Raf Simons gaf út sína fyrstu fatalínu árið 1995, fyrir 27 árum. Síðan þá hefur hann unnið til fjölda verðlauna og unnið með nokkrum af stærstu tískuhúsum heims, líkt og Christian Dior og Calvin Klein.

Hann tilkynnti í dag á Instagram-síðu sinni að fatalína Raf Simons merkisins sem kemur út næsta vor verði sú síðasta. Hann þakkar öllum sem unnu með honum fyrir stuðninginn.
„Mig skortir orð til að lýsa því hversu stoltur ég er af því sem við höfum áorkað. Ég er þakklátur fyrir ótrúlegan stuðning frá teyminu mínu, frá samstarfsaðilum, frá fjölmiðlum, kaupendum, frá vinum mínum og fjölskyldu og frá dyggum aðdáendum mínum,“ skrifaði hinn belgíski Simons á Instagram.
Sem stendur starfar Simons sem einn af sköpunarstjórum Prada. Hann hefur ekki tilkynnt um hvort hann ætli að halda áfram þar eða segja það gott í tískuheiminum í bili.