Þegar kemur að réttindum barna erum við öll í sama liði Bjarki Sigurðsson skrifar 18. nóvember 2022 09:10 Fjölmargar stjörnur birtast í myndbandinu. UNICEF Í tilefni af Alþjóðadegi barna frumsýnir UNICEF á Íslandi áhrifamikið myndband á Vísi sem er framleitt í samstarfi við nafnana Hannes Þór Halldórsson, leikstjóra og fyrrverandi landsliðsmarkvörð og Hannes Þór Arason. Myndbandið er hluti af alþjóðlegu átaki UNICEF í tilefni dagsins. Með átakinu vill UNICEF, í aðdraganda Heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu, vekja athygli á réttindum barna og skera upp herör gegn fordómum, mismunun og réttindabrotum. UNICEF á Íslandi fékk til liðs við sig fjölbreyttan hóp talsmanna á Íslandi, bæði úr röðum barna og fullorðinna, til að varpa ljósi á mikilvægi fjölbreytileika, jafnréttis og þátttöku. Meðal þeirra sem koma fram í myndbandinu eru fótboltastjarnan og pólski landsliðsmaðurinn Robert Lewandowski, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Sandra Sigurðardóttir landsliðskona í knattspyrnu, Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður, Aníta Briem, leikkona, Mars Proppé, hinseginaktívisti og eðlisfræðinemi, Vilhjálmur Hauksson, fréttamaður á KrakkaRÚV, Sigríður Eyþórsdóttir, tónlistarkona og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður á RÚV svo fáein séu nefnd. Klippa: Þegar kemur að réttindum barna erum við ÖLL í sama liði Með myndbandinu minnir UNICEF sérstaklega á 2. grein Barnasáttmálans sem kveður á um að öll börn séu jöfn og sendir mikilvæg skilaboð til heimsins um að við þurfum öll að vera í sama liði, Réttindaliðinu, þegar kemur að réttindum barna. Myndbandinu fylgir áskorun UNICEF á Íslandi til almennings, stjórnvalda og fyrirtækja um að taka afstöðu gegn fordómum og mismunun í samfélaginu og ganga í Réttindalið UNICEF. Öflugasta vopnið gegn fordómum, hatursorðræðu og mismunun er fræðsla og upplýstar samræður. Vill UNICEF með þessu auka þekkingu á Barnasáttmálanum og réttindum barna og hvetja fólk til að líta í eigin barm og koma fram við öll börn af virðingu, hvort heldur sem er í eigin persónu eða á netinu. Upplýsingar um myndbandið: Ábyrgðaraðili: UNICEF á Íslandi Leikstjórn: Hannes Þór Halldórsson Framleiðsla: Hannes Þór Arason Kvikmyndataka: Baltasar Breki Samper Ljósmyndir: Baldur Kristjánsson Lýsing: Stefán Freyr Margrétarson Hár og förðun: Anna Kristín Óskarsdóttir Hljóð á setti: Árni Gylfason Aðstoð við framleiðslu: Úlfur E. Arnalds Eftirvinnsla: Trickshot Grafík: Kristján U. Kristjánsson Hljóðeftirvinnsla: Birgir Tryggvason Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira
UNICEF á Íslandi fékk til liðs við sig fjölbreyttan hóp talsmanna á Íslandi, bæði úr röðum barna og fullorðinna, til að varpa ljósi á mikilvægi fjölbreytileika, jafnréttis og þátttöku. Meðal þeirra sem koma fram í myndbandinu eru fótboltastjarnan og pólski landsliðsmaðurinn Robert Lewandowski, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Sandra Sigurðardóttir landsliðskona í knattspyrnu, Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður, Aníta Briem, leikkona, Mars Proppé, hinseginaktívisti og eðlisfræðinemi, Vilhjálmur Hauksson, fréttamaður á KrakkaRÚV, Sigríður Eyþórsdóttir, tónlistarkona og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður á RÚV svo fáein séu nefnd. Klippa: Þegar kemur að réttindum barna erum við ÖLL í sama liði Með myndbandinu minnir UNICEF sérstaklega á 2. grein Barnasáttmálans sem kveður á um að öll börn séu jöfn og sendir mikilvæg skilaboð til heimsins um að við þurfum öll að vera í sama liði, Réttindaliðinu, þegar kemur að réttindum barna. Myndbandinu fylgir áskorun UNICEF á Íslandi til almennings, stjórnvalda og fyrirtækja um að taka afstöðu gegn fordómum og mismunun í samfélaginu og ganga í Réttindalið UNICEF. Öflugasta vopnið gegn fordómum, hatursorðræðu og mismunun er fræðsla og upplýstar samræður. Vill UNICEF með þessu auka þekkingu á Barnasáttmálanum og réttindum barna og hvetja fólk til að líta í eigin barm og koma fram við öll börn af virðingu, hvort heldur sem er í eigin persónu eða á netinu. Upplýsingar um myndbandið: Ábyrgðaraðili: UNICEF á Íslandi Leikstjórn: Hannes Þór Halldórsson Framleiðsla: Hannes Þór Arason Kvikmyndataka: Baltasar Breki Samper Ljósmyndir: Baldur Kristjánsson Lýsing: Stefán Freyr Margrétarson Hár og förðun: Anna Kristín Óskarsdóttir Hljóð á setti: Árni Gylfason Aðstoð við framleiðslu: Úlfur E. Arnalds Eftirvinnsla: Trickshot Grafík: Kristján U. Kristjánsson Hljóðeftirvinnsla: Birgir Tryggvason
Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira