Ráðamenn vestanhafs lýsa yfir stuðningi við mótmælendur í Kína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. nóvember 2022 09:43 Frá samstöðumótmælum í New York. AP/John Minchillo Ráðamenn í Bandaríkjunum og Kanada hvetja stjórnvöld í Kína til að virða rétt borgara sinna til mótmæla og til að ógna ekki eða meiða þá sem mótmæla nú ströngum sóttvarnatakmörkunum í landinu. Átök brutust út milli lögreglu og mótmælenda í risaborginni Guangzhou í nótt. Mótmælendur köstuðu hlutum að óeirðarlögreglu í sóttvarnagöllum, sem réðist gegn fólkinu og handtók að minnsta kosti tug manna. Þá voru að minnsta kosti þrír handteknir í þorpinu Houjiao í stjórnsýslueiningunni Haizhu. Bróðurpartur allra Covid-tilvika í Guangzhou hefur greinst í Houjiao en íbúar þar eru um 1,8 milljón talsins. Útgöngubann hefur verið í gildi á stórum svæðum í Houjiao frá því í október. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í öryggismálum, sagði í gær að Bandaríkjastórn stæði með þeim sem mótmæltu friðsamlega, hvort sem um væri að ræða Kína eða Íran. Það ætti ekki að ógna mótmælendum né beita þá harðræði. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði þarlend stjórnvöld fylgjast vel með þróun mála og að allir Kínverjar ættu að njóta frelsis til að mótmæla og tjá sig. Mótmælaöldur á borð við þá sem nú gengur yfir Kína eru fátíðar og stjórnvöld hafa meðal annars brugðist við með því að leita uppi mótmælendur og handtaka. Fjöldi þeirra sem hefur verið handtekinn er ókunnur. Mótmælendur hafa meðal annars kallað eftir afsögn forsetans Xi Jinping. Utanríkisráðherra Kína hefur sagt að iðka beri réttindi og frelsi innan ramma laganna. Kína Bandaríkin Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira
Átök brutust út milli lögreglu og mótmælenda í risaborginni Guangzhou í nótt. Mótmælendur köstuðu hlutum að óeirðarlögreglu í sóttvarnagöllum, sem réðist gegn fólkinu og handtók að minnsta kosti tug manna. Þá voru að minnsta kosti þrír handteknir í þorpinu Houjiao í stjórnsýslueiningunni Haizhu. Bróðurpartur allra Covid-tilvika í Guangzhou hefur greinst í Houjiao en íbúar þar eru um 1,8 milljón talsins. Útgöngubann hefur verið í gildi á stórum svæðum í Houjiao frá því í október. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í öryggismálum, sagði í gær að Bandaríkjastórn stæði með þeim sem mótmæltu friðsamlega, hvort sem um væri að ræða Kína eða Íran. Það ætti ekki að ógna mótmælendum né beita þá harðræði. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði þarlend stjórnvöld fylgjast vel með þróun mála og að allir Kínverjar ættu að njóta frelsis til að mótmæla og tjá sig. Mótmælaöldur á borð við þá sem nú gengur yfir Kína eru fátíðar og stjórnvöld hafa meðal annars brugðist við með því að leita uppi mótmælendur og handtaka. Fjöldi þeirra sem hefur verið handtekinn er ókunnur. Mótmælendur hafa meðal annars kallað eftir afsögn forsetans Xi Jinping. Utanríkisráðherra Kína hefur sagt að iðka beri réttindi og frelsi innan ramma laganna.
Kína Bandaríkin Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira