Lykillínur í orkuskiptunum Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 2. desember 2022 08:30 Örugg afhending raforku er og hefur alltaf verið gríðarlegt hagsmunamál fyrir okkur Íslendinga. Með lagningu byggðalínunnar fyrir fimmtíu árum batnaði aðgengi að raforku til muna en kerfið er nú undir sívaxandi álagi og margar af þeim línum sem tilheyra byggðalínuhringnum komnar á tíma. Við hjá Landsneti fögnum í ár fimmtíu ára afmæli byggðalínunnar og um leið fögnum við því að vera búin að taka tvær línur úr nýrrar kynslóð byggðalínunnar í rekstur. Kröflulínu 3 sem liggur frá Kröflu í Fljótsdal og Hólasandslínu 3 sem tengir saman Hólasand og Akureyri. Báðar þessar línur sýndu styrk sinn í haust og komu í veg fyrir rafmagnsleysi þegar slæmt veður gekk yfir Norðausturland og gömlu byggðalínurnar á svæðinu fóru út. Á Akureyri hefur nú þegar hafist atvinnuuppbygging sem ekki hefði verið möguleg nema með tilkomu línanna. Næstu þrjár línurnar í nýja byggðalínuhringnum eru nú þegar í undirbúningi en komnar mislangt.Blöndulína 3, línan sem tengir saman Blöndu og Akureyri, er í mati á umhverfisáhrifum og stefnt er á að framkvæmdir hefjist árið 2024. Á sama tíma erum við að vinna að nýjum línum sem liggja frá Blöndu að Holtavörðuheiði, Holtavörðuheiðarlínu 3 og svo áfram frá heiðinni niður í Hvalfjörð með Holtavörðuheiðarlínu 1. Vegna stöðunnar í raforkukerfinu var undirbúningi Holtavörðuheiðarlínu 3 flýtt og stendur til að hefja framkvæmdir eins fljótt og undirbúningsferli framkvæmdanna leyfa. Þessum nýju línum fylgja líka ný yfirbyggð og stafræn tengivirki en á þessu ári höfum við einnig tekið í notkun nokkur slík og erum þar í fararbroddi í heiminum. Bygging nýrra stafræna virkja mun halda áfram og erum við komin af stað m.a. með byggingu nýrra tengivirkja, í Breiðadal við Önundarfjörð, við Vegamót á Snæfellsnesi, við Korpu í Reykjavík, á Njarðvíkurheiði á Reykjanesi og í Hrútatungu í Hrútafirði en það virki fór mjög illa í óveðrinu sem gekk yfir í desember 2019 og var því ákveðið að reisa nýtt yfirbyggt tengivirki á sama stað sem leysir af hólmi núverandi virki. Í Varmahlíð erum við að undirbúa lagningu á jarðstrengs, sem og lagningu nýs strengs í Kópaskerslínu og 5 km jarðstrengja sem verða hluti af Hamraneslínum í Hafnarfirði. Á sama tíma erum við líka að undirbúa færslu á Ísallínum í Hafnarfirði fjær byggð. Suðurnesjalína 2 sem tengir saman Hafnarfjörð og Reykjanes er á framkvæmdaáætlun og hefur verið það um tíma. Öll sveitarfélögin nema eitt á línuleiðinni hafa gefið út framkvæmdaleyfi en án allra framkvæmdaleyfanna verður ekki byrjað á framkvæmdum við línuna. Núverandi Suðurnesjalína er eina línan sem flytur raforku til og frá Suðurnesjum í dag. Það hefur í för með sér talsverða áhættu fyrir íbúa og fyrirtæki sem þar starfa. Framundan er nýtt ár með nýjum tækifærum. Þegar við horfum til baka, til þess tíma sem byggðalínan var reist, getur maður ekki annað en dáðst af þeim sem reistu hana og framkvæmdinni sem færði fólk inn í nýja tíma. Það er margt sammerkt með þeim vandamálunum sem þjóðin stóð frammi fyrir þegar byggðalína var reist og tímanum í dag, þetta hljómar allt kunnuglega - olíukreppa, orkuskortur, orkuskipti. Nýja kynslóð byggðalínunnar leikur því í okkar huga aðalhlutverkið í orkuskiptunum sem eru fram undan því öruggur flutningur raforku er grunnforsenda orkuskiptanna. Það er ekki nóg að virkja og framleiða rafmagn, það verður að vera hægt að flytja það. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Orkumál Suðurnesjalína 2 Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Örugg afhending raforku er og hefur alltaf verið gríðarlegt hagsmunamál fyrir okkur Íslendinga. Með lagningu byggðalínunnar fyrir fimmtíu árum batnaði aðgengi að raforku til muna en kerfið er nú undir sívaxandi álagi og margar af þeim línum sem tilheyra byggðalínuhringnum komnar á tíma. Við hjá Landsneti fögnum í ár fimmtíu ára afmæli byggðalínunnar og um leið fögnum við því að vera búin að taka tvær línur úr nýrrar kynslóð byggðalínunnar í rekstur. Kröflulínu 3 sem liggur frá Kröflu í Fljótsdal og Hólasandslínu 3 sem tengir saman Hólasand og Akureyri. Báðar þessar línur sýndu styrk sinn í haust og komu í veg fyrir rafmagnsleysi þegar slæmt veður gekk yfir Norðausturland og gömlu byggðalínurnar á svæðinu fóru út. Á Akureyri hefur nú þegar hafist atvinnuuppbygging sem ekki hefði verið möguleg nema með tilkomu línanna. Næstu þrjár línurnar í nýja byggðalínuhringnum eru nú þegar í undirbúningi en komnar mislangt.Blöndulína 3, línan sem tengir saman Blöndu og Akureyri, er í mati á umhverfisáhrifum og stefnt er á að framkvæmdir hefjist árið 2024. Á sama tíma erum við að vinna að nýjum línum sem liggja frá Blöndu að Holtavörðuheiði, Holtavörðuheiðarlínu 3 og svo áfram frá heiðinni niður í Hvalfjörð með Holtavörðuheiðarlínu 1. Vegna stöðunnar í raforkukerfinu var undirbúningi Holtavörðuheiðarlínu 3 flýtt og stendur til að hefja framkvæmdir eins fljótt og undirbúningsferli framkvæmdanna leyfa. Þessum nýju línum fylgja líka ný yfirbyggð og stafræn tengivirki en á þessu ári höfum við einnig tekið í notkun nokkur slík og erum þar í fararbroddi í heiminum. Bygging nýrra stafræna virkja mun halda áfram og erum við komin af stað m.a. með byggingu nýrra tengivirkja, í Breiðadal við Önundarfjörð, við Vegamót á Snæfellsnesi, við Korpu í Reykjavík, á Njarðvíkurheiði á Reykjanesi og í Hrútatungu í Hrútafirði en það virki fór mjög illa í óveðrinu sem gekk yfir í desember 2019 og var því ákveðið að reisa nýtt yfirbyggt tengivirki á sama stað sem leysir af hólmi núverandi virki. Í Varmahlíð erum við að undirbúa lagningu á jarðstrengs, sem og lagningu nýs strengs í Kópaskerslínu og 5 km jarðstrengja sem verða hluti af Hamraneslínum í Hafnarfirði. Á sama tíma erum við líka að undirbúa færslu á Ísallínum í Hafnarfirði fjær byggð. Suðurnesjalína 2 sem tengir saman Hafnarfjörð og Reykjanes er á framkvæmdaáætlun og hefur verið það um tíma. Öll sveitarfélögin nema eitt á línuleiðinni hafa gefið út framkvæmdaleyfi en án allra framkvæmdaleyfanna verður ekki byrjað á framkvæmdum við línuna. Núverandi Suðurnesjalína er eina línan sem flytur raforku til og frá Suðurnesjum í dag. Það hefur í för með sér talsverða áhættu fyrir íbúa og fyrirtæki sem þar starfa. Framundan er nýtt ár með nýjum tækifærum. Þegar við horfum til baka, til þess tíma sem byggðalínan var reist, getur maður ekki annað en dáðst af þeim sem reistu hana og framkvæmdinni sem færði fólk inn í nýja tíma. Það er margt sammerkt með þeim vandamálunum sem þjóðin stóð frammi fyrir þegar byggðalína var reist og tímanum í dag, þetta hljómar allt kunnuglega - olíukreppa, orkuskortur, orkuskipti. Nýja kynslóð byggðalínunnar leikur því í okkar huga aðalhlutverkið í orkuskiptunum sem eru fram undan því öruggur flutningur raforku er grunnforsenda orkuskiptanna. Það er ekki nóg að virkja og framleiða rafmagn, það verður að vera hægt að flytja það. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun