Stafrænn foreldrafundur um netöryggi barna, þér er boðið Þóra Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2022 07:00 Næstum öll börn í grunn- og framhaldsskóla á Íslandi eiga eiginn snjallsíma og eru þátttakendur í hinum stafræna heimi. Sú staðreynd er að mestu mjög jákvæð því börn eiga rétt á þátttöku í samfélaginu, þau eiga rétt til að fá upplýsingar og þau njóta margra annarra réttinda samkvæmt Barnasáttmálanum sem aðgangur að internetinu auðveldar þeim að sækja. Það þarf þó ekki að segja neinum það nú til dags að því fylgja ekki aðeins jákvæðar hliðar að vera nettengd og að eiga snjalltæki, þó það feli í sér endalaus tækifæri til að rækta vináttu, fjölskyldutengsl, að fræðast og leika sér. Því fylgja líka margar ólíkar áskoranir sem fullorðið fólk, sér í lagi foreldrar, þarf að vera vakandi fyrir og flestir foreldrar gera sér grein fyrir því. Helst af öllu þarf samfélagið að koma í veg fyrir að börn verði fyrir áföllum, ofbeldi, slysum, áreitni eða hatursfullum samskiptum, því eins og með réttinn til þátttöku þá eiga börn rétt á vernd gegn ofbeldi og okkur ber öllum að skapa eins heilbrigt umhverfi fyrir börn og mögulegt er. En enginn einn getur séð um það verkefni heldur er það samfélagsverkefni sem öll geta tekið þátt í og ættu að gera eftir bestu getu. Tilkynningum til Ábendingalínu Barnaheilla, þangað sem hægt er að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni á neti sem varðar börn, hefur fjölgað margfalt á þessu ári. Því fögnum við, því það merkir að fleiri og fleiri eru meðvitaðri um mikilvægi þess að tilkynna um slíkt efni og jafnframt eru meiri líkur á að börnum sé komið til hjálpar. Efnið er oft hægt að fjarlægja af netinu og líklegra er að þau börn sem málin varða fái stuðning til að vinna úr þeirra neikvæðu reynslu. Fræðsla um forvarnir gegn ofbeldi er afar mikilvæg fyrir alla foreldra. Með fræðslu aukum við sjálfsöryggi okkar og öðlumst skilning, verðum færari í að vera til staðar fyrir börnin okkar og hjálpum þeim að segja frá því ef þau eiga í erfiðleikum. Stafrænn foreldrafundur um netöryggi barna verður haldinn miðvikudaginn 23. nóvember í hádeginu, kl. 12:00. Foreldrar eru hvattir til að mæta á fundinn og bjóða samstarfsfélögum með sér. Verið öll velkomin á foreldrafundinn og slóðin er: https://fb.me/e/3NspsPBRN Greinin er skrifuð í tilefni samvinnu Barnaheilla, Heimilis og skóla, SAFT, 112 og Ríkislögreglustjóra um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi. Þóra Jónsdóttir, verkefnastjóri Ábendingalínu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Netöryggi Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Næstum öll börn í grunn- og framhaldsskóla á Íslandi eiga eiginn snjallsíma og eru þátttakendur í hinum stafræna heimi. Sú staðreynd er að mestu mjög jákvæð því börn eiga rétt á þátttöku í samfélaginu, þau eiga rétt til að fá upplýsingar og þau njóta margra annarra réttinda samkvæmt Barnasáttmálanum sem aðgangur að internetinu auðveldar þeim að sækja. Það þarf þó ekki að segja neinum það nú til dags að því fylgja ekki aðeins jákvæðar hliðar að vera nettengd og að eiga snjalltæki, þó það feli í sér endalaus tækifæri til að rækta vináttu, fjölskyldutengsl, að fræðast og leika sér. Því fylgja líka margar ólíkar áskoranir sem fullorðið fólk, sér í lagi foreldrar, þarf að vera vakandi fyrir og flestir foreldrar gera sér grein fyrir því. Helst af öllu þarf samfélagið að koma í veg fyrir að börn verði fyrir áföllum, ofbeldi, slysum, áreitni eða hatursfullum samskiptum, því eins og með réttinn til þátttöku þá eiga börn rétt á vernd gegn ofbeldi og okkur ber öllum að skapa eins heilbrigt umhverfi fyrir börn og mögulegt er. En enginn einn getur séð um það verkefni heldur er það samfélagsverkefni sem öll geta tekið þátt í og ættu að gera eftir bestu getu. Tilkynningum til Ábendingalínu Barnaheilla, þangað sem hægt er að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni á neti sem varðar börn, hefur fjölgað margfalt á þessu ári. Því fögnum við, því það merkir að fleiri og fleiri eru meðvitaðri um mikilvægi þess að tilkynna um slíkt efni og jafnframt eru meiri líkur á að börnum sé komið til hjálpar. Efnið er oft hægt að fjarlægja af netinu og líklegra er að þau börn sem málin varða fái stuðning til að vinna úr þeirra neikvæðu reynslu. Fræðsla um forvarnir gegn ofbeldi er afar mikilvæg fyrir alla foreldra. Með fræðslu aukum við sjálfsöryggi okkar og öðlumst skilning, verðum færari í að vera til staðar fyrir börnin okkar og hjálpum þeim að segja frá því ef þau eiga í erfiðleikum. Stafrænn foreldrafundur um netöryggi barna verður haldinn miðvikudaginn 23. nóvember í hádeginu, kl. 12:00. Foreldrar eru hvattir til að mæta á fundinn og bjóða samstarfsfélögum með sér. Verið öll velkomin á foreldrafundinn og slóðin er: https://fb.me/e/3NspsPBRN Greinin er skrifuð í tilefni samvinnu Barnaheilla, Heimilis og skóla, SAFT, 112 og Ríkislögreglustjóra um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi. Þóra Jónsdóttir, verkefnastjóri Ábendingalínu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun