka sálfræðiþjónustu og síðast en ekki síst þarf að tryggja fjölda stöðugilda í samræmi við þörf. Höfundar eru í stjórn Félags sálfræðinga í heilsugæslu.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun