Íranskur landsliðsmaður handtekinn eftir æfingu Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2022 15:17 Voria Ghafouri hefur leikið með íranska landsliðinu frá árinu 2014, alls að minnsta kosti 28 leiki, en er ekki í HM-hópi liðsins. Getty/Mohammad Karamali Voria Ghafouri, landsliðsmaður Írans í fótbolta, hefur verið handtekinn, sakaður um að dreifa „áróðri“ gegn íranska ríkinu. Frá þessu greinir meðal annars AFP og hefur það eftir Fars News fréttamiðlinum í Íran. Ghafouri var handtekinn eftir æfingu með liði sínu Foolad Khuzestan og sakaður um að hafa „eyðilagt orðspor landsliðsins og dreift áróðri gegn ríkinu,“ samkvæmt frétt Fars News. Hann hefur látið í sér heyra í mótmælaöldunni í Íran í kjölfar þess að hin 22 ára gamla Mahsa Amini lést þar í varðhaldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir brot gegn lögum um slæðunotkun kvenna. Ghafouri er 35 ára og á að baki 28 landsleiki en hann var ekki valinn í hópinn sem spilar á HM í Katar þessa dagana. Hann tók því ekki þátt í því þegar liðið sýndi andstöðu sína við stjórnvöld með því að þegja á meðan að þjóðsöngurinn var spilaður, fyrir leikinn við England á mánudaginn. Fjölskylda Amini og mótmælendur segja hana hafa verið barða til bana af lögreglu en yfirvöld hafa haldið því fram að hún hafi fengið fyrir hjartað. Mannréttindasamtök segja fleiri en 400 hafa látið lífið í mótmælunum og 16.800 verið handtekna. Leiðtogar Íran hafa kallað mótmælin óeirðir, sem þeir segja skipulögð af erlendum óvinum ríkisins. Þegar byrjunarlið Írans þagði yfir þjóðsöngnum fyrir leikinn við England á mánudag var skipt um sjónarhorn í útsendingunni í írönsku sjónvarpi og notast við vítt skot af vellinum, svo að ekki sæist í leikmenn. Hópur íranskra stuðningsmanna á vellinum baulaði á meðan að þjóðsöngurinn var leikinn. Eftir leik sagði Carlos Queiroz, landsliðsþjálfari Írans, að stuðningsmenn sem ekki styddu sitt lið ættu að halda sig heima. Næsti leikur Írans á HM er gegn Wales í fyrramálið. HM 2022 í Katar Fótbolti Íran Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Frá þessu greinir meðal annars AFP og hefur það eftir Fars News fréttamiðlinum í Íran. Ghafouri var handtekinn eftir æfingu með liði sínu Foolad Khuzestan og sakaður um að hafa „eyðilagt orðspor landsliðsins og dreift áróðri gegn ríkinu,“ samkvæmt frétt Fars News. Hann hefur látið í sér heyra í mótmælaöldunni í Íran í kjölfar þess að hin 22 ára gamla Mahsa Amini lést þar í varðhaldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir brot gegn lögum um slæðunotkun kvenna. Ghafouri er 35 ára og á að baki 28 landsleiki en hann var ekki valinn í hópinn sem spilar á HM í Katar þessa dagana. Hann tók því ekki þátt í því þegar liðið sýndi andstöðu sína við stjórnvöld með því að þegja á meðan að þjóðsöngurinn var spilaður, fyrir leikinn við England á mánudaginn. Fjölskylda Amini og mótmælendur segja hana hafa verið barða til bana af lögreglu en yfirvöld hafa haldið því fram að hún hafi fengið fyrir hjartað. Mannréttindasamtök segja fleiri en 400 hafa látið lífið í mótmælunum og 16.800 verið handtekna. Leiðtogar Íran hafa kallað mótmælin óeirðir, sem þeir segja skipulögð af erlendum óvinum ríkisins. Þegar byrjunarlið Írans þagði yfir þjóðsöngnum fyrir leikinn við England á mánudag var skipt um sjónarhorn í útsendingunni í írönsku sjónvarpi og notast við vítt skot af vellinum, svo að ekki sæist í leikmenn. Hópur íranskra stuðningsmanna á vellinum baulaði á meðan að þjóðsöngurinn var leikinn. Eftir leik sagði Carlos Queiroz, landsliðsþjálfari Írans, að stuðningsmenn sem ekki styddu sitt lið ættu að halda sig heima. Næsti leikur Írans á HM er gegn Wales í fyrramálið.
HM 2022 í Katar Fótbolti Íran Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira