„Staðfestir mjög sterka lagalega stöðu“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. nóvember 2022 21:45 Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. aðsend Lögfræðiálit um ÍL-sjóð og möguleg slit hans staðfesta sterka lagalega stöðu lífeyrissjóðana gagnvart ríkinu. Áform fjármálaráðherra um gjaldþrot eða sambærileg slit sjóðsins brýtur gegn bæði stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta segir Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, og máli sínu til stuðnings vísar hann til lögfræðiálits lögmannsþjónustunnar LOGOS sem var birt í dag. Þar segir meðal annars að ríkið beri beina ábyrgð á skuldbindingum ÍL-sjóðs og að sjóðurinn teljist hluti af fjármálaráðuneyti. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur mótmælt því harðlega að slitameðferð ÍL-sjóðs jafngildi greiðslufalli ríkissjóðs. Það staðhæfir hins vegar lögfræðiálit LOGOS. „Þetta staðfestir mjög sterka lagalega stöðu sem við töldum okkur hafa. Í þessu áliti er alveg rakið skref fyrir skref, lagaleg staða sjóðanna. Það er ekki annað að sjá en að ríkið sé í fullkomnum órétti með þetta. Með þessu væri mögulega brotið gegn bæði stjórnarská og mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir Arne Vagn Olsen og vísar þar til þeirrar ályktunar í áliti LOGOS að fyrirhugað inngrip fæli í sér eignarnám eða annars konar skerðingu eignarréttinda og myndi gera íslenska ríkið bótaskylt gagnvart skuldabréfaeigendum. Hann telur því að endurskoða verði vegferð ríkisins í málefnum ÍL-sjóðs. Hann segir bótarétt sem myndi skapast við slitin geta reynst ríkissjóði dýrari en ella. Sjá einnig: Ríkið sparar 150 milljarða með því að slíta gamla Íbúðalánasjóði „Þetta er gríðarlega stórt viðfangsefni sem við fengum í hendurnar 20. október þegar fjármálaráðherra kynnti sín áform. Það greiningarferli tók fyrst og fremst til þeirrar lagalegu stöðu sem við töldum okkur hafa og ítarlegt álit LOGOS er að staðfesta. Nú verðum við bara að meta stöðuna og ráðherra hlýtur að meta sína stöðu núna. En við allavega teljum okkar stöðu vera mjög sterka,“ segir Arne að lokum. ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Sjá meira
Þetta segir Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, og máli sínu til stuðnings vísar hann til lögfræðiálits lögmannsþjónustunnar LOGOS sem var birt í dag. Þar segir meðal annars að ríkið beri beina ábyrgð á skuldbindingum ÍL-sjóðs og að sjóðurinn teljist hluti af fjármálaráðuneyti. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur mótmælt því harðlega að slitameðferð ÍL-sjóðs jafngildi greiðslufalli ríkissjóðs. Það staðhæfir hins vegar lögfræðiálit LOGOS. „Þetta staðfestir mjög sterka lagalega stöðu sem við töldum okkur hafa. Í þessu áliti er alveg rakið skref fyrir skref, lagaleg staða sjóðanna. Það er ekki annað að sjá en að ríkið sé í fullkomnum órétti með þetta. Með þessu væri mögulega brotið gegn bæði stjórnarská og mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir Arne Vagn Olsen og vísar þar til þeirrar ályktunar í áliti LOGOS að fyrirhugað inngrip fæli í sér eignarnám eða annars konar skerðingu eignarréttinda og myndi gera íslenska ríkið bótaskylt gagnvart skuldabréfaeigendum. Hann telur því að endurskoða verði vegferð ríkisins í málefnum ÍL-sjóðs. Hann segir bótarétt sem myndi skapast við slitin geta reynst ríkissjóði dýrari en ella. Sjá einnig: Ríkið sparar 150 milljarða með því að slíta gamla Íbúðalánasjóði „Þetta er gríðarlega stórt viðfangsefni sem við fengum í hendurnar 20. október þegar fjármálaráðherra kynnti sín áform. Það greiningarferli tók fyrst og fremst til þeirrar lagalegu stöðu sem við töldum okkur hafa og ítarlegt álit LOGOS er að staðfesta. Nú verðum við bara að meta stöðuna og ráðherra hlýtur að meta sína stöðu núna. En við allavega teljum okkar stöðu vera mjög sterka,“ segir Arne að lokum.
ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Sjá meira