Staðan í kjaraviðræðum viðkvæm Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 1. desember 2022 20:05 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari Vísir/Sigurjón Ríkissáttasemjari ákvað í dag að fresta fundi aðila vinnumarkaðarins til morguns, í stað þess að halda áfram fundarhöldum í Karphúsinu. Að sögn ríkissáttasemjara fer betur á því á þessu stigi að samningsaðilar ræði hver við sitt bakland. Viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi. Í dag stóð til að halda áfram kjaraviðræðum Samtaka Atvinnulífsins við annars vegar Starfsgreinasambandið og hins vegar samninganefnd iðn- og tæknifólks en stíf fundarhöld hafa verið í húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarna daga án þess þó að nýr kjarasamningur hafi litið dagsins ljós. Viðsemjendur hafa heldur sparað yfirlýsingar í fjölmiðlum og hafa lítið viljað gefa upp um stöðu viðræðna en Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins lét þó hafa eftir sér að SGS stefndi ekki að því að semja um prósentuhækkanir í þessum samningum. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari sagði að nú væri góður tímapunktur fyrir samningsaðila að ræða málin við sitt bakland. „Já, staðan er þessi að ég ákvað í morgun að höfðu samráði við samningsaðila að tími þeirra og okkar allra myndi nýtast betur í að þau myndi vinna meiri vinnu á sínum heimavelli og eiga þar fundi og samtöl. Þannig að það verður ekki sameiginlegur fundur hjá ríkissáttasemjara í dag. Það verður fundur hér á morgun klukkan eitt, bæði hjá Starfsgreinasambandinu og hjá samfloti iðnaðarmanna og tæknifólks.“ Aðalsteinn segir viðræðurnar vera á viðkvæmu stigi „Það hafa allir komið vel undirbúnir og öll hafa lagt sig fram í þessum viðræðum sem hafa verið erfiðar og viðkvæmar eins og ég held að allir hafi skynjað og séð og upplifað. Okkur fannst skynsamlegt núna, að breyta aðeins til í dag og vinna aðra vinnu og koma svo aftur saman á morgun.“ Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Í dag stóð til að halda áfram kjaraviðræðum Samtaka Atvinnulífsins við annars vegar Starfsgreinasambandið og hins vegar samninganefnd iðn- og tæknifólks en stíf fundarhöld hafa verið í húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarna daga án þess þó að nýr kjarasamningur hafi litið dagsins ljós. Viðsemjendur hafa heldur sparað yfirlýsingar í fjölmiðlum og hafa lítið viljað gefa upp um stöðu viðræðna en Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins lét þó hafa eftir sér að SGS stefndi ekki að því að semja um prósentuhækkanir í þessum samningum. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari sagði að nú væri góður tímapunktur fyrir samningsaðila að ræða málin við sitt bakland. „Já, staðan er þessi að ég ákvað í morgun að höfðu samráði við samningsaðila að tími þeirra og okkar allra myndi nýtast betur í að þau myndi vinna meiri vinnu á sínum heimavelli og eiga þar fundi og samtöl. Þannig að það verður ekki sameiginlegur fundur hjá ríkissáttasemjara í dag. Það verður fundur hér á morgun klukkan eitt, bæði hjá Starfsgreinasambandinu og hjá samfloti iðnaðarmanna og tæknifólks.“ Aðalsteinn segir viðræðurnar vera á viðkvæmu stigi „Það hafa allir komið vel undirbúnir og öll hafa lagt sig fram í þessum viðræðum sem hafa verið erfiðar og viðkvæmar eins og ég held að allir hafi skynjað og séð og upplifað. Okkur fannst skynsamlegt núna, að breyta aðeins til í dag og vinna aðra vinnu og koma svo aftur saman á morgun.“
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira