Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2022 09:01 Róbert Gunnarsson átti erfið ár hjá Rhein-Neckar Löwen. getty/Stuart Franklin Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. Róbert var gestur Stefáns Árna Pálssonar í öðrum þætti hlaðvarpsins Stórasta landið þar sem fjallað er um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Þeir Róbert og Stefán Árni fóru um víðan völl og fjölluðu meðal annars um feril línumannsins í atvinnumennsku. Hann sagði árin í Þýskalandi hafa verið afar krefjandi og hann hafi ekki spilað vel hjá Rhein-Neckar Löwen þar sem hann lék 2010-12. „Ég var rosa mikið meiddur og mín mistök, eins og ég segi við strákana mína; þú harkar af þér einhvern tittlingaskít en ef þú ert í alvörunni meiddur og þetta hefur hrjáð þig í langan tíma verðurðu bara að taka þér pásu. Það voru mín mistök,“ sagði Róbert. „Ég var alltaf að drepast í bakinu en meldaði mig aldrei meiddan. Fyrir vikið gat ég ekki neitt. Ég spilaði ekki mikið og þegar ég spilaði var ég lélegur. Þetta voru mín mistök. Ég átti bara að kasta inn handklæðinu og ná mér góðum. Ég gat ekki staðið upp úr rúminu á morgnana.“ Róbert segir að hann sé langt því frá eini leikmaðurinn sem hafa harkað af sér meira en eðlilegt er. „Það eru ótrúlega margir leikmenn sem eru svona. Harkan er svo mikil. Þú ert alltaf hræddur um næsta samning ef þú ert meiddur eða ert ekki að spila. Þetta er fín lína en þegar ég horfi til baka átti ég bara að segja að ég væri meiddur því þetta byrjaði á fyrsta tímabilinu,“ sagði Róbert. Hlusta má á annan þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan. Þýski handboltinn Handbolti Stórasta landið Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira
Róbert var gestur Stefáns Árna Pálssonar í öðrum þætti hlaðvarpsins Stórasta landið þar sem fjallað er um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Þeir Róbert og Stefán Árni fóru um víðan völl og fjölluðu meðal annars um feril línumannsins í atvinnumennsku. Hann sagði árin í Þýskalandi hafa verið afar krefjandi og hann hafi ekki spilað vel hjá Rhein-Neckar Löwen þar sem hann lék 2010-12. „Ég var rosa mikið meiddur og mín mistök, eins og ég segi við strákana mína; þú harkar af þér einhvern tittlingaskít en ef þú ert í alvörunni meiddur og þetta hefur hrjáð þig í langan tíma verðurðu bara að taka þér pásu. Það voru mín mistök,“ sagði Róbert. „Ég var alltaf að drepast í bakinu en meldaði mig aldrei meiddan. Fyrir vikið gat ég ekki neitt. Ég spilaði ekki mikið og þegar ég spilaði var ég lélegur. Þetta voru mín mistök. Ég átti bara að kasta inn handklæðinu og ná mér góðum. Ég gat ekki staðið upp úr rúminu á morgnana.“ Róbert segir að hann sé langt því frá eini leikmaðurinn sem hafa harkað af sér meira en eðlilegt er. „Það eru ótrúlega margir leikmenn sem eru svona. Harkan er svo mikil. Þú ert alltaf hræddur um næsta samning ef þú ert meiddur eða ert ekki að spila. Þetta er fín lína en þegar ég horfi til baka átti ég bara að segja að ég væri meiddur því þetta byrjaði á fyrsta tímabilinu,“ sagði Róbert. Hlusta má á annan þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan.
Þýski handboltinn Handbolti Stórasta landið Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira