Hannes Þór um endinn á Hlíðarenda: „Ég fékk aldrei neinar skýringar á þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2022 08:01 Hannes Þór Halldórsson lék með Val frá 2019 til 2021. vísir/bára Hannes Þór Halldórsson, einn besti markvörður Íslandssögunnar, lagði hanskana nokkuð óvænt á hilluna fyrr á þessu ári. Hann fór yfir endalok ferilsins, sem fór með hann frá Breiðholti til Aserbaísjan, í hlaðvarpsþættinum Chat After Dark, áður Chess After Dark. Hinn 38 ára gamli Hannes Þór spilaði alls 77 A-landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið. Stóð hann milli stanganna á báðum stórmótunum - EM í Frakklandi sumarið 2016 og HM í Rússlandi tveimur árum síðar - sem Ísland hefur farið á. Hannes Þór ver vítaspyrnu Lionel Messi á HM í Rússlandi.VÍSIR/GETTY Hannes Þór var leikmaður Vals á síðasta ári en eftir að tímabilinu 2021 lauk ákvað félagið að rifta samningi hans. Á endanum fóru hanskarnir svo upp í hillu á þessu ári, þó Hannes Þór hafi fengið félagaskipti til Víkings á miðju tímabili. Markvörðurinn hefur ekki gefið upp hvernig endinn bar að á Hlíðarenda og Valsmenn hafa lítið sem ekkert sagt um málið. Aðspurður út í ákvörðun Vals að rifta samningnum sagði Hannes Þór: „Frábær spurning, ég fékk aldrei neina skýringu á þessu. Það verður bara að segjast eins og er.“ Það versta við þetta var þó að Hannes Þór heyrði aldrei neitt frá félaginu. „Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu. Ég frétti af þessu daginn eftir síðasta leik, í gegnum fjölmiðla.“ „Það var löngu búið að ganga frá þessu og það átti að halda því frá minni vitneskju. Þá fýkur svolítið í mig og ég reyni að ganga á menn til að komast að því hvað sé í gangi. Fæ engin svör fyrr en nokkrum dögum seinna. Þetta hefði aldrei þurft að fara svona.“ Heyrði frá Val þremur dögum eftir að málið komst í fjölmiðla „Alla dagana þar á undan var ég búinn að reyna að hafa samband við einhvern á Hlíðarenda. Síðan kemur símtal þar sem er farið mjög stuttlega yfir þetta.“ „Finnst fyrst og fremst leiðinlegt að þetta fari í þennan farveg því þetta var óþarfi. Fyrst þessi ákvörðun var tekin þá hefði verið hægt að afgreiða þetta á allt annan hátt.“ Þá var Hannes Þór ekki sáttur með hvernig Heimir Guðjónsson, þáverandi þjálfari Vals, kom fram. Hann taldi samband þeirra gott á þessum tímapunkti. „Hann hafði reynst mér að mörgu leyti vel sem þjálfari Vals og ég ber virðingu fyrir því sem Heimir hefur gert á sínum þjálfaraferli. Ég óska honum velfarnaðar í nýju starfi en hans framkoma í þessu máli litar það sem álit sem ég hafði á honum.“ Fyrri hluta þáttarins má hlusta á hér að neðan. Þar fer Hannes Þór yfir víðan völl, bæði er varðar fótboltaferilinn og svo starf hans á bakvið myndavélina. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Hinn 38 ára gamli Hannes Þór spilaði alls 77 A-landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið. Stóð hann milli stanganna á báðum stórmótunum - EM í Frakklandi sumarið 2016 og HM í Rússlandi tveimur árum síðar - sem Ísland hefur farið á. Hannes Þór ver vítaspyrnu Lionel Messi á HM í Rússlandi.VÍSIR/GETTY Hannes Þór var leikmaður Vals á síðasta ári en eftir að tímabilinu 2021 lauk ákvað félagið að rifta samningi hans. Á endanum fóru hanskarnir svo upp í hillu á þessu ári, þó Hannes Þór hafi fengið félagaskipti til Víkings á miðju tímabili. Markvörðurinn hefur ekki gefið upp hvernig endinn bar að á Hlíðarenda og Valsmenn hafa lítið sem ekkert sagt um málið. Aðspurður út í ákvörðun Vals að rifta samningnum sagði Hannes Þór: „Frábær spurning, ég fékk aldrei neina skýringu á þessu. Það verður bara að segjast eins og er.“ Það versta við þetta var þó að Hannes Þór heyrði aldrei neitt frá félaginu. „Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu. Ég frétti af þessu daginn eftir síðasta leik, í gegnum fjölmiðla.“ „Það var löngu búið að ganga frá þessu og það átti að halda því frá minni vitneskju. Þá fýkur svolítið í mig og ég reyni að ganga á menn til að komast að því hvað sé í gangi. Fæ engin svör fyrr en nokkrum dögum seinna. Þetta hefði aldrei þurft að fara svona.“ Heyrði frá Val þremur dögum eftir að málið komst í fjölmiðla „Alla dagana þar á undan var ég búinn að reyna að hafa samband við einhvern á Hlíðarenda. Síðan kemur símtal þar sem er farið mjög stuttlega yfir þetta.“ „Finnst fyrst og fremst leiðinlegt að þetta fari í þennan farveg því þetta var óþarfi. Fyrst þessi ákvörðun var tekin þá hefði verið hægt að afgreiða þetta á allt annan hátt.“ Þá var Hannes Þór ekki sáttur með hvernig Heimir Guðjónsson, þáverandi þjálfari Vals, kom fram. Hann taldi samband þeirra gott á þessum tímapunkti. „Hann hafði reynst mér að mörgu leyti vel sem þjálfari Vals og ég ber virðingu fyrir því sem Heimir hefur gert á sínum þjálfaraferli. Ég óska honum velfarnaðar í nýju starfi en hans framkoma í þessu máli litar það sem álit sem ég hafði á honum.“ Fyrri hluta þáttarins má hlusta á hér að neðan. Þar fer Hannes Þór yfir víðan völl, bæði er varðar fótboltaferilinn og svo starf hans á bakvið myndavélina.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira