Píratar 10 ára: áratugur öðruvísi stjórnmála Halldóra Mogensen skrifar 24. nóvember 2022 17:00 Píratar eru 10 ára og við erum komin til að vera. Við berjumst ekki gegn, við viljum ekki rífa niður. Við berjumst fyrir, byggjum upp og bjóðum fram lausnir. Við erum breiðfylking ungs fólks, fylking samfélags fyrir alla, umbótaafl í stjórnmálum, aðhald gegn spillingu – og við höfum mótað okkur sess sem ein af grunnstoðum íslenskra stjórnmála. Pælum aðeins í því. Það eru tíu ár síðan Píratar byrjuðu að beita sér fyrir uppfærðri stjórnmálamenningu, aðhaldi með valdi, gagnsæi, gagnrýnni hugsun og lýðræði. Á þessum tíu árum höfum við náð raunverulegum árangri. Hægt og bítandi höfum við sýnt og sannað að Píratar séu afl heiðarleikans. Afl sem er keyrt áfram af venjulegu fólki sem vill bara skapa lýðræðislegt og heilbrigt samfélag þar sem allir fá tækifæri til að dafna og lifa lífinu á sínum forsendum. Baráttan fyrir gagnsæi og réttlæti Við höfum lagt mikla áherslu á gagnsæi og baráttuna gegn spillingu, því lýðræðið verður aldrei heilbrigt án þess að við séum viss um að við séum öll að leika eftir sömu leikreglum. Við spyrjum spurninga, köllum eftir svörum og bendum á þegar keisarinn er nakinn, því lýðræðið getur ekki þrifist í þögninni, myrkrinu og meðvirkninni. Við þekkjum það allt of vel hvernig það er ganga upp í móti í baráttunni fyrir réttlætismálum. Við þekkjum líka viðbrögðin við aðhaldinu sem Píratar standa fyrir. Þau eru oftast harkaleg. Það er talað niður til okkar og við erum sökuð um að vita ekkert og skilja ekkert. Svo virðist sem allt megi í íslenskum stjórnmálum annað en að raunverulega skoða málin ofan í kjölinn. Það má segja að þetta sé hin sannkallaða festa íslenskra stjórnmála. Yfirlæti og hortugheit. Sendiboðinn skotinn, málum þvælt og almenningur svo skammaður fyrir að láta ekki bjóða sér óréttlætið og sjálftökuna. Píratar neita að taka þátt í þessu, því þetta er ömurleg pólitík. Píratar snúast um lýðræði Hvað er að vera Pírati? Ég velti þessu oft fyrir mér. Það er gott að taka stundum smá stund og skoða eigin verk og hugsanir. Píratar voru stofnaðir til þess að innleiða virkt lýðræði á Íslandi. Grunnstefna flokksins hvílir á lýðræði og það hefur haft áhrif á öll vinnubrögð Pírata frá upphafi. En lýðræði er ekki bara kosningar, prófkjör og þjóðaratkvæðagreiðslur. Lýðræði er líka nálgun á stjórnmál. Nálgun sem leggur áherslu á fólkið – hugmyndir þess, velferð og valdeflingu – og það er algjört grundvallaratriði ef við ætlum að takast á við margar af stærstu áskorunum samtímans. Og ég held að þetta sé einmitt kjarninn, það sem skiptir mestu máli: okkur þykir vænt um fólk. Það er fátt betra leiðarljós í þessari vinnu en einmitt það að þykja vænt um fólk og samfélagið sem við öll deilum. Píratar sjá möguleikann á samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til að dafna á eigin forsendum. Samfélag þar sem enginn þarf að líða skort. Hugrekkið til að spyrja óþægilegra spurninga Til þess að sú sýn verði að veruleika þurfum við að sýna hugrekki og horfast í augu við ákveðnar grundvallarspurningar um gagnsemi þeirra kerfa sem við höfum sniðið okkur. Eru þau raunverulega að þjóna heildinni? Við þurfum nefnilega að byrja að takast á við rót vandamálanna í stað þess að plástra mein sem eru inngróin og kerfislæg. Pólitíkina skortir nauðsynlegt hugrekki, framsýni og heildræna nálgun til að takast á við þær risastóru samfélagsbreytingar sem eru þegar hafnar. Áskoranirnar og tækifærin sem við stöndum frammi fyrir krefjast samvinnu og nýsköpunar, krefjast þess að við höfum öll efnahagslegt frelsi til þátttöku í samfélaginu. Frelsi til þess að nýta sköpunarkraftinn okkar og þora að gera tilraunir með allt sem þær hröðu samfélags- og tæknibreytingar sem við erum að ganga í gegnum bjóða upp á. Samtakamátturinn er lykillinn að getu okkar til að leysa risastóru verkefnin framundan. Verkefni stjórnmálanna er því fyrst og fremst að skapa aðstæður sem gerir fólki kleift að dafna. Lýðræðið er ekki sjálfsagt Það er ekki sjálfsagt í stjórnmálum að leiðarstefið sé gagnsæi, ábyrgð, gagnrýnin hugsun og upplýstar ákvarðanir. Það er hins vegar grunnstefna Pírata. Það er ekki sjálfsagt að stjórnmálamenn byggi ákvarðanir sínar á gögnum og rökræðu en ekki sérhagsmunum. Það er hins vegar grunnstefna Pírata. Það er ekki sjálfsagt að á þingi sé flokkur sem trúir á mikilvægi lýðræðis og valddreifingar, flokkur sem trúir því að fólk eigi að fá að hafa áhrif á ákvarðanir sem hafa áhrif á líf þess. Píratar eru hins vegar sá flokkur. Kæru Píratar, innan flokks sem utan – innilega til hamingju með tíu ára afmælið. Takk fyrir að standa saman vörð um lýðræðið, tjáningarfrelsið og sköpunargleðina gegnum súrt og sætt. Það skiptir nefnilega máli, og það er ekki sjálfsagt. Höfundur er þingflokksformaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Píratar eru 10 ára og við erum komin til að vera. Við berjumst ekki gegn, við viljum ekki rífa niður. Við berjumst fyrir, byggjum upp og bjóðum fram lausnir. Við erum breiðfylking ungs fólks, fylking samfélags fyrir alla, umbótaafl í stjórnmálum, aðhald gegn spillingu – og við höfum mótað okkur sess sem ein af grunnstoðum íslenskra stjórnmála. Pælum aðeins í því. Það eru tíu ár síðan Píratar byrjuðu að beita sér fyrir uppfærðri stjórnmálamenningu, aðhaldi með valdi, gagnsæi, gagnrýnni hugsun og lýðræði. Á þessum tíu árum höfum við náð raunverulegum árangri. Hægt og bítandi höfum við sýnt og sannað að Píratar séu afl heiðarleikans. Afl sem er keyrt áfram af venjulegu fólki sem vill bara skapa lýðræðislegt og heilbrigt samfélag þar sem allir fá tækifæri til að dafna og lifa lífinu á sínum forsendum. Baráttan fyrir gagnsæi og réttlæti Við höfum lagt mikla áherslu á gagnsæi og baráttuna gegn spillingu, því lýðræðið verður aldrei heilbrigt án þess að við séum viss um að við séum öll að leika eftir sömu leikreglum. Við spyrjum spurninga, köllum eftir svörum og bendum á þegar keisarinn er nakinn, því lýðræðið getur ekki þrifist í þögninni, myrkrinu og meðvirkninni. Við þekkjum það allt of vel hvernig það er ganga upp í móti í baráttunni fyrir réttlætismálum. Við þekkjum líka viðbrögðin við aðhaldinu sem Píratar standa fyrir. Þau eru oftast harkaleg. Það er talað niður til okkar og við erum sökuð um að vita ekkert og skilja ekkert. Svo virðist sem allt megi í íslenskum stjórnmálum annað en að raunverulega skoða málin ofan í kjölinn. Það má segja að þetta sé hin sannkallaða festa íslenskra stjórnmála. Yfirlæti og hortugheit. Sendiboðinn skotinn, málum þvælt og almenningur svo skammaður fyrir að láta ekki bjóða sér óréttlætið og sjálftökuna. Píratar neita að taka þátt í þessu, því þetta er ömurleg pólitík. Píratar snúast um lýðræði Hvað er að vera Pírati? Ég velti þessu oft fyrir mér. Það er gott að taka stundum smá stund og skoða eigin verk og hugsanir. Píratar voru stofnaðir til þess að innleiða virkt lýðræði á Íslandi. Grunnstefna flokksins hvílir á lýðræði og það hefur haft áhrif á öll vinnubrögð Pírata frá upphafi. En lýðræði er ekki bara kosningar, prófkjör og þjóðaratkvæðagreiðslur. Lýðræði er líka nálgun á stjórnmál. Nálgun sem leggur áherslu á fólkið – hugmyndir þess, velferð og valdeflingu – og það er algjört grundvallaratriði ef við ætlum að takast á við margar af stærstu áskorunum samtímans. Og ég held að þetta sé einmitt kjarninn, það sem skiptir mestu máli: okkur þykir vænt um fólk. Það er fátt betra leiðarljós í þessari vinnu en einmitt það að þykja vænt um fólk og samfélagið sem við öll deilum. Píratar sjá möguleikann á samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til að dafna á eigin forsendum. Samfélag þar sem enginn þarf að líða skort. Hugrekkið til að spyrja óþægilegra spurninga Til þess að sú sýn verði að veruleika þurfum við að sýna hugrekki og horfast í augu við ákveðnar grundvallarspurningar um gagnsemi þeirra kerfa sem við höfum sniðið okkur. Eru þau raunverulega að þjóna heildinni? Við þurfum nefnilega að byrja að takast á við rót vandamálanna í stað þess að plástra mein sem eru inngróin og kerfislæg. Pólitíkina skortir nauðsynlegt hugrekki, framsýni og heildræna nálgun til að takast á við þær risastóru samfélagsbreytingar sem eru þegar hafnar. Áskoranirnar og tækifærin sem við stöndum frammi fyrir krefjast samvinnu og nýsköpunar, krefjast þess að við höfum öll efnahagslegt frelsi til þátttöku í samfélaginu. Frelsi til þess að nýta sköpunarkraftinn okkar og þora að gera tilraunir með allt sem þær hröðu samfélags- og tæknibreytingar sem við erum að ganga í gegnum bjóða upp á. Samtakamátturinn er lykillinn að getu okkar til að leysa risastóru verkefnin framundan. Verkefni stjórnmálanna er því fyrst og fremst að skapa aðstæður sem gerir fólki kleift að dafna. Lýðræðið er ekki sjálfsagt Það er ekki sjálfsagt í stjórnmálum að leiðarstefið sé gagnsæi, ábyrgð, gagnrýnin hugsun og upplýstar ákvarðanir. Það er hins vegar grunnstefna Pírata. Það er ekki sjálfsagt að stjórnmálamenn byggi ákvarðanir sínar á gögnum og rökræðu en ekki sérhagsmunum. Það er hins vegar grunnstefna Pírata. Það er ekki sjálfsagt að á þingi sé flokkur sem trúir á mikilvægi lýðræðis og valddreifingar, flokkur sem trúir því að fólk eigi að fá að hafa áhrif á ákvarðanir sem hafa áhrif á líf þess. Píratar eru hins vegar sá flokkur. Kæru Píratar, innan flokks sem utan – innilega til hamingju með tíu ára afmælið. Takk fyrir að standa saman vörð um lýðræðið, tjáningarfrelsið og sköpunargleðina gegnum súrt og sætt. Það skiptir nefnilega máli, og það er ekki sjálfsagt. Höfundur er þingflokksformaður Pírata.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun