Útbreiddustu mótmæli í Kína í rúmlega þrjátíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2022 09:40 Íbúar Beijing mótmæltu dauða tíu manns í Urumqi sem almannarómur vill meina að strangar sóttvarnaaðgerðir hafi valdið. Vísir/EPA Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum. Afar fátítt er að mótmæli af þessu tagi brjótist út enda geta afleiðingarnar fyrir mótmælendur verið alvarlegar. AP-fréttastofan segir að fólk hafi ekki aðeins mótmælt sóttvarnaaðgerðum almennt heldur hafi sumir kallað eftir afsögn Xi Jinpings forseta og falli Kommúnistaflokksins sem hefur stýrt landinu með harðri hendi í 73 ár. Mótmælin blossuðu upp í kjölfar eldsvoða sem varð tíu manns að bana í borginni Urumqi í vestanverðu landinu. Samkvæmt almannarómi komu sóttvarnareglur í veg fyrir að fólkið kæmist út úr brennandi byggingunni. Kommúnistastjórnin hefur sagt að aðgerðir til að hefta útbreiðslu faraldursins ættu að vera hnitmiðaðar og raska daglegu lífi fólks eins lítið og mögulegt er. Þess sjást þó ekki merki í aðgerðum borgar- og héraðsstjórna. Embættismönnum flokksins er hótað refsingum eða brottrekstri ef faraldur brýst út í umdæmi þeirra og því grípa þeir heldur til harkalegri aðgerða. Fram að þessu hafa viðbrögð stjórnvalda við mótmælunum verið tiltölulega takmörkuð, að sögn AP. Lögregla í Sjanghæ notaði táragas til þess að tvístra hópum mótmælenda og einhverjir voru handteknir og færðir burt í rútu. Öryggislögregla Kína er þó sögð fræg fyrir að þefa uppi andófsfólk og handtaka það þegar fáir sjá til. „Við vonumst til þess að binda enda á samkomutakmarkanirnar. Við viljum lifa eðlilegu lífi. Við ættum öll að tjá tilfinningar okkar af hugrekki,“ sagði mótmælandi að nafni Shi við Reuters í Beijing í gærkvöldi. Ritskoða myndir af grímulausum fótboltaáhorfendum Þá segir breska ríkisútvarpið BBC að lögreglumenn hafi barið fréttamann, sparkað í hann og handtekið þegar hann fylgdist með mótmælum í Sjanghæ. Yfirvöld hafi reynt að halda því fram að fréttamaðurinn hefði verið handtekinn svo að hann smitaðist ekki af Covid19 í mannþrönginni. A statement from the BBC on what happened to me in Shanghai last night while doing my job. I understand at least one local national was arrested after trying to stop the police from beating me. Thanks very much for the kind words and messages of concern. https://t.co/weoDAMakvO— Edward Lawrence (@EP_Lawrence) November 28, 2022 Yfirvöld í Sjanghæ byrjuðu í dag að setja upp bláar öryggisgirðingar í kringum miðborgina þar sem hundruð manna komu saman um helgina, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ekkert bólaði á frekari mótmælum í Beijing eða Sjanghæ þegar birti af degi í dag. Ritskoðarar kínverska ríkisins hafa verið í yfirvinnu við að eyða myndböndum af mótmælum og stuðningsyfirlýsingum við þau af netinu um helgina. BBC segir að það séu ekki aðeins mótmælin sem eru ritskoðuð heldur sjónvarpsmyndir frá heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Katar. Sumir landsmenn reiddust stjórnvöldum þegar þeir sáu myndir úr stúkunum í Katar þar sem enginn var með sóttvarnagrímur og settu spurningamerki við aðgerðirnar heima fyrir. Fyrir vikið eru nærmyndir af áhorfendum þú klipptar út úr útsendingu frá mótinu á ríkissjónvarpsstöðinni CCTV. Þá er útsending hálfri mínútu eftir á til að gefa ritskoðurum svigrúm til að gera sitt. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mannréttindi Tengdar fréttir Mótmælt með auðum blaðsíðum Mótmæli í mörgum af helstu borgum Kína héldu áfram í nótt og virðist sem aðeins sé að bæta í frekar en hitt. 28. nóvember 2022 07:51 Umfangsmikil mótmæli vegna strangra sóttvarnaraðgerða Umfangsmikil mótmæli áttu sér stað víðsvegar um Kína í gærkvöldi og í nótt vegna strangra sóttvarnaraðgerða í Kína. Meðal annars var mótmælt í Sjanghæ þar sem mótmælendur kölluðu eftir því að Xi Jinping, forseti Kína, stigi til hliðar. 27. nóvember 2022 08:07 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Menendez bræðurnir nær frelsinu Erlent Fleiri fréttir Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Sjá meira
Afar fátítt er að mótmæli af þessu tagi brjótist út enda geta afleiðingarnar fyrir mótmælendur verið alvarlegar. AP-fréttastofan segir að fólk hafi ekki aðeins mótmælt sóttvarnaaðgerðum almennt heldur hafi sumir kallað eftir afsögn Xi Jinpings forseta og falli Kommúnistaflokksins sem hefur stýrt landinu með harðri hendi í 73 ár. Mótmælin blossuðu upp í kjölfar eldsvoða sem varð tíu manns að bana í borginni Urumqi í vestanverðu landinu. Samkvæmt almannarómi komu sóttvarnareglur í veg fyrir að fólkið kæmist út úr brennandi byggingunni. Kommúnistastjórnin hefur sagt að aðgerðir til að hefta útbreiðslu faraldursins ættu að vera hnitmiðaðar og raska daglegu lífi fólks eins lítið og mögulegt er. Þess sjást þó ekki merki í aðgerðum borgar- og héraðsstjórna. Embættismönnum flokksins er hótað refsingum eða brottrekstri ef faraldur brýst út í umdæmi þeirra og því grípa þeir heldur til harkalegri aðgerða. Fram að þessu hafa viðbrögð stjórnvalda við mótmælunum verið tiltölulega takmörkuð, að sögn AP. Lögregla í Sjanghæ notaði táragas til þess að tvístra hópum mótmælenda og einhverjir voru handteknir og færðir burt í rútu. Öryggislögregla Kína er þó sögð fræg fyrir að þefa uppi andófsfólk og handtaka það þegar fáir sjá til. „Við vonumst til þess að binda enda á samkomutakmarkanirnar. Við viljum lifa eðlilegu lífi. Við ættum öll að tjá tilfinningar okkar af hugrekki,“ sagði mótmælandi að nafni Shi við Reuters í Beijing í gærkvöldi. Ritskoða myndir af grímulausum fótboltaáhorfendum Þá segir breska ríkisútvarpið BBC að lögreglumenn hafi barið fréttamann, sparkað í hann og handtekið þegar hann fylgdist með mótmælum í Sjanghæ. Yfirvöld hafi reynt að halda því fram að fréttamaðurinn hefði verið handtekinn svo að hann smitaðist ekki af Covid19 í mannþrönginni. A statement from the BBC on what happened to me in Shanghai last night while doing my job. I understand at least one local national was arrested after trying to stop the police from beating me. Thanks very much for the kind words and messages of concern. https://t.co/weoDAMakvO— Edward Lawrence (@EP_Lawrence) November 28, 2022 Yfirvöld í Sjanghæ byrjuðu í dag að setja upp bláar öryggisgirðingar í kringum miðborgina þar sem hundruð manna komu saman um helgina, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ekkert bólaði á frekari mótmælum í Beijing eða Sjanghæ þegar birti af degi í dag. Ritskoðarar kínverska ríkisins hafa verið í yfirvinnu við að eyða myndböndum af mótmælum og stuðningsyfirlýsingum við þau af netinu um helgina. BBC segir að það séu ekki aðeins mótmælin sem eru ritskoðuð heldur sjónvarpsmyndir frá heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Katar. Sumir landsmenn reiddust stjórnvöldum þegar þeir sáu myndir úr stúkunum í Katar þar sem enginn var með sóttvarnagrímur og settu spurningamerki við aðgerðirnar heima fyrir. Fyrir vikið eru nærmyndir af áhorfendum þú klipptar út úr útsendingu frá mótinu á ríkissjónvarpsstöðinni CCTV. Þá er útsending hálfri mínútu eftir á til að gefa ritskoðurum svigrúm til að gera sitt.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mannréttindi Tengdar fréttir Mótmælt með auðum blaðsíðum Mótmæli í mörgum af helstu borgum Kína héldu áfram í nótt og virðist sem aðeins sé að bæta í frekar en hitt. 28. nóvember 2022 07:51 Umfangsmikil mótmæli vegna strangra sóttvarnaraðgerða Umfangsmikil mótmæli áttu sér stað víðsvegar um Kína í gærkvöldi og í nótt vegna strangra sóttvarnaraðgerða í Kína. Meðal annars var mótmælt í Sjanghæ þar sem mótmælendur kölluðu eftir því að Xi Jinping, forseti Kína, stigi til hliðar. 27. nóvember 2022 08:07 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Menendez bræðurnir nær frelsinu Erlent Fleiri fréttir Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Sjá meira
Mótmælt með auðum blaðsíðum Mótmæli í mörgum af helstu borgum Kína héldu áfram í nótt og virðist sem aðeins sé að bæta í frekar en hitt. 28. nóvember 2022 07:51
Umfangsmikil mótmæli vegna strangra sóttvarnaraðgerða Umfangsmikil mótmæli áttu sér stað víðsvegar um Kína í gærkvöldi og í nótt vegna strangra sóttvarnaraðgerða í Kína. Meðal annars var mótmælt í Sjanghæ þar sem mótmælendur kölluðu eftir því að Xi Jinping, forseti Kína, stigi til hliðar. 27. nóvember 2022 08:07