Í fallegu raðhúsi sínu á Seltjarnarnesi er hún til dæmis með alveg einstakan vegg í miðri stofunni sem er málaður á mjög sérstakan hátt og verður eins og myndlistarverk í miðju húsinu. Vala Matt leit við hjá Sylvíu á dögunum og fékk að kynnast henni betur og fékk að skoða fallegt raðhús hennar út á Nesi.
Fatastíll Sylvíu Daggar er einnig mjög skemmtilegur eins og Vala komst að þegar hún heimsótti hana.
„Þetta húsnæði sem við búum í er guðdómlegt og við þurftum ekki að gera neitt nema mála þegar við komum inn,“ segir Sylvía.
„Mér fannst þessi veggur svolítið tómlegur og fyrir svona tveimur mánuðum vaknaði ég upp einn daginn og ákvað að gera þetta. Mér hafði alltaf fundist hann frekar tómlegur. Þannig að ég fór og keypti alla heimsins liti og eyddi tveimur til þremur dögum í að gera þetta,“ segir Sylvía.
Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.