Guðrún Valdís valin Rísandi stjarna ársins Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 13:55 Guðrún Valdís Jónsdóttir, öryggisstjóri og öryggisráðgjafi hjá Syndis. Gunnlöð Jóna Guðrún Valdís Jónsdóttir, öryggisstjóri og öryggisráðgjafi hjá Syndis, var valin Rísandi stjarna ársins (e. Rising star of the year) hjá Nordic Women in Tech Awards. Verðlaunaafhendingin fór fram í Gautaborg síðastliðinn fimmtudag, en tilnefndar voru yfir 400 konur frá Norðurlöndunum. Sigurvegarar voru valdir af alþjóðlegri dómnefnd skipuð tæknifólki úr ýmsum geirum á Norðurlöndunum. Veitt voru verðlaun í tíu flokkum þar sem valið var úr hópi fimm einstaklinga sem höfðu verið valdir af sérstökum dómnefndum í lokahóp hvers flokks. ,,Þetta kom mér virkilega á óvart. Ég bjóst alls ekki við þessu enda virkilega flottar og öflugar konur sem voru einnig tilnefndar til verðlaunanna. Það er ótrúlegur heiður að hafa fengið svona viðurkenningu á mínum störfum á alþjóðlegum vettvangi og er mér mikil hvatning,“ segir Guðrún Valdís í tilkynningu. „Mér þykir virkilega vænt um þessa viðurkenningu, sérstaklega þar sem aukin þátttaka kvenna í tækni- og netöryggisgeiranum er mér hjartans mál. Ég vona líka innilega að þetta virki sem hvatning fyrir aðrar ungar konur í tækni- og öryggisbransanum.“ Guðrún hefur starfað í tölvuöryggisgeiranum í fimm ár, bæði hérlendis og í Bandaríkjunum, en hún útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Princeton University árið 2018. Ásamt því að vera öryggisstjóri-og ráðgjafi hjá Syndis er Guðrún Valdís einnig öryggisstjóri Nova og situr í stjórnum félaganna UAK og Vertonet. Fékk eina mínútu á sviði ,,Ég fékk eina mínútu uppi á sviði sem ég nýtti til að undirstrika mikilvægi mentora. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þá einstaklinga sem hafa leiðbeint mér í starfi í gegnum tíðina og á þeim margt að þakka. Þá biðlaði ég einnig til allra, og ekki síst karlmanna, í salnum til að taka að sér að leiðbeina yngri eða óreyndari konum í tæknigeiranum. Það getur haft gífurleg áhrif á starfsferil þeirra og minnkar líkurnar á brottfalli kvenna úr geiranum," er haft eftir Guðrúnu Valdísi í tilkynningunni. Nordic Women in Tech Awards eru haldin árlega með það að markmiði að auka sýnileika framúrskarandi kvenna í tæknigeiranum og hvetja yngri kynslóðir kvenna til að sækja í tæknistörf. Verðlaunin fyrir Rísandi stjörnu ársins eru veitt upprennandi konu í tæknigeiranum sem á síðustu fimm árum hefur sýnt framúrskarandi hæfni og frumleika innan tækniiðnaðarins og þykir hafa það sem til þarf til að verða einn af leiðtogum framtíðarinnar í sínum geira. Nokkrar konur frá Íslandi voru tilnefndar til verðlaunanna í ár. Þær eru Paula Gould, Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, Ingunn Henriksen, Árdís Rut Einarsdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Alondra Silva Muñoz, Anna Karlsdóttir, Violette Rivière. Þá voru íslensku félagasamtökin Vertonet tilnefnd til verðlauna sem og fyrirtækið Crowberry Capital. Guðrún Valdís var eina íslenska tilnefningin sem hlaut verðlaun í ár. Tækni Netöryggi Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Sigurvegarar voru valdir af alþjóðlegri dómnefnd skipuð tæknifólki úr ýmsum geirum á Norðurlöndunum. Veitt voru verðlaun í tíu flokkum þar sem valið var úr hópi fimm einstaklinga sem höfðu verið valdir af sérstökum dómnefndum í lokahóp hvers flokks. ,,Þetta kom mér virkilega á óvart. Ég bjóst alls ekki við þessu enda virkilega flottar og öflugar konur sem voru einnig tilnefndar til verðlaunanna. Það er ótrúlegur heiður að hafa fengið svona viðurkenningu á mínum störfum á alþjóðlegum vettvangi og er mér mikil hvatning,“ segir Guðrún Valdís í tilkynningu. „Mér þykir virkilega vænt um þessa viðurkenningu, sérstaklega þar sem aukin þátttaka kvenna í tækni- og netöryggisgeiranum er mér hjartans mál. Ég vona líka innilega að þetta virki sem hvatning fyrir aðrar ungar konur í tækni- og öryggisbransanum.“ Guðrún hefur starfað í tölvuöryggisgeiranum í fimm ár, bæði hérlendis og í Bandaríkjunum, en hún útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Princeton University árið 2018. Ásamt því að vera öryggisstjóri-og ráðgjafi hjá Syndis er Guðrún Valdís einnig öryggisstjóri Nova og situr í stjórnum félaganna UAK og Vertonet. Fékk eina mínútu á sviði ,,Ég fékk eina mínútu uppi á sviði sem ég nýtti til að undirstrika mikilvægi mentora. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þá einstaklinga sem hafa leiðbeint mér í starfi í gegnum tíðina og á þeim margt að þakka. Þá biðlaði ég einnig til allra, og ekki síst karlmanna, í salnum til að taka að sér að leiðbeina yngri eða óreyndari konum í tæknigeiranum. Það getur haft gífurleg áhrif á starfsferil þeirra og minnkar líkurnar á brottfalli kvenna úr geiranum," er haft eftir Guðrúnu Valdísi í tilkynningunni. Nordic Women in Tech Awards eru haldin árlega með það að markmiði að auka sýnileika framúrskarandi kvenna í tæknigeiranum og hvetja yngri kynslóðir kvenna til að sækja í tæknistörf. Verðlaunin fyrir Rísandi stjörnu ársins eru veitt upprennandi konu í tæknigeiranum sem á síðustu fimm árum hefur sýnt framúrskarandi hæfni og frumleika innan tækniiðnaðarins og þykir hafa það sem til þarf til að verða einn af leiðtogum framtíðarinnar í sínum geira. Nokkrar konur frá Íslandi voru tilnefndar til verðlaunanna í ár. Þær eru Paula Gould, Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, Ingunn Henriksen, Árdís Rut Einarsdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Alondra Silva Muñoz, Anna Karlsdóttir, Violette Rivière. Þá voru íslensku félagasamtökin Vertonet tilnefnd til verðlauna sem og fyrirtækið Crowberry Capital. Guðrún Valdís var eina íslenska tilnefningin sem hlaut verðlaun í ár.
Tækni Netöryggi Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira