Seðlabankinn og eina verkfærið Andri Reyr Haraldsson skrifar 24. nóvember 2022 09:00 Nú er ég ekki hagfræðingur, bara einn af þeim spekingum sem þykjast vita best. Engu að síður er ég nokkuð viss um að Seðlabankanum vantar verkfæri í verkfæratöskuna sína. Buxnalausi rafvirkinn með höfuðljósið leysir ekki vandann þó hann sjái kannski vandamálið. Hagstjórn Seðlabankans hefur einkennst af úrræðaleysi og endurtekningum, svolítið eins og að slá alltaf inn öryggi sem slær út án þess að athuga hvers vegna útsláttur átti sér stað til að byrja með. Hækkun stýrivaxta er álíka góð aðferðarfræði og að pissa í skóinn sinn þegar kalt er, afleiðingarnar eru miklu verri en skammgóði vermirinn, þetta veit hver einasti maður sem það hefur prófað. Seðlabankastjóri sjálfur virðist alltaf stressaður og sveittur þegar hann kynnir nýjustu vaxtahækkanir, og um leið boðar fleiri svona til þess að við höldum okkur örugglega á mottunni. Svolítið eins og hann sé ekki sannfærður um þessar aðgerðir en framkvæmi þær meira af skyldurækni við eitthvað fyrirbæri sem við hin skiljum ekki. Ef eina hlutverk bankans, peningastefnunefndar og alls þessa bákns er að hækka og lækka vexti ef x er x og y er y þá held ég að Excel gæti allt eins verið seðlabankastjóri. Eða er kannski einhver möguleiki að báknið Seðlabankinn sé í raun ekki að hugsa um hagsmuni okkar allra, ekki einu sinni hagkerfisins í heild sinni? Excel getur tekið tillit til allra breyta sem settar eru inn í það, hvort sem það er afkoma fólks eða fyrirtækja. Excel forgangsraðar ekki einni grein eða einum hópi fólks ofar öðrum nema það sé ætlunin. Gæti verið að Excel yrði jafnvel mannúðlegri seðlabankastjóri? Spurning hvort seðlabankastjóri ætti að prófa að pissa í skóinn sinn, það gæti hreinlega víkkað sjóndeildarhringinn og fyllt verkfæratöskuna. Höfundur er formaður Félags íslenskra rafvirkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Kjaramál Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er ég ekki hagfræðingur, bara einn af þeim spekingum sem þykjast vita best. Engu að síður er ég nokkuð viss um að Seðlabankanum vantar verkfæri í verkfæratöskuna sína. Buxnalausi rafvirkinn með höfuðljósið leysir ekki vandann þó hann sjái kannski vandamálið. Hagstjórn Seðlabankans hefur einkennst af úrræðaleysi og endurtekningum, svolítið eins og að slá alltaf inn öryggi sem slær út án þess að athuga hvers vegna útsláttur átti sér stað til að byrja með. Hækkun stýrivaxta er álíka góð aðferðarfræði og að pissa í skóinn sinn þegar kalt er, afleiðingarnar eru miklu verri en skammgóði vermirinn, þetta veit hver einasti maður sem það hefur prófað. Seðlabankastjóri sjálfur virðist alltaf stressaður og sveittur þegar hann kynnir nýjustu vaxtahækkanir, og um leið boðar fleiri svona til þess að við höldum okkur örugglega á mottunni. Svolítið eins og hann sé ekki sannfærður um þessar aðgerðir en framkvæmi þær meira af skyldurækni við eitthvað fyrirbæri sem við hin skiljum ekki. Ef eina hlutverk bankans, peningastefnunefndar og alls þessa bákns er að hækka og lækka vexti ef x er x og y er y þá held ég að Excel gæti allt eins verið seðlabankastjóri. Eða er kannski einhver möguleiki að báknið Seðlabankinn sé í raun ekki að hugsa um hagsmuni okkar allra, ekki einu sinni hagkerfisins í heild sinni? Excel getur tekið tillit til allra breyta sem settar eru inn í það, hvort sem það er afkoma fólks eða fyrirtækja. Excel forgangsraðar ekki einni grein eða einum hópi fólks ofar öðrum nema það sé ætlunin. Gæti verið að Excel yrði jafnvel mannúðlegri seðlabankastjóri? Spurning hvort seðlabankastjóri ætti að prófa að pissa í skóinn sinn, það gæti hreinlega víkkað sjóndeildarhringinn og fyllt verkfæratöskuna. Höfundur er formaður Félags íslenskra rafvirkja.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun