Börnin sem slógu í gegn í jólamyndum: Hvar eru þau nú? Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 18. desember 2022 12:01 Þau birtast okkur á skjánum hver einustu jól - En hvar eru þau í dag? imdb Í dag er fjórði í aðventu og eiga því eflaust einhverjir eftir að setja jólamynd í tækið. Jólin eru oft nefnd hátíð barnanna og eru það oft börn sem fara með lykilhlutverk í jólamyndunum. Vísir tók saman lista yfir tíu barnastjörnur sem birtast okkur á skjánum hver einustu jól. Taylor Momsen Leikkonan Taylor Momsen sló í gegn í hlutverki hinnar ljúfu Cindy Lou Who sem tókst að bræða tröllið sjálft í myndinni The Grinch. Myndin er frá árinu 2000 og var Momsen aðeins sjö ára gömul þegar hún lék á móti Jim Carrey í þessari sígildu mynd sem er enn þann dag í dag ein vinsælasta jólamyndin. Taylor Momsen sem Cindy Lou Who árið 2000, Alexandra í Spy Kids árið 2002 og loks Jenny Humphrey í Gossip Girl.imdb Tveimur árum síðar fór Momsen með hlutverk forsetadótturinnar Alexöndru í myndinni Spy Kids 2. Það var svo árið 2007 sem hún skaust upp á stjörnuhimininn í hlutverki sínu sem uppreisnarseggurinn Jenny Humphrey í þáttunum Gossip Girl sem sýndir voru til ársins 2012. Eftir að Gossip Girl ævintýrinu lauk sagði Momsen í viðtali að hún hefði misst ástríðuna fyrir leiklistinni. Hún hefur því ekkert leikið síðustu tíu árin en sneri sér alfarið að tónlist. Hún er söngkona í rokkhljómsveitinni The Pretty Reckless. View this post on Instagram A post shared by Taylor Momsen (@taylormomsen) Miffy Englefield og Emma Pritchard Nöfnin Miffy Englefield og Emma Pritchard hringja kannski ekki neinum bjöllum, en einhverjir muna þó eflaust eftir systrunum Sophie og Oliviu úr jólamyndinni vinsælu The Holiday. Miffy og Emma fóru með hlutverk dætra ekkilsins Graham sem leikinn var af Jude Law. Emma Pritchard og Miffy Englefield slógu í gegn í myndinni The Holiday.imdb Miffy og Emma voru sjö og fjögurra ára þegar þær fóru með hlutverk systranna í myndinni. Emma sem lék yngri systurina er um tvítugt í dag. Hún hvarf alveg úr sviðsljósinu eftir myndina og hefur ekkert leikið síðan. Engar myndir eru að finna af henni á netinu og er hún ekki á neinum samfélagsmiðlum. Annað má þó segja um „systur“ hennar, Miffy, sem hefur verið áberandi á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarin misseri. Eftir hlutverk sitt í The Holiday fór Miffy með nokkur minni hlutverk í sjónvarpsþáttum. Hún steig svo alfarið út úr leiklistarheiminum fyrir um tíu árum síðan. Það vakti svo mikla athygli þegar Miffy skaust fram á sjónarsviðið á ný á samfélagsmiðlinum TikTok. Hún var þá orðin tuttugu og tveggja ára gömul, komin með mjög afgerandi stíl og nánast óþekkjanleg í útliti. Miffy er orðin móðir og á tveggja ára gamla dóttur með kærasta sínum, trommaranum Alex Wivley-Conway. Hún hefur unnið sem barþjónn ásamt því að hafa reynt fyrir sér sem pönktónlistarkona. Í dag sýnir frá lífi sínu á TikTok þar sem hún hefur meðal annars talað um hlutverk sitt í The Holiday. @miffz_ Just some things people ask sometimes #childactor #theholiday #wherearetheynow #acting #childactress Winter / Chill / R & B_No517 - table_1 Juliette Lewis og Johnny Galecki Christmas Vacation hefur oft verið nefnd besta jólamynd í heimi. Myndin sem er frá árinu 1989 fjallar um Griswold fjölskylduna. Chevy Chase fer með hlutverk fjölskylduföðurins sem reynir sitt besta til þess að halda fjölskyldu sinni eftirminnileg jól en ýmislegt fer úrskeiðis. Það eru þau Juliette Lewis og Johnny Galecki sem fara með hlutverk Griswold systkinanna. Juliette Lewis og Johnny Galecki í hlutverki Griswold systkinanna.imdb Lewis og Galecki höfðu bæði leikið lítil hlutverk í sjónvarpsþáttum áður en þau slógu í gegn í Christmas Vacation. Þremur árum eftir að Christmas Vacation kom út fór Lewis með hlutverk í kvikmyndinni Cape Fear og hlaut hún tilnefningu til Óskarsverðlaunanna fyrir leik sinn. Síðan þá hefur hún leikið í myndum á borð við Natural Born Killers, From Dusk Till Dawn og August: Osage County. Galecki hefur einnig verið að gera það gott í sjónvarpi og kvikmyndum. Þekktastur er hann þó fyrir hlutverk sitt sem Leonard í gamanþáttunum The Big Bang Theory. Juliette Lewis og John Galecki hafa bæði verið að gera það gott síðan þau fóru með hlutver Griswold systkinanna í jólamyndinni Christmas Vacation.IMDB-Getty/Alberto E. Rodriguez Macaulay Culkin Ein allra frægasta jólabarnastjarna allra tíma hlýtur að vera Macaulay Culkin. Culkin skaust upp á stjörnuhimininn sem Kevin McCallister í jólamyndinni Home Alone árið 1990 þegar hann var tíu ára gamall. Í kjölfarið lék hann í tónlistarmyndbandi poppstjörnunnar Michael Jackson við lagið Black or White og fór með stór hlutverk í kvikmyndunum My Girl og The Good Son. Árið 1992 lék hann svo í framhaldi af Home Alone sem varð ekki síður vinsælt. Nokkrum árum síðar sagðist hann vera orðinn þreyttur á leiklistinni og vildi hætta að leika. Hann virðist þó hafa átt erfitt með frægðina sem fylgdi honum, því hann datt ofan í gryfju fíkniefna í nokkur ár. Culkin er þó kominn á mun betri stað í dag, er trúlofaður leikkonunni Brendu Song og á með henni einn son. Hann hefur komið fram í stöku sjónvarpsþáttum, var um tíma meðlimur sveitarinnar The Pizza Underground og heldur úti vefsíðunni Bunny Ears. Macaulay Culkin er sennilega ein frægasta barnastjarna Bandaríkjanna.imdb-getty/Kimberly White Devin Ratray Kevin greyið, sem skilinn var eftir einn heima í myndinni Home Alone, átti stóra fjölskyldu. Einn úr þeirri fjölskyldu var hrekkjusvínið Buzz McCallister sem Kevin átti í stöðugum erjum við. Það var hinn þrettán ára gamli Devin Ratray sem fór með hlutverk Buzz. Hann hafði þá verið að leika í fjögur ár og var þetta hans áttunda hlutverk. Eftir Home Alone myndirnar lék Ratray í myndinni Denna Dæmalausa. Í dag er Ratray orðinn fjörutíu og fimm ára gamall. Hann hefur leikið í um sjötíu kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þar á meðal Law and Order, The Good Wife, Masterminds, Chicago Med, Hustlers og Nebraska. Í sumar greindi fjölmiðillinn CNN frá því að Ratray hefði verið kærður fyrir kynferðisofbeldi gegn þáverandi kærustu sinni. Í kjölfar þeirra frétta steig önnur kona fram sem sakaði leikarann um að hafa byrlað fyrir sér og misnotað sig. Engar nýjar fregnir hafa borist af málinu frá því í sumar en samkvæmt frétt CNN áttu réttarhöld að fara fram í október. Leikarinn Devin Ratray lék hrekkjótta bróðirinn Buzz McCallaster í Home Alone 1 og 2.imdb-getty/John Parra Thomas Brodie-Sangster Hinn þrettán ára gamli Thomas Brodie-Sangster sló í gegn sem hinn ungi og ástfangni Sam í myndinni Love Actually sem kom út árið 2003. Hann hóf leiklistarferlinn aðeins tíu ára gamall og hafði hann leikið í þó nokkrum bíómyndum og sjónarpsþáttum fyrir hlutverk sitt í jólamyndinni ódauðlegu. Eftir hlutverk sitt í Love Actually hefur Sangster leikið í myndum á borð við Star Wars, Doctor Who, Game Of Thrones, Maze Runner og The Queen's Gambit. Thomas Brodie-Sangster hefur verið að gera það gott í kvikmyndaheiminum frá unga aldri.Getty/Andy Butterton-David M. Benett Olivia Olson Joanna Anderson hét stúlkan sem Sam litli var svo ástfanginn af í myndinni Love Actually. Anderson var leikin af hinni þá ellefu ára gömlu Oliviu Olson. Þrátt fyrir að Olson hafi verið í aukahlutverki í myndinni, sló hún í gegn með eftirminnilegum flutningi á jólalaginu sívinsæla All I Want for Christmas is You í myndinni. Olson hefur þó lítið sem ekkert komið fram á skjánum eftir hlutverk sitt í Love Actually. Hún hefur snúið sér alfarið að talsetningu og tónlistarferlinum. Fyrir þremur árum síðan sást hún þó á skjánum á nýjan leik þegar hún tók þátt í X Factor Celebrity. Ferðalag hennar í þáttunum var þó ekki langt, því hún var með þeim fyrstu til að vera send heim. Mara Wilson Síðust en ekki síst er ungstirnið Mara Wilson. Þó svo að nafnið hringi kannski ekki bjöllum, þá hafa sennilega flestir séð hana á skjánum. Hún skaust fyrst fram á sjónarsviðið aðeins sex ára gömul í myndinin Mrs Doubtfire þar sem hún lék á móti grínistanum Robin Williams. Ári síðar fór hún svo með hlutverk litlu stúlkunnar Susan Walker í jólamyndinni klassísku Miracle on 34th Street. Myndin segir frá litlu stúlkunni Susan sem misst hefur trúnna á jólasveininn, þegar hún kynnist hinum ótrúlega herra Kringle sem fær hana til þess að byrja að trúa á ný. Mara Wilson gerði garðinn frægan í jólamyndinni Miracle on 34th Street aðeins sjö ára gömul. Tveimur árum síðar lék hún aðalhlutverkið í myndinni Mattildu.imdb Þeir lesendur sem hafa hvorki séð Mrs Doubtfire né Miracle on 34th Street, hljóta allavega kannast við Wilson úr myndinni Mattildu frá árinu 1996. Wilson hefur ekki farið með nein stór hlutverk síðan hún lék Mattildu fyrir 26 árum síðan en hefur leikið aukahlutverk í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum og bíómyndum og talsett nokkrar myndir. Hún segist hafa fengið sig fullsadda af kvikmyndabransanum þegar hún varð unglingur. Í dag hefur Wilson snúið sér að skrifum. Hún gaf út bókina Where Am I Now? fyrir fimm árum síðan. Í þeirri bók rifjar hún meðal annars upp uppvaxtarárin í kvikmyndabransanum. Barnastjarnan Mara Wilson er í dag 35 ára gömul og hefur yfirgefið Hollywood.Getty/Alberto E. Rodriguez Bíó og sjónvarp Einu sinni var... Jól Tengdar fréttir Það er ekki sjón að sjá þig stelpa Sautján ára leikkonan Taylor Momsen, sem varð heimsþekkt í sjónvarpsþáttaröðinni Gossip Girl, leggur nú áherslu á söngferil sinn með rokkbandinu The Pretty Reckless. Stelpan var í vægast sagt slæmu ástandi eins og meðfylgjandi myndir sýna þegar hún yfirgaf eftirpartý Metal Hammer Golden God tónlistarhátíðarinnar sem fram fór í London í fyrradag. 15. júní 2011 10:17 Culkin útskýrir af hverju hann sagði skyndilega skilið við Hollywood Macauley Culkin segir að faðir hans hafi beitt hann líkamlegu og andlegu ofbeldi. 24. janúar 2018 12:49 Kevin átti aldrei séns að ná fluginu Fyrsta Home Alone myndin kom út árið 1990 og hefur hún verið ein allra vinsælasta jólamyndin síðan þá. 15. nóvember 2017 15:30 Húsið úr Home Alone til sölu Húsið úr kvikmyndinni Home Alone er til sölu fyrir litlar 280 milljónir króna. Í myndinni fór barnastjarnan Macauley Culkin illa með tvo óheppna innbrotsþjófa sem ætluðu að láta greipar sópa. Stráksi, sem var einn heima því foreldrarnir gleymdu honum þegar þau fóru í frí, tók hinsvegar til sinna ráða og tókst með ýmsum brögðum að yfirbuga þrjótana. 6. maí 2011 22:24 Hvar eru þessar barnastjörnur í dag? Frægðarsól þeirra skein skært á síðustu öld. 13. nóvember 2017 20:30 Afar stressuð fyrir kossinn í Love Actually sem var fyrsti kossinn Leikkonan Olivia Olson segist aldrei hafa getað gert sér í hugarlund hve vinsæl kvikmyndin Love Actually yrði. 17. desember 2016 17:00 Sjáðu hvernig stjörnurnar úr Love Actually líta út í dag - Myndir Hjá mörgum koma jólin ekki nema búið sé að horfa á myndina Love Actually að minnsta kosti einu sinni. 22. desember 2015 11:30 Leikarahópurinn úr Mathilda hittist aftur eftir 21 ár Barnamyndin Mathilda sló í gegn árið 1996 en myndin fjallar um bráðgáfaða stúlku sem á vægast sagt dapra foreldra. 15. desember 2017 13:30 Mest lesið Jólahús á Selfossi myndað í gríð og erg Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Jóladagatal Vísis: Skólarappið sem verður aldrei þreytt Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Jóladagatal Vísis: Svona var FM95BLÖ kynntur til leiks fyrir átta árum Jól Jóladagatal Vísis: Skyrglíma Nilla við Þórunni Antoníu og Guðrúnu Margréti Jól Jólamolar: Christmas Vacation fastur liður á hverju ári Jól Jóladagatal Vísis: Fastur á Vesturlandsvegi í tvær klukkustundir Jól Fleiri fréttir Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Taylor Momsen Leikkonan Taylor Momsen sló í gegn í hlutverki hinnar ljúfu Cindy Lou Who sem tókst að bræða tröllið sjálft í myndinni The Grinch. Myndin er frá árinu 2000 og var Momsen aðeins sjö ára gömul þegar hún lék á móti Jim Carrey í þessari sígildu mynd sem er enn þann dag í dag ein vinsælasta jólamyndin. Taylor Momsen sem Cindy Lou Who árið 2000, Alexandra í Spy Kids árið 2002 og loks Jenny Humphrey í Gossip Girl.imdb Tveimur árum síðar fór Momsen með hlutverk forsetadótturinnar Alexöndru í myndinni Spy Kids 2. Það var svo árið 2007 sem hún skaust upp á stjörnuhimininn í hlutverki sínu sem uppreisnarseggurinn Jenny Humphrey í þáttunum Gossip Girl sem sýndir voru til ársins 2012. Eftir að Gossip Girl ævintýrinu lauk sagði Momsen í viðtali að hún hefði misst ástríðuna fyrir leiklistinni. Hún hefur því ekkert leikið síðustu tíu árin en sneri sér alfarið að tónlist. Hún er söngkona í rokkhljómsveitinni The Pretty Reckless. View this post on Instagram A post shared by Taylor Momsen (@taylormomsen) Miffy Englefield og Emma Pritchard Nöfnin Miffy Englefield og Emma Pritchard hringja kannski ekki neinum bjöllum, en einhverjir muna þó eflaust eftir systrunum Sophie og Oliviu úr jólamyndinni vinsælu The Holiday. Miffy og Emma fóru með hlutverk dætra ekkilsins Graham sem leikinn var af Jude Law. Emma Pritchard og Miffy Englefield slógu í gegn í myndinni The Holiday.imdb Miffy og Emma voru sjö og fjögurra ára þegar þær fóru með hlutverk systranna í myndinni. Emma sem lék yngri systurina er um tvítugt í dag. Hún hvarf alveg úr sviðsljósinu eftir myndina og hefur ekkert leikið síðan. Engar myndir eru að finna af henni á netinu og er hún ekki á neinum samfélagsmiðlum. Annað má þó segja um „systur“ hennar, Miffy, sem hefur verið áberandi á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarin misseri. Eftir hlutverk sitt í The Holiday fór Miffy með nokkur minni hlutverk í sjónvarpsþáttum. Hún steig svo alfarið út úr leiklistarheiminum fyrir um tíu árum síðan. Það vakti svo mikla athygli þegar Miffy skaust fram á sjónarsviðið á ný á samfélagsmiðlinum TikTok. Hún var þá orðin tuttugu og tveggja ára gömul, komin með mjög afgerandi stíl og nánast óþekkjanleg í útliti. Miffy er orðin móðir og á tveggja ára gamla dóttur með kærasta sínum, trommaranum Alex Wivley-Conway. Hún hefur unnið sem barþjónn ásamt því að hafa reynt fyrir sér sem pönktónlistarkona. Í dag sýnir frá lífi sínu á TikTok þar sem hún hefur meðal annars talað um hlutverk sitt í The Holiday. @miffz_ Just some things people ask sometimes #childactor #theholiday #wherearetheynow #acting #childactress Winter / Chill / R & B_No517 - table_1 Juliette Lewis og Johnny Galecki Christmas Vacation hefur oft verið nefnd besta jólamynd í heimi. Myndin sem er frá árinu 1989 fjallar um Griswold fjölskylduna. Chevy Chase fer með hlutverk fjölskylduföðurins sem reynir sitt besta til þess að halda fjölskyldu sinni eftirminnileg jól en ýmislegt fer úrskeiðis. Það eru þau Juliette Lewis og Johnny Galecki sem fara með hlutverk Griswold systkinanna. Juliette Lewis og Johnny Galecki í hlutverki Griswold systkinanna.imdb Lewis og Galecki höfðu bæði leikið lítil hlutverk í sjónvarpsþáttum áður en þau slógu í gegn í Christmas Vacation. Þremur árum eftir að Christmas Vacation kom út fór Lewis með hlutverk í kvikmyndinni Cape Fear og hlaut hún tilnefningu til Óskarsverðlaunanna fyrir leik sinn. Síðan þá hefur hún leikið í myndum á borð við Natural Born Killers, From Dusk Till Dawn og August: Osage County. Galecki hefur einnig verið að gera það gott í sjónvarpi og kvikmyndum. Þekktastur er hann þó fyrir hlutverk sitt sem Leonard í gamanþáttunum The Big Bang Theory. Juliette Lewis og John Galecki hafa bæði verið að gera það gott síðan þau fóru með hlutver Griswold systkinanna í jólamyndinni Christmas Vacation.IMDB-Getty/Alberto E. Rodriguez Macaulay Culkin Ein allra frægasta jólabarnastjarna allra tíma hlýtur að vera Macaulay Culkin. Culkin skaust upp á stjörnuhimininn sem Kevin McCallister í jólamyndinni Home Alone árið 1990 þegar hann var tíu ára gamall. Í kjölfarið lék hann í tónlistarmyndbandi poppstjörnunnar Michael Jackson við lagið Black or White og fór með stór hlutverk í kvikmyndunum My Girl og The Good Son. Árið 1992 lék hann svo í framhaldi af Home Alone sem varð ekki síður vinsælt. Nokkrum árum síðar sagðist hann vera orðinn þreyttur á leiklistinni og vildi hætta að leika. Hann virðist þó hafa átt erfitt með frægðina sem fylgdi honum, því hann datt ofan í gryfju fíkniefna í nokkur ár. Culkin er þó kominn á mun betri stað í dag, er trúlofaður leikkonunni Brendu Song og á með henni einn son. Hann hefur komið fram í stöku sjónvarpsþáttum, var um tíma meðlimur sveitarinnar The Pizza Underground og heldur úti vefsíðunni Bunny Ears. Macaulay Culkin er sennilega ein frægasta barnastjarna Bandaríkjanna.imdb-getty/Kimberly White Devin Ratray Kevin greyið, sem skilinn var eftir einn heima í myndinni Home Alone, átti stóra fjölskyldu. Einn úr þeirri fjölskyldu var hrekkjusvínið Buzz McCallister sem Kevin átti í stöðugum erjum við. Það var hinn þrettán ára gamli Devin Ratray sem fór með hlutverk Buzz. Hann hafði þá verið að leika í fjögur ár og var þetta hans áttunda hlutverk. Eftir Home Alone myndirnar lék Ratray í myndinni Denna Dæmalausa. Í dag er Ratray orðinn fjörutíu og fimm ára gamall. Hann hefur leikið í um sjötíu kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þar á meðal Law and Order, The Good Wife, Masterminds, Chicago Med, Hustlers og Nebraska. Í sumar greindi fjölmiðillinn CNN frá því að Ratray hefði verið kærður fyrir kynferðisofbeldi gegn þáverandi kærustu sinni. Í kjölfar þeirra frétta steig önnur kona fram sem sakaði leikarann um að hafa byrlað fyrir sér og misnotað sig. Engar nýjar fregnir hafa borist af málinu frá því í sumar en samkvæmt frétt CNN áttu réttarhöld að fara fram í október. Leikarinn Devin Ratray lék hrekkjótta bróðirinn Buzz McCallaster í Home Alone 1 og 2.imdb-getty/John Parra Thomas Brodie-Sangster Hinn þrettán ára gamli Thomas Brodie-Sangster sló í gegn sem hinn ungi og ástfangni Sam í myndinni Love Actually sem kom út árið 2003. Hann hóf leiklistarferlinn aðeins tíu ára gamall og hafði hann leikið í þó nokkrum bíómyndum og sjónarpsþáttum fyrir hlutverk sitt í jólamyndinni ódauðlegu. Eftir hlutverk sitt í Love Actually hefur Sangster leikið í myndum á borð við Star Wars, Doctor Who, Game Of Thrones, Maze Runner og The Queen's Gambit. Thomas Brodie-Sangster hefur verið að gera það gott í kvikmyndaheiminum frá unga aldri.Getty/Andy Butterton-David M. Benett Olivia Olson Joanna Anderson hét stúlkan sem Sam litli var svo ástfanginn af í myndinni Love Actually. Anderson var leikin af hinni þá ellefu ára gömlu Oliviu Olson. Þrátt fyrir að Olson hafi verið í aukahlutverki í myndinni, sló hún í gegn með eftirminnilegum flutningi á jólalaginu sívinsæla All I Want for Christmas is You í myndinni. Olson hefur þó lítið sem ekkert komið fram á skjánum eftir hlutverk sitt í Love Actually. Hún hefur snúið sér alfarið að talsetningu og tónlistarferlinum. Fyrir þremur árum síðan sást hún þó á skjánum á nýjan leik þegar hún tók þátt í X Factor Celebrity. Ferðalag hennar í þáttunum var þó ekki langt, því hún var með þeim fyrstu til að vera send heim. Mara Wilson Síðust en ekki síst er ungstirnið Mara Wilson. Þó svo að nafnið hringi kannski ekki bjöllum, þá hafa sennilega flestir séð hana á skjánum. Hún skaust fyrst fram á sjónarsviðið aðeins sex ára gömul í myndinin Mrs Doubtfire þar sem hún lék á móti grínistanum Robin Williams. Ári síðar fór hún svo með hlutverk litlu stúlkunnar Susan Walker í jólamyndinni klassísku Miracle on 34th Street. Myndin segir frá litlu stúlkunni Susan sem misst hefur trúnna á jólasveininn, þegar hún kynnist hinum ótrúlega herra Kringle sem fær hana til þess að byrja að trúa á ný. Mara Wilson gerði garðinn frægan í jólamyndinni Miracle on 34th Street aðeins sjö ára gömul. Tveimur árum síðar lék hún aðalhlutverkið í myndinni Mattildu.imdb Þeir lesendur sem hafa hvorki séð Mrs Doubtfire né Miracle on 34th Street, hljóta allavega kannast við Wilson úr myndinni Mattildu frá árinu 1996. Wilson hefur ekki farið með nein stór hlutverk síðan hún lék Mattildu fyrir 26 árum síðan en hefur leikið aukahlutverk í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum og bíómyndum og talsett nokkrar myndir. Hún segist hafa fengið sig fullsadda af kvikmyndabransanum þegar hún varð unglingur. Í dag hefur Wilson snúið sér að skrifum. Hún gaf út bókina Where Am I Now? fyrir fimm árum síðan. Í þeirri bók rifjar hún meðal annars upp uppvaxtarárin í kvikmyndabransanum. Barnastjarnan Mara Wilson er í dag 35 ára gömul og hefur yfirgefið Hollywood.Getty/Alberto E. Rodriguez
Bíó og sjónvarp Einu sinni var... Jól Tengdar fréttir Það er ekki sjón að sjá þig stelpa Sautján ára leikkonan Taylor Momsen, sem varð heimsþekkt í sjónvarpsþáttaröðinni Gossip Girl, leggur nú áherslu á söngferil sinn með rokkbandinu The Pretty Reckless. Stelpan var í vægast sagt slæmu ástandi eins og meðfylgjandi myndir sýna þegar hún yfirgaf eftirpartý Metal Hammer Golden God tónlistarhátíðarinnar sem fram fór í London í fyrradag. 15. júní 2011 10:17 Culkin útskýrir af hverju hann sagði skyndilega skilið við Hollywood Macauley Culkin segir að faðir hans hafi beitt hann líkamlegu og andlegu ofbeldi. 24. janúar 2018 12:49 Kevin átti aldrei séns að ná fluginu Fyrsta Home Alone myndin kom út árið 1990 og hefur hún verið ein allra vinsælasta jólamyndin síðan þá. 15. nóvember 2017 15:30 Húsið úr Home Alone til sölu Húsið úr kvikmyndinni Home Alone er til sölu fyrir litlar 280 milljónir króna. Í myndinni fór barnastjarnan Macauley Culkin illa með tvo óheppna innbrotsþjófa sem ætluðu að láta greipar sópa. Stráksi, sem var einn heima því foreldrarnir gleymdu honum þegar þau fóru í frí, tók hinsvegar til sinna ráða og tókst með ýmsum brögðum að yfirbuga þrjótana. 6. maí 2011 22:24 Hvar eru þessar barnastjörnur í dag? Frægðarsól þeirra skein skært á síðustu öld. 13. nóvember 2017 20:30 Afar stressuð fyrir kossinn í Love Actually sem var fyrsti kossinn Leikkonan Olivia Olson segist aldrei hafa getað gert sér í hugarlund hve vinsæl kvikmyndin Love Actually yrði. 17. desember 2016 17:00 Sjáðu hvernig stjörnurnar úr Love Actually líta út í dag - Myndir Hjá mörgum koma jólin ekki nema búið sé að horfa á myndina Love Actually að minnsta kosti einu sinni. 22. desember 2015 11:30 Leikarahópurinn úr Mathilda hittist aftur eftir 21 ár Barnamyndin Mathilda sló í gegn árið 1996 en myndin fjallar um bráðgáfaða stúlku sem á vægast sagt dapra foreldra. 15. desember 2017 13:30 Mest lesið Jólahús á Selfossi myndað í gríð og erg Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Jóladagatal Vísis: Skólarappið sem verður aldrei þreytt Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Jóladagatal Vísis: Svona var FM95BLÖ kynntur til leiks fyrir átta árum Jól Jóladagatal Vísis: Skyrglíma Nilla við Þórunni Antoníu og Guðrúnu Margréti Jól Jólamolar: Christmas Vacation fastur liður á hverju ári Jól Jóladagatal Vísis: Fastur á Vesturlandsvegi í tvær klukkustundir Jól Fleiri fréttir Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Það er ekki sjón að sjá þig stelpa Sautján ára leikkonan Taylor Momsen, sem varð heimsþekkt í sjónvarpsþáttaröðinni Gossip Girl, leggur nú áherslu á söngferil sinn með rokkbandinu The Pretty Reckless. Stelpan var í vægast sagt slæmu ástandi eins og meðfylgjandi myndir sýna þegar hún yfirgaf eftirpartý Metal Hammer Golden God tónlistarhátíðarinnar sem fram fór í London í fyrradag. 15. júní 2011 10:17
Culkin útskýrir af hverju hann sagði skyndilega skilið við Hollywood Macauley Culkin segir að faðir hans hafi beitt hann líkamlegu og andlegu ofbeldi. 24. janúar 2018 12:49
Kevin átti aldrei séns að ná fluginu Fyrsta Home Alone myndin kom út árið 1990 og hefur hún verið ein allra vinsælasta jólamyndin síðan þá. 15. nóvember 2017 15:30
Húsið úr Home Alone til sölu Húsið úr kvikmyndinni Home Alone er til sölu fyrir litlar 280 milljónir króna. Í myndinni fór barnastjarnan Macauley Culkin illa með tvo óheppna innbrotsþjófa sem ætluðu að láta greipar sópa. Stráksi, sem var einn heima því foreldrarnir gleymdu honum þegar þau fóru í frí, tók hinsvegar til sinna ráða og tókst með ýmsum brögðum að yfirbuga þrjótana. 6. maí 2011 22:24
Hvar eru þessar barnastjörnur í dag? Frægðarsól þeirra skein skært á síðustu öld. 13. nóvember 2017 20:30
Afar stressuð fyrir kossinn í Love Actually sem var fyrsti kossinn Leikkonan Olivia Olson segist aldrei hafa getað gert sér í hugarlund hve vinsæl kvikmyndin Love Actually yrði. 17. desember 2016 17:00
Sjáðu hvernig stjörnurnar úr Love Actually líta út í dag - Myndir Hjá mörgum koma jólin ekki nema búið sé að horfa á myndina Love Actually að minnsta kosti einu sinni. 22. desember 2015 11:30
Leikarahópurinn úr Mathilda hittist aftur eftir 21 ár Barnamyndin Mathilda sló í gegn árið 1996 en myndin fjallar um bráðgáfaða stúlku sem á vægast sagt dapra foreldra. 15. desember 2017 13:30