Farþegum hópferðabifreiðarinnar var boðið upp á áfallahjálp frá Rauða krossinum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar tildrög slyssins ásamt Rannsóknarnefnd samgönguslysa, að því er segir í tilkynningu.
Mikill viðbúnaður var á vettvangi í gærkvöldi og götunni lokað á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig.