Körfuboltakvöld ekki sammála Viðari Erni: „Stundum að horfa inn á við, ekki alltaf á einhverja aðra“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2022 15:30 Það var hart barist í leik Vals og Hattar. Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ósáttur með ritaraborðið í leik Vals og sinna manna í Subway deild karla. Körfuboltakvöld fór yfir síðustu mínútu leiksins til að komast að því hvort Viðar Örn hefði eitthvað fyrir sér. Leiknum lauk með naumum sigri Vals en eftir leik sagði Viðar Örn eftirfarandi: Viðar Örn taldi sína menn eiga meiri tíma inni.Vísir/Bára Dröfn „Mér fannst klukkan rúlla áfram. Ég er ekki alvitur og ég er bullandi litaður, en mér fannst klukkan telja áfram niður. Þau fullyrða að þau hafi ýtt á takkann. Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni.“ „Ég óska eftir því að það sé IRS [endursýningar fyrir dómara] í öllum húsum. Við erum með hörkudeild og stóra leiki sem eru að falla á síðustu sekúndunum. Það þarf að hafa búnað í öllum húsum svo hægt sé að skoða. Dómararnir vilja það. Svona þarf að laga svo íslenskur körfubolti verði betri. Auðvitað er ég bullandi svekktur og litaður. Það þarf ekkert að vera að ég hafi rétt fyrir mér.“ „Hér sjáum við eina mínútu og fimmtán sekúndur eftir, Höttur með boltann og fjórum stigum yfir. Seinir að fara í aðgerðina og [Nemanja] Knezevic með skot, enn nóg eftir á skotklukkunni þegar hann tekur þetta skot,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi áður en hann spurði sérfræðinga þáttarins hvort [David Guardia] Ramos, leikmaður Hattar, hefði brotið af sér í næstu sókn Vals. Sævar Sævarsson og Steinar Aronsson voru sammála um að Ramos hefði ekki gert neitt rangt: „Það er ekkert á þetta, hann hoppar áfram ef eitthvað er.“ „Hér sjáum við villuna hjá [Obadiah Nelson] Trotter, Það hefði verið hægt að dæma óíþróttamannslega villu á þetta því hann er að brjóta viljandi að ástæðulausu,“ sagði Hörður um þá ákvörðun. Steinar tók í sama streng og sagði brotið vera heimskulegustu ákvörðun leiksins. „Hér sjáum við svo klukkuna í lokin, Timothy Guers hikar og fer svo upp i skotið. Engin villa hér, sjáum villuna og hérna flautar dómarinn. Klukkan virðist alveg vera rétt en dómararnir flauta villuna seint,“ sagði Hörður en þarna eru 0.09 sekúndur eftir á klukkunni. Klippa: Körfuboltakvöld um ummæli Viðars og síðustu andartökin í leik Vals og Hattar „Alveg sammála því. Um leið og flautið kemur þá stoppar klukkan en flautið hefði mátt koma hálfri sekúndu eða sekúndu fyrr. Þetta play í lokin hjá Hetti gengur mjög vel, hann nær skoti í fínu jafnvægi. Þeir eru því skoti og þessu þriggja stiga skoti frá Knezevic að vinna. Kannski betra ef einhver annar hefði þetta skot,“ bætti Sævar við um síðustu andartök leiksins. „Þetta var frábær leikur hjá Hetti fannst mér en þeir mega naga sig frekar í handarbökin en ritaraborðið að Obi Trotter sé að dúndra í Kára [Jónsson] með 14 sekúndur eftir á klukku. Það var ekkert að gerast. Stundum að horfa inn á við, ekki alltaf á einhverja aðra,“ sagði Steinar að endingu en alla umræðu þeirra félaga sem og lokasekúndur leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan. Körfubolti Subway-deild karla Höttur Körfuboltakvöld Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Leik lokið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Leik lokið: Haukar-KR 88-97 | Þórir frábær í KR-sigri á Ásvöllum Leik lokið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði í Síkinu Leik lokið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Sjá meira
Leiknum lauk með naumum sigri Vals en eftir leik sagði Viðar Örn eftirfarandi: Viðar Örn taldi sína menn eiga meiri tíma inni.Vísir/Bára Dröfn „Mér fannst klukkan rúlla áfram. Ég er ekki alvitur og ég er bullandi litaður, en mér fannst klukkan telja áfram niður. Þau fullyrða að þau hafi ýtt á takkann. Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni.“ „Ég óska eftir því að það sé IRS [endursýningar fyrir dómara] í öllum húsum. Við erum með hörkudeild og stóra leiki sem eru að falla á síðustu sekúndunum. Það þarf að hafa búnað í öllum húsum svo hægt sé að skoða. Dómararnir vilja það. Svona þarf að laga svo íslenskur körfubolti verði betri. Auðvitað er ég bullandi svekktur og litaður. Það þarf ekkert að vera að ég hafi rétt fyrir mér.“ „Hér sjáum við eina mínútu og fimmtán sekúndur eftir, Höttur með boltann og fjórum stigum yfir. Seinir að fara í aðgerðina og [Nemanja] Knezevic með skot, enn nóg eftir á skotklukkunni þegar hann tekur þetta skot,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi áður en hann spurði sérfræðinga þáttarins hvort [David Guardia] Ramos, leikmaður Hattar, hefði brotið af sér í næstu sókn Vals. Sævar Sævarsson og Steinar Aronsson voru sammála um að Ramos hefði ekki gert neitt rangt: „Það er ekkert á þetta, hann hoppar áfram ef eitthvað er.“ „Hér sjáum við villuna hjá [Obadiah Nelson] Trotter, Það hefði verið hægt að dæma óíþróttamannslega villu á þetta því hann er að brjóta viljandi að ástæðulausu,“ sagði Hörður um þá ákvörðun. Steinar tók í sama streng og sagði brotið vera heimskulegustu ákvörðun leiksins. „Hér sjáum við svo klukkuna í lokin, Timothy Guers hikar og fer svo upp i skotið. Engin villa hér, sjáum villuna og hérna flautar dómarinn. Klukkan virðist alveg vera rétt en dómararnir flauta villuna seint,“ sagði Hörður en þarna eru 0.09 sekúndur eftir á klukkunni. Klippa: Körfuboltakvöld um ummæli Viðars og síðustu andartökin í leik Vals og Hattar „Alveg sammála því. Um leið og flautið kemur þá stoppar klukkan en flautið hefði mátt koma hálfri sekúndu eða sekúndu fyrr. Þetta play í lokin hjá Hetti gengur mjög vel, hann nær skoti í fínu jafnvægi. Þeir eru því skoti og þessu þriggja stiga skoti frá Knezevic að vinna. Kannski betra ef einhver annar hefði þetta skot,“ bætti Sævar við um síðustu andartök leiksins. „Þetta var frábær leikur hjá Hetti fannst mér en þeir mega naga sig frekar í handarbökin en ritaraborðið að Obi Trotter sé að dúndra í Kára [Jónsson] með 14 sekúndur eftir á klukku. Það var ekkert að gerast. Stundum að horfa inn á við, ekki alltaf á einhverja aðra,“ sagði Steinar að endingu en alla umræðu þeirra félaga sem og lokasekúndur leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan.
Körfubolti Subway-deild karla Höttur Körfuboltakvöld Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Leik lokið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Leik lokið: Haukar-KR 88-97 | Þórir frábær í KR-sigri á Ásvöllum Leik lokið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði í Síkinu Leik lokið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu