Samtakamáttur samfélagsins í upprætingu ofbeldis Bjarney Rún Haraldsdóttir skrifar 26. nóvember 2022 16:01 Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og lýkur þann 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Ofbeldi beinist fremur að minnihlutahópum samfélagsins og í nánum samböndum, í samskiptum þar sem valdaójafnvægi er til staðar og misbeiting valds á sér stað. Vandinn er kynbundinn vegna þess að konur eru í meirihluta beittar ofbeldi og karlar eru í meirihluta þeir sem beita ofbeldi. Ofbeldi og afleiðingar þess er samfélagsmein sem ber að taka alvarlega og kemur öllum við. Öll tilheyrum við samfélögum, allt frá fjölskyldum, vinnustöðum og nærumhverfi, til alheimssamfélagsins. Samfélagið er kerfi með mörgum undirkerfum og hvert kerfi hefur viðmið um þá hegðun sem horft er framhjá, umborin eða samþykkt. Ef við veljum að líta undan í stað þess að horfast í augu við vandann erum við að styðja við ríkjandi ástand á útbreiddu samfélagsmeini. Sem samfélag verðum við að skilja áhrif ofbeldis og áfalla og vera meðvituð um að við höfum val á að hafna ofbeldi. Þegar við sameinumst í eitt og gerum okkur grein fyrir þeim mætti sem býr í samstöðunni, sendum við skýr skilaboð til gerenda um að ofbeldi verði ekki liðið og hafi raunverulegar afleiðingar. Þar með leggjum við ábyrgðina á þann sem velur að beita ofbeldi og veitum þolendum öruggara rými til þess að segja frá og leita sér aðstoðar. Ofbeldi þrífst í þögn og að lítið sé gert úr því. Sár á líkama geta skilið eftir sig ör sem aldrei hverfa að fullu og það sama á við um tilfinningalegar og sálfélagslegar afleiðingar ofbeldis. Í samtakamættinum yfirstígum við ekki allan vanda en við sköpum rými þar sem afleiðingar ofbeldis eru viðurkenndar og varða alla í stað þess að þolendur beri þær einir. Ísland er ekki stórt land á heimsmælikvarða og smæðin hefur bæði sína kosti og galla. Í kostunum felast meðal annars nálægðin við náungann og styttri boðleiðir. Starfsemi Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar og Kvennaathvarfsins á Akureyri nýtur góðs af hvoru tveggja. Samtök um kvennaathvarf reka athvarf á Akureyri fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis. Bjarmahlíð er þolendamiðstöð sem gegnir því hlutverki að samhæfa þjónustu og úrræði fyrir þolendur á einum stað og stuðla að þverfaglegri samvinnu með því að búa til samstarfsvettvang opinberra aðila og frjálsra félagasamtaka, á forsendum þolenda. Næstkomandi fimmtudag, 1. desember kl. 16:30 ætlum við að sýna í verki samtakamátt samfélagsins og ganga saman ljósagöngu í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Að göngunni standa Soroptimistaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbbar Akureyrar og Þórunnar hyrnu sem lagt hafa sitt af mörkum í að styðja við og styrkja þjónustu fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri. Nemendafélög Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri verða þar í fararbroddi sem er ákaflega táknrænt þar sem Bjarmahlíð hefur nú opnað dyrnar fyrir ungmenni frá 16 ára aldri. Úrræðið er samþætt móttöku, fræðslu- og stuðningsúrræði fyrir ungmenni á framhaldsskólaaldri vegna ofbeldis. Þjónustuaukningin er unnin í samtali við Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og aðra sem koma að þjónustu við ungmenni á svæðinu. Í forgrunni starfsins er Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna og áhersla lögð á merkingarbæra þátttöku ungmennanna sjálfra. Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar og Kvennaathvarfsins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mannréttindi Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og lýkur þann 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Ofbeldi beinist fremur að minnihlutahópum samfélagsins og í nánum samböndum, í samskiptum þar sem valdaójafnvægi er til staðar og misbeiting valds á sér stað. Vandinn er kynbundinn vegna þess að konur eru í meirihluta beittar ofbeldi og karlar eru í meirihluta þeir sem beita ofbeldi. Ofbeldi og afleiðingar þess er samfélagsmein sem ber að taka alvarlega og kemur öllum við. Öll tilheyrum við samfélögum, allt frá fjölskyldum, vinnustöðum og nærumhverfi, til alheimssamfélagsins. Samfélagið er kerfi með mörgum undirkerfum og hvert kerfi hefur viðmið um þá hegðun sem horft er framhjá, umborin eða samþykkt. Ef við veljum að líta undan í stað þess að horfast í augu við vandann erum við að styðja við ríkjandi ástand á útbreiddu samfélagsmeini. Sem samfélag verðum við að skilja áhrif ofbeldis og áfalla og vera meðvituð um að við höfum val á að hafna ofbeldi. Þegar við sameinumst í eitt og gerum okkur grein fyrir þeim mætti sem býr í samstöðunni, sendum við skýr skilaboð til gerenda um að ofbeldi verði ekki liðið og hafi raunverulegar afleiðingar. Þar með leggjum við ábyrgðina á þann sem velur að beita ofbeldi og veitum þolendum öruggara rými til þess að segja frá og leita sér aðstoðar. Ofbeldi þrífst í þögn og að lítið sé gert úr því. Sár á líkama geta skilið eftir sig ör sem aldrei hverfa að fullu og það sama á við um tilfinningalegar og sálfélagslegar afleiðingar ofbeldis. Í samtakamættinum yfirstígum við ekki allan vanda en við sköpum rými þar sem afleiðingar ofbeldis eru viðurkenndar og varða alla í stað þess að þolendur beri þær einir. Ísland er ekki stórt land á heimsmælikvarða og smæðin hefur bæði sína kosti og galla. Í kostunum felast meðal annars nálægðin við náungann og styttri boðleiðir. Starfsemi Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar og Kvennaathvarfsins á Akureyri nýtur góðs af hvoru tveggja. Samtök um kvennaathvarf reka athvarf á Akureyri fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis. Bjarmahlíð er þolendamiðstöð sem gegnir því hlutverki að samhæfa þjónustu og úrræði fyrir þolendur á einum stað og stuðla að þverfaglegri samvinnu með því að búa til samstarfsvettvang opinberra aðila og frjálsra félagasamtaka, á forsendum þolenda. Næstkomandi fimmtudag, 1. desember kl. 16:30 ætlum við að sýna í verki samtakamátt samfélagsins og ganga saman ljósagöngu í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Að göngunni standa Soroptimistaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbbar Akureyrar og Þórunnar hyrnu sem lagt hafa sitt af mörkum í að styðja við og styrkja þjónustu fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri. Nemendafélög Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri verða þar í fararbroddi sem er ákaflega táknrænt þar sem Bjarmahlíð hefur nú opnað dyrnar fyrir ungmenni frá 16 ára aldri. Úrræðið er samþætt móttöku, fræðslu- og stuðningsúrræði fyrir ungmenni á framhaldsskólaaldri vegna ofbeldis. Þjónustuaukningin er unnin í samtali við Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og aðra sem koma að þjónustu við ungmenni á svæðinu. Í forgrunni starfsins er Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna og áhersla lögð á merkingarbæra þátttöku ungmennanna sjálfra. Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar og Kvennaathvarfsins á Akureyri.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun