Upplifði spurningar hirðdömunnar sem ofbeldi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. desember 2022 15:56 Fulani ræddi málin í viðtali við BBC Radio og Good Morning Britain í morgun en hún sagði Hussey, sem er til hægri á myndinni ásamt Elísabetu heitinni, ítrekað hafa spurt út í hvaðan Fulani væri í raun og veru. Samsett/ITV/Getty Kona sem fyrrverandi hirðdama Elísabetar heitinnar Bretadrottningar spurði ítrekað hver uppruni hennar væri á viðburði í Buckingham höll í vikunni segist hafa upplifað atvikið sem ofbeldi og líkir samskiptunum við yfirheyrslu. Hirðdaman steig til hliðar í gær og konungsfjölskyldan segir málið óásættanlegt. Ngozi Fulani, yfirmaður góðgerðarstofnunarinnar Sistah Space, ræddi málið í viðtali við BBC í morgun en greint var frá því í gær að Susan Hussey, sem starfaði sem hirðdama drottningarinnar og er guðmóðir Vilhjálms Bretaprins, hefði ítrekað spurt Fulani á viðburði í Buckingham höll á þriðjudag hvaðan hún væri. "I have to really question how this can really happen in a space that is supposed to protect women against all kinds of violence"Ngozi Fulani says how she was treated by an aide at Buckingham Palace was abusehttps://t.co/4enmzqAPaw | #R4Today pic.twitter.com/tAyXj52kaW— BBC Radio 4 Today (@BBCr4today) December 1, 2022 Að sögn Fulani gekk Hussey upp að henni á viðburðinum, sem var til að vekja athygli á heimilisofbeldi, og færði á henni hárið til að geta lesið á nafnspjald hennar. Það eitt og sér að sögn Fulani hafi verið yfir strikið en síðan hafi Hussey byrjað að spyrja hana út í uppruna hennar. „Ofbeldi er ekki alltaf líkamlegt, það getur verið munnlegt og ég upplifði þetta sem ofbeldi. Og þegar þú kemur við hárið á mér eins og ég sé ekki einu sinni manneskja, þú getur bara gert það sem þú vilt og sagt það sem þú vilt, þá vil ég ekki vera í nærveru þinni,“ sagði Fulani í viðtali hjá BBC 'The question was asked about 7 or 8 times.'Lady Susan Hussey has quit after she allegedly repeatedly asked black domestic abuse campaigner Ngozi Fulani: 'What part of Africa are you from?'. pic.twitter.com/pCDctFjUqr— Good Morning Britain (@GMB) December 1, 2022 Hún útskýrði málið frekar í viðtali hjá Good Morning Britain á ITV að spurningar Hussey hafi verið á þá leið að hún hafi spurt hvaðan Hussey væri í raun og veru. Hún hafi spurt að því sjö eða átta sinnum og upplifði Fulani að Hussey væri að yfirheyra sig. Fulani birti þá skriftað samtal eftir minni þar sem sést að Hussey hafi ekki tekið við svari Fulani að hún væri frá Bretlandi og spurt meðal annars hvaðan í Afríku hún væri, hvaðan „hennar fólk“ kæmi og hvenær hún kom fyrst til Bretlands. Mixed feelings about yesterday's visit to Buckingham Palace. 10 mins after arriving, a member of staff, Lady SH, approached me, moved my hair to see my name badge. The conversation below took place. The rest of the event is a blur.Thanks @ManduReid & @SuzanneEJacob for support pic.twitter.com/OUbQKlabyq— Sistah Space (@Sistah_Space) November 30, 2022 Konungsfjölskyldan ekki haft samband þvert á fullyrðingar Talsmaður Vilhjálms Bretaprins sagði ummæli hinnar 83 ára Hussey óásættanleg og lét hún af störfum í gær. Buckingham höll sagði í kjölfarið í yfirlýsingu að málið væri litið mjög alvarlegum augum og tók undir með talsmanninum að ummælin væru óásættanleg. Þá væru þau búin að hafa samband við Fulani og boðið henni að ræða málið. Listening to Ngozi Fulani on @LBC now and she says Buckingham Palace has not contacted her or apologised to her.This statement is a lie. pic.twitter.com/veL0TRdE6P— Dr Shola Mos-Shogbamimu (@SholaMos1) November 30, 2022 Fulani sagði aftur á móti í viðtali í morgun að enginn frá höllinni hefði haft samband við hana vegna málsins en að hún myndi þiggja slíkt boð ef það bærist. Aðspurð um hvort að hún hefði frekar viljað afsökunarbeiðni í stað þess að Hussey segði af sér sagðist Fulani hafa viljað að atvikið hefði ekki átt sér stað. „Ég hefði frekar viljað að ég gæti farið á stað sem mér er boðið og það komið fram við mig eins og komið væri fram við alla aðra gesti. Ég hefði frekar viljað að við héldum fókusnum á ofbeldi gegn konum og stelpum,“ sagði Fulani. Ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan er sökuð um rasisma Margir hafa sakað konungsfjölskylduna um rasisma í tengslum við málið. Meðlimir konungsfjölskyldurnar þvertóku síðast fyrir það að vera rasískir í fyrra eftir viðtal Opruh við Meghan Markle og Harry prins þar sem Markle greindi frá því að meðlimur fjölskyldunnar hafi lýst yfir áhyggjum af húðlit sonar þeirra, Archie, sem var þá ófæddur. Í tilkynningu frá Buckingham-höll á sínum tíma kom fram að fullyrðing Markle hafi valdið „áhyggjum“ og að málið yrði tekið upp einslega í samtali við þau Harry og Meghan. Bretland Kóngafólk Kynþáttafordómar Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Fleiri fréttir Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Sjá meira
Ngozi Fulani, yfirmaður góðgerðarstofnunarinnar Sistah Space, ræddi málið í viðtali við BBC í morgun en greint var frá því í gær að Susan Hussey, sem starfaði sem hirðdama drottningarinnar og er guðmóðir Vilhjálms Bretaprins, hefði ítrekað spurt Fulani á viðburði í Buckingham höll á þriðjudag hvaðan hún væri. "I have to really question how this can really happen in a space that is supposed to protect women against all kinds of violence"Ngozi Fulani says how she was treated by an aide at Buckingham Palace was abusehttps://t.co/4enmzqAPaw | #R4Today pic.twitter.com/tAyXj52kaW— BBC Radio 4 Today (@BBCr4today) December 1, 2022 Að sögn Fulani gekk Hussey upp að henni á viðburðinum, sem var til að vekja athygli á heimilisofbeldi, og færði á henni hárið til að geta lesið á nafnspjald hennar. Það eitt og sér að sögn Fulani hafi verið yfir strikið en síðan hafi Hussey byrjað að spyrja hana út í uppruna hennar. „Ofbeldi er ekki alltaf líkamlegt, það getur verið munnlegt og ég upplifði þetta sem ofbeldi. Og þegar þú kemur við hárið á mér eins og ég sé ekki einu sinni manneskja, þú getur bara gert það sem þú vilt og sagt það sem þú vilt, þá vil ég ekki vera í nærveru þinni,“ sagði Fulani í viðtali hjá BBC 'The question was asked about 7 or 8 times.'Lady Susan Hussey has quit after she allegedly repeatedly asked black domestic abuse campaigner Ngozi Fulani: 'What part of Africa are you from?'. pic.twitter.com/pCDctFjUqr— Good Morning Britain (@GMB) December 1, 2022 Hún útskýrði málið frekar í viðtali hjá Good Morning Britain á ITV að spurningar Hussey hafi verið á þá leið að hún hafi spurt hvaðan Hussey væri í raun og veru. Hún hafi spurt að því sjö eða átta sinnum og upplifði Fulani að Hussey væri að yfirheyra sig. Fulani birti þá skriftað samtal eftir minni þar sem sést að Hussey hafi ekki tekið við svari Fulani að hún væri frá Bretlandi og spurt meðal annars hvaðan í Afríku hún væri, hvaðan „hennar fólk“ kæmi og hvenær hún kom fyrst til Bretlands. Mixed feelings about yesterday's visit to Buckingham Palace. 10 mins after arriving, a member of staff, Lady SH, approached me, moved my hair to see my name badge. The conversation below took place. The rest of the event is a blur.Thanks @ManduReid & @SuzanneEJacob for support pic.twitter.com/OUbQKlabyq— Sistah Space (@Sistah_Space) November 30, 2022 Konungsfjölskyldan ekki haft samband þvert á fullyrðingar Talsmaður Vilhjálms Bretaprins sagði ummæli hinnar 83 ára Hussey óásættanleg og lét hún af störfum í gær. Buckingham höll sagði í kjölfarið í yfirlýsingu að málið væri litið mjög alvarlegum augum og tók undir með talsmanninum að ummælin væru óásættanleg. Þá væru þau búin að hafa samband við Fulani og boðið henni að ræða málið. Listening to Ngozi Fulani on @LBC now and she says Buckingham Palace has not contacted her or apologised to her.This statement is a lie. pic.twitter.com/veL0TRdE6P— Dr Shola Mos-Shogbamimu (@SholaMos1) November 30, 2022 Fulani sagði aftur á móti í viðtali í morgun að enginn frá höllinni hefði haft samband við hana vegna málsins en að hún myndi þiggja slíkt boð ef það bærist. Aðspurð um hvort að hún hefði frekar viljað afsökunarbeiðni í stað þess að Hussey segði af sér sagðist Fulani hafa viljað að atvikið hefði ekki átt sér stað. „Ég hefði frekar viljað að ég gæti farið á stað sem mér er boðið og það komið fram við mig eins og komið væri fram við alla aðra gesti. Ég hefði frekar viljað að við héldum fókusnum á ofbeldi gegn konum og stelpum,“ sagði Fulani. Ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan er sökuð um rasisma Margir hafa sakað konungsfjölskylduna um rasisma í tengslum við málið. Meðlimir konungsfjölskyldurnar þvertóku síðast fyrir það að vera rasískir í fyrra eftir viðtal Opruh við Meghan Markle og Harry prins þar sem Markle greindi frá því að meðlimur fjölskyldunnar hafi lýst yfir áhyggjum af húðlit sonar þeirra, Archie, sem var þá ófæddur. Í tilkynningu frá Buckingham-höll á sínum tíma kom fram að fullyrðing Markle hafi valdið „áhyggjum“ og að málið yrði tekið upp einslega í samtali við þau Harry og Meghan.
Bretland Kóngafólk Kynþáttafordómar Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Fleiri fréttir Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Sjá meira