„Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. desember 2022 11:01 Brynjar Þór var ekki ánægður með tæknivilluna sem Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, fékk gegn Haukum. Vísir Brynjar Þór Björnsson var allt annað en ánægður með tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leik gegn Haukum í Subway-deildinni. Brynjar Þór vill að leikmenn fái að sýna meiri tilfinningar inni á vellinum. Subway Körfuboltakvöld var á dagskrá á Stöð 2 Sport í gærkvöldi þar sem þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson var með sérfræðingana Matthías Orra Sigurðarson og Brynjar Þór Björnsson í setti hjá sér og farið var yfir síðustu umferð í Subway-deild karla í körfuknattleik. Meðal þess sem strákarnir ræddu voru tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leiknum gegn Haukum. Pétur Rúnar var rekinn út úr húsi og Brynjar Þór var allt annað en ánægður með dómarana. „Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum, Þetta er það sem þeir vilja. Það er ekkert gaman að spila íþróttir og körfubolta ef það má ekki aðeins blása,“ sagði Brynjar Þór þegar Kjartan Atli spurði hann að því hvað honum þætti um þá reglu að refsa ætti leikmönnum sem mótmæltu dómi á leikrænan hátt. „Þú ert í jöfnum leik, það eru fimm mínútur eftir og það er klár villa. Dómarinn refsar tvisvar, dæmir ekki villuna, þeir fá hraðaupphlaup og körfu. Þeir dæma síðan tæknivillu og aðra tæknivillu. Af hverju er Pétur Rúnar að mótmæla? Þetta er prúðasti leikmaður landsins síðustu tíu ár. Af hverju er hann reiður?“ spurði Brynjar Þór. „Af hverju ert þú reiður?“ spurði Matthías Orri þá Brynjar til baka, en Brynjar var greinilega alls ekki ánægður með þessa línu dómaranna. Klippa: Brynjar Þór um tæknivillur Brynjar vill að dómarar lesi betur í aðstæður. „Þú verður að lesa í aðstæður og stjórna leiknum. Er þetta á fyrstu mínútu eða eru fimm mínútur eftir? Er þetta prúðasti leikmaður deildarinnar? Ef þetta er ég sem er alltaf tuðandi, refsaðu mér. Pétur er ekki þessi gæi sem er mikið að tuða í dómurum.“ Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Brynjars Þórs og Matthíasar Orra má sjá í spilaranum hér að ofan. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld var á dagskrá á Stöð 2 Sport í gærkvöldi þar sem þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson var með sérfræðingana Matthías Orra Sigurðarson og Brynjar Þór Björnsson í setti hjá sér og farið var yfir síðustu umferð í Subway-deild karla í körfuknattleik. Meðal þess sem strákarnir ræddu voru tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leiknum gegn Haukum. Pétur Rúnar var rekinn út úr húsi og Brynjar Þór var allt annað en ánægður með dómarana. „Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum, Þetta er það sem þeir vilja. Það er ekkert gaman að spila íþróttir og körfubolta ef það má ekki aðeins blása,“ sagði Brynjar Þór þegar Kjartan Atli spurði hann að því hvað honum þætti um þá reglu að refsa ætti leikmönnum sem mótmæltu dómi á leikrænan hátt. „Þú ert í jöfnum leik, það eru fimm mínútur eftir og það er klár villa. Dómarinn refsar tvisvar, dæmir ekki villuna, þeir fá hraðaupphlaup og körfu. Þeir dæma síðan tæknivillu og aðra tæknivillu. Af hverju er Pétur Rúnar að mótmæla? Þetta er prúðasti leikmaður landsins síðustu tíu ár. Af hverju er hann reiður?“ spurði Brynjar Þór. „Af hverju ert þú reiður?“ spurði Matthías Orri þá Brynjar til baka, en Brynjar var greinilega alls ekki ánægður með þessa línu dómaranna. Klippa: Brynjar Þór um tæknivillur Brynjar vill að dómarar lesi betur í aðstæður. „Þú verður að lesa í aðstæður og stjórna leiknum. Er þetta á fyrstu mínútu eða eru fimm mínútur eftir? Er þetta prúðasti leikmaður deildarinnar? Ef þetta er ég sem er alltaf tuðandi, refsaðu mér. Pétur er ekki þessi gæi sem er mikið að tuða í dómurum.“ Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Brynjars Þórs og Matthíasar Orra má sjá í spilaranum hér að ofan.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira